Tiger sagður hafa afþakkað fyrirliðastöðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 07:21 Tiger Woods hefur átt erfitt uppdráttar inn á golfvellinum á þessu ári en er þó enn að reyna að spila. Getty/Sean M. Haffey Tiger Woods vildi ekki vera fyrirliði bandaríska Ryder liðsins í golfi á næsta ári en hann hafði lengi verið orðaður við stöðuna. The Telegraph segir frá því Tiger hafi sagt nei takk þegar honum var boðið að vera fyrirliði liðsins á árinu 2025. Bandaríkjamenn voru að leita að eftirmanni Zach Johnson sem lét af störfum eftir síðasta Ryder bikar sem bandaríska liðið tapaði. Tiger hafnaði þessu tilboði af því að hann taldi sig ekki hafa tíma til að sinna því. The Telegraph segir hins vegar að Woods sé tilbúinn að taka að sér starfið ef að skyldur fyrirliðans yrðu minnkaðar. Það er því ekki útilokað að Tiger verði fyrirliði liðsins árið 2027 en mikið á auðvitað eftir að gerast þangað til. Hin 38 ára gamli Keegan Bradley verður kynntur sem fyrirliði bandaríska liðsins í dag en hann er yngsti fyrirliðinn síðan að Arnold Palmer var spilandi fyrirliði árið 1963. Tiger Woods hefur sjálfur spilað átta sinnum í Ryder bikarnum og hann var síðast með árið 2018. Hann fagnaði bara einu sinni sigri í þessum átta skiptum og það var árið 1999. Ryder bikarinn fór síðast fram í fyrra og þá vann Evrópa. Keppnin fer fram í New York fylki í Bandaríkjunum á næsta ári. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
The Telegraph segir frá því Tiger hafi sagt nei takk þegar honum var boðið að vera fyrirliði liðsins á árinu 2025. Bandaríkjamenn voru að leita að eftirmanni Zach Johnson sem lét af störfum eftir síðasta Ryder bikar sem bandaríska liðið tapaði. Tiger hafnaði þessu tilboði af því að hann taldi sig ekki hafa tíma til að sinna því. The Telegraph segir hins vegar að Woods sé tilbúinn að taka að sér starfið ef að skyldur fyrirliðans yrðu minnkaðar. Það er því ekki útilokað að Tiger verði fyrirliði liðsins árið 2027 en mikið á auðvitað eftir að gerast þangað til. Hin 38 ára gamli Keegan Bradley verður kynntur sem fyrirliði bandaríska liðsins í dag en hann er yngsti fyrirliðinn síðan að Arnold Palmer var spilandi fyrirliði árið 1963. Tiger Woods hefur sjálfur spilað átta sinnum í Ryder bikarnum og hann var síðast með árið 2018. Hann fagnaði bara einu sinni sigri í þessum átta skiptum og það var árið 1999. Ryder bikarinn fór síðast fram í fyrra og þá vann Evrópa. Keppnin fer fram í New York fylki í Bandaríkjunum á næsta ári.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira