Fyrst kvenna og vill rjúfa múr í París: „Segja öll að þetta sé allt annað fyrirbæri“ Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 6. júlí 2024 09:01 Erna Sóley Gunnarsdóttir verður ein af fimm keppendum Íslands á Ólympíuleikunum í París í sumar. vísir „Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég byrjaði í frjálsum, níu ára gömul,“ segir hin 24 ára gamla Erna Sóley Gunnarsdóttir sem í gær fékk að vita að hún væri á leið á Ólympíuleikana í París. Erna Sóley mun keppa í kúluvarpi 8. ágúst og ætlar að njóta þess í botn að keppa á stærsta sviði íþróttanna, innan um allra fremsta frjálsíþróttafólk heims. „Ég man eftir að hafa horft á Ásdísi Hjálms á Ólympíuleikunum 2008. Eftir það var markmiðið skýrt að reyna að komast á Ólympíuleikana. Núna er það loksins að rætast hjá mér,“ segir Erna Sóley en Ásdís keppti í spjótkasti á þrennum Ólympíuleikum. Fyrst íslenskra kvenna í kúluvarpshringinn Erna Sóley verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum en sjö íslenskir karlar hafa afrekað það, síðast Óðinn Björn Þorsteinsson í London árið 2012. Hún vill einnig brjóta annan múr með því að kasta yfir 18 metra í París. „Já, það eru ansi margir íslenskir karlar búnir að komast á Ólympíuleika, sjö talsins held ég. Það er geðveikt að fá að koma þarna sem kona og sýna hvað við getum gert. Það var kominn tími á það og það er gaman að fá að vera partur af sögunni í þessari flottu íþrótt,“ segir Erna Sóley sem ræddi við Aron Guðmundsson á heimavelli ÍR-inga í Mjóddinni í gær. Klippa: Erna Sóley brýtur múr í París Erna Sóley bætti Íslandsmet sitt utanhúss á Akureyri um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari með 17,91 metra kasti. Fyrra met hennar var 17,52 metrar og ljóst að hún er á hárréttri braut í aðdraganda Ólympíuleikanna, þó að tveimur sætum hafi munað á heimslista til þess að hún tryggði sér strax öruggt sæti á leikunum. „Mjög tvísýnt hvort að ég færi“ „Ég var búin að sjá fyrir mér að með góðri frammistöðu um síðustu helgi gæti þetta gerst. En svo var ég ekki inni á listanum þegar hann kom fyrst út. Þá tók við bið eftir því hvort að allar sem voru á listanum væru að fara, eða hvort einhver væri meidd eða slíkt. Það var því mjög tvísýnt hvort ég færi eða ekki. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Erna Sóley sem stefndi alltaf á að komast til Parísar. „Ég var alltaf búin að hafa þetta í planinu, eins og ég væri að fara á leikana. Ég held því bara áfram þannig, kemst vonandi í æfingabúðir og tek kannski eitt mót í viðbót til að undirbúa mig algjörlega fyrir þetta. Ég reyni að vera sem best stemmd fyrir leikana sjálfa,“ segir Erna Sóley en hvert er markmiðið í París? Hlakkar til að sjá alla bestu „Ég vil bara fá mjög löng köst. Um helgina átti ég köst sem ég hef aldrei átt áður. Meira að segja í upphitun, sem ég náði ekki alveg á mótinu. Mig langar að klára þetta ár á Ólympíuleikunum með því að brjóta 18 metra múrinn. Það er stóra markmiðið,“ segir Erna Sóley sem ætlar að njóta lífsins í París: „Ég hlakka til að sjá stemninguna. Ég hlakka til að sjá alla bestu íþróttamennina í heiminum, og vera með öllu frábæra íslenska fólkinu sem er að fara. Labba inn á leikvanginn og upplifa ólympíuandann. Ég hef talað við marga sem hafa farið á leikana sem segja allir að þetta sé allt annað fyrirbæri. Allt annað að upplifa þetta miðað við önnur íþróttamót. Þetta eru Ólympíuleikarnir og að fá að vera partur af þessu er stórkostlegt.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Erna Sóley mun keppa í kúluvarpi 8. ágúst og ætlar að njóta þess í botn að keppa á stærsta sviði íþróttanna, innan um allra fremsta frjálsíþróttafólk heims. „Ég man eftir að hafa horft á Ásdísi Hjálms á Ólympíuleikunum 2008. Eftir það var markmiðið skýrt að reyna að komast á Ólympíuleikana. Núna er það loksins að rætast hjá mér,“ segir Erna Sóley en Ásdís keppti í spjótkasti á þrennum Ólympíuleikum. Fyrst íslenskra kvenna í kúluvarpshringinn Erna Sóley verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum en sjö íslenskir karlar hafa afrekað það, síðast Óðinn Björn Þorsteinsson í London árið 2012. Hún vill einnig brjóta annan múr með því að kasta yfir 18 metra í París. „Já, það eru ansi margir íslenskir karlar búnir að komast á Ólympíuleika, sjö talsins held ég. Það er geðveikt að fá að koma þarna sem kona og sýna hvað við getum gert. Það var kominn tími á það og það er gaman að fá að vera partur af sögunni í þessari flottu íþrótt,“ segir Erna Sóley sem ræddi við Aron Guðmundsson á heimavelli ÍR-inga í Mjóddinni í gær. Klippa: Erna Sóley brýtur múr í París Erna Sóley bætti Íslandsmet sitt utanhúss á Akureyri um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari með 17,91 metra kasti. Fyrra met hennar var 17,52 metrar og ljóst að hún er á hárréttri braut í aðdraganda Ólympíuleikanna, þó að tveimur sætum hafi munað á heimslista til þess að hún tryggði sér strax öruggt sæti á leikunum. „Mjög tvísýnt hvort að ég færi“ „Ég var búin að sjá fyrir mér að með góðri frammistöðu um síðustu helgi gæti þetta gerst. En svo var ég ekki inni á listanum þegar hann kom fyrst út. Þá tók við bið eftir því hvort að allar sem voru á listanum væru að fara, eða hvort einhver væri meidd eða slíkt. Það var því mjög tvísýnt hvort ég færi eða ekki. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Erna Sóley sem stefndi alltaf á að komast til Parísar. „Ég var alltaf búin að hafa þetta í planinu, eins og ég væri að fara á leikana. Ég held því bara áfram þannig, kemst vonandi í æfingabúðir og tek kannski eitt mót í viðbót til að undirbúa mig algjörlega fyrir þetta. Ég reyni að vera sem best stemmd fyrir leikana sjálfa,“ segir Erna Sóley en hvert er markmiðið í París? Hlakkar til að sjá alla bestu „Ég vil bara fá mjög löng köst. Um helgina átti ég köst sem ég hef aldrei átt áður. Meira að segja í upphitun, sem ég náði ekki alveg á mótinu. Mig langar að klára þetta ár á Ólympíuleikunum með því að brjóta 18 metra múrinn. Það er stóra markmiðið,“ segir Erna Sóley sem ætlar að njóta lífsins í París: „Ég hlakka til að sjá stemninguna. Ég hlakka til að sjá alla bestu íþróttamennina í heiminum, og vera með öllu frábæra íslenska fólkinu sem er að fara. Labba inn á leikvanginn og upplifa ólympíuandann. Ég hef talað við marga sem hafa farið á leikana sem segja allir að þetta sé allt annað fyrirbæri. Allt annað að upplifa þetta miðað við önnur íþróttamót. Þetta eru Ólympíuleikarnir og að fá að vera partur af þessu er stórkostlegt.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
„Ég var án djóks skoppandi“ „Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar það var hringt í mig, klukkan 10 í morgun, og ég fékk að vita að ég væri að fara á Ólympíuleikana,“ segir himinlifandi Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eftir gleðitíðindi dagsins. 5. júlí 2024 19:31