Kjósendur hafi nýtt forsetakosningar til að senda pólitíkinni skilaboð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2024 10:44 Kjósendur nýttu mögulega forsetakosningarnar til að lýsa yfir vanþóknun á ríkisstjórnarsamstarfinu með því að kjósa ekki Katrínu Jakobsdóttur. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson þáttastjórnandi segir mikla þreytu meðal almennings á núverandi ríkisstjórn og niðurstöður kannanna endurspegli það. Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu er Sjálfstæðisflokkurinn aðeins með 14,7 prósenta fylgi og Samfylkingin með mest fylgi, 27,1 prósent. Miðflokkurinn er með 12,7 prósent í sömu könnun og Vinstri græn fimm prósent. Þá var gerð könnun í Reykjavík síðdegis í síðustu viku þar sem spurt var hvaða formann fólk vildi helst fá sem forsætisráðherra. Þar voru efst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Stefán Einar ræddi stöðu formanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Andrési Jónssyni almannatengli. Stefán Einar nefnir niðurstöðu forsetakosninganna sem dæmi. Í aðdraganda hafi Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Vinsti grænna, verið spáð sigri en svo hafi Halla Tómasdóttur unnið. Sumir hafi notað atkvæði sitt gegn Katrínu. „Fólk notar svona kannanir til að senda skilaboð og fólk var að senda ákveðin skilaboð, allavega hluti kjósenda, í forsetakosningunum til pólitíkusarinnar, og kjósendur Vinstri grænna hafa sent flokki sínum skilaboð með því að yfirgefa hann í könnunum. Sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Stefán Einar. Stefán Einar segir það áhugavert að Kristrún mælist með 27 til 30 prósenta fylgi og það hafi verið litlar sveiflur á því í lengri tíma. Sigmundur Davíð mælist ekki með sama fylgi en það að hann sé nefndur svo oft í könnun Reykjavík síðdegis sé mögulega til marks um þær tilfinningar sem hann vekur hjá fólki. Hann sé umdeildur en stuðningsmenn hans stöðugir og harðir. Óljóst hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn á botninn Andrés segir þetta áhugavert í tengslum við fylgi flokkanna. Einhverjir hefðu til dæmis haldið að fastafylgi Sjálfstæðisflokksins væri í kringum tuttugu prósent en flokkurinn hafi mælst með um fimmtán prósent í síðustu könnun Maskínu. „Nú sjáum við að það er ekki botninn. Botninn samkvæmt könnunum er neðar,“ segir Andrés og að nú velti fólk því fyrir sér hvar botninn sé raunverulega. Hvað varðar aðra flokka segir hann fylgi Miðflokksins seigfljótandi og óvíst með raunverulegt fylgi Samfylkingarinnar. Það verði áhugavert að fylgjast með því hvernig spjótunum verði beint að Kristrúnu í aðdraganda næstu Alþingiskosninga sem í seinasta lagi fara fram haustið 2025. Bjarni Benediktsson sagði eftir að könnunin var gefin út að hann væri ekki að endurskoða stöðu sína sem formaður flokksins. Andrés segir það svo sem eðlilegt. Menn vilji yfirleitt endurskoða sína stöðu á eigin forsendum. Það séu margir sem telji þetta síðasta kjörtímabil hans en að margt hafi breyst þegar Katrín hætti og hann tók við sem forsætisráðherra. Það sé nú óvissa um hans framtíð. Sigmundur Davíð hefur verið endurfæddur og er afar vinsæll. Margir vilja hann sem forsætisráðherra samkvæmt könnun Reykjavík síðdegis.Vísir/Vilhelm Á sama tíma sé hann líklegasta ástæðan fyrir minnkandi fylgi flokksins. Það hafi sést breyting á fylgi hans eftir Íslandsbankamálið sem hann hafi ekki fengið aftur. Vinsældir eða óvinsældir Bjarna skipti á sama tíma minna máli en fylgi flokksins. Það sé mælingin sem hann þurfi að hafa áhyggjur af umfram allt. „Ef hún ákveður að taka þennan slag þá á hún þennan flokk“ Vinstri græn mældust í sömu könnun með um fimm prósenta fylgi. Stefán Einar segir að margir hafi talið að með brotthvarfi Katrínar myndi létta á neikvæðum þrýstingi á flokkinn en það hafi ekki gerst. Það sé mikil óánægja með flokkinn. Hann segir Vinstri græn ólík Sjálfstæðisflokknum að því leytinu til að það sé fámenn klíka sem stýri flokknum a meðan Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sé meiri fjöldahreyfing. Svandís getur tekið flokkinn vilji hún það. Ekki liggur fyrir hvort Svandís ætli fram til formanns flokksins.Vísir/Ívar Fannar Flestir meti að Svandís, ef hún ætlar í formannskjör, muni vinna það. Guðmundur Ingi, sem er starfandi formaður, sé að þreifa fyrir sér. Stærsta breytan sé sú hvort Svandís treysti sér í verkefnið eftir erfið veikindi. „Ef hún ákveður að taka þennan slag þá á hún þennan flokk,“ segir Stefán Einar Hún sé ólík Katrínu að því leyti til að henni myndi líða vel í hörðum vinstri flokki með sjö eða átta prósenta fylgi. Hún sé ekki með meiri þörf en það á meðan Katrín hafi viljað höfða til fleiri. Andrés tekur undir þetta og segir Vinstri græn þurfa að verða róttækan flokk aftur. Þau þurfi ekki mikið fylgi en þau þurfi skýra afstöðu. Það henti honum ekki að vera flokkur sem gerir endalausar málamiðlanir. „Ef hann væri í ríkisstjórn. Að hafa eitt eða tvö ráðuneyti og vera svolítið hörð í meiningunni þar.“ Andrés rifjaðu upp í þessu samhengi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eftir hrun ekki mælst með svo lágt fylgi. Sem dæmi hafi flokkurinn í kosningum eftir hrun fengið 23 prósenta fylgi. „Staða hans er talsvert verr heldur en hún var þá,“ segir Andrés. Kristrún afar klók Hvað varðar Kristrúnu segja þeir hana höfða til breiðs hóps en einnig sé fólk að senda skilaboð. Fólk sé óánægt með málamiðlanir í núverandi ríkisstjórn og sé að refsa flokkunum sem þar eru með því að gefa öðrum flokki atkvæði sitt. Kristrún hefur látið lítið fara fyrir sér á þingi en hefur ferðast um landið til að hitta kjósendur.Vísir/Vilhelm Kristrún hafi verið mjög klók, hún hafi ferðast um landið og náð að afla sér víðtæks stuðnings. Kristrún sé búin að breyta Samfylkingunni í stjórnmálaflokk með praktískar skoðanir. Þá ræddu þeir Miðflokkinn og segja Sigmund Davíð endurfæddan. Það sýni skoðanakannanir. Hann hafi verið umdeildur, hann hætt með hvelli á sínum tíma og verið flæmdur úr Framsóknarflokki. Hann hafi stofnað Miðflokkinn og rétt náð inn á þing í síðustu kosningum. Sigmundur hafi verði sprækur í stjórnarandstöðu og þeir tveir, hann og Bergþór Ólason, verið afar öflugir í stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi haldi áfram en hætti svo Þeir Stefán og Andrés segja kynslóðaskipti yfirvofandi í Framsókn en það sé enn ekki augljóst hver taki við. Ásmundur Einar og Lilja hafi bæði verið spræk en staða þeirra virðist veik í dag. Fjölskylduerjur Ásmundar hafi þar haft áhrif. Framsóknarflokkurinn sé vanur að vera við völd en miðað við skoðanakannanir gæti flokkurinn endað sem tveggja til þriggja manna flokkur á þingi í næstu kosningum. Staða Sigurðar Inga sé sterk því hann hafi getað hallað sér aftur á meðan stympingarnar hafi farið fram innan hinna flokkanna í ríkisstjórn. Hann fari líklega fram í næstu kosningum en láti svo gott heita um 2027 eða 2028. Hvað varðar Viðreisn segja þeir Þorgerði Katrínu ekki óvinsæla en það sé óljóst hvernig flokkurinn eigi að dafna. Við óvinsældir Sjálfstæðisflokks ætti hann að dafna en gerir það ekki. Þau séu með stöðugt fylgi en þeirra vandi sé að vísa alltaf á Evrópusambandið sem lausn við öllum vanda. Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn. Alþingi Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir „Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur“ „Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur, get bara sagt fólki það,“ sagði Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hann að smáflokkur í ríkisstjórnarsamstarfinu, Vinstri græn, hefði alltof mikil áhrif, og að íslenska stjórnmálamenn vanti þrek og kjark til að gera eitthvað, vitandi það að fullt af fólki muni garga á þau. 30. júní 2024 11:31 Væru með helmingi færri þingmenn Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. 27. júní 2024 19:30 „Örvænting í Valhöll“ færi Miðflokkurinn fram úr Sjálfstæðisflokknum Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aldrei verið minna, og stendur í þrjátíu prósentum. Stjórnmálafræðiprófessor segir núliðið þing síðasta vinnuþingið að sinni, í haust verði þingmenn komnir í kosningaham. 26. júní 2024 18:09 Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Þá var gerð könnun í Reykjavík síðdegis í síðustu viku þar sem spurt var hvaða formann fólk vildi helst fá sem forsætisráðherra. Þar voru efst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Stefán Einar ræddi stöðu formanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Andrési Jónssyni almannatengli. Stefán Einar nefnir niðurstöðu forsetakosninganna sem dæmi. Í aðdraganda hafi Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Vinsti grænna, verið spáð sigri en svo hafi Halla Tómasdóttur unnið. Sumir hafi notað atkvæði sitt gegn Katrínu. „Fólk notar svona kannanir til að senda skilaboð og fólk var að senda ákveðin skilaboð, allavega hluti kjósenda, í forsetakosningunum til pólitíkusarinnar, og kjósendur Vinstri grænna hafa sent flokki sínum skilaboð með því að yfirgefa hann í könnunum. Sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Stefán Einar. Stefán Einar segir það áhugavert að Kristrún mælist með 27 til 30 prósenta fylgi og það hafi verið litlar sveiflur á því í lengri tíma. Sigmundur Davíð mælist ekki með sama fylgi en það að hann sé nefndur svo oft í könnun Reykjavík síðdegis sé mögulega til marks um þær tilfinningar sem hann vekur hjá fólki. Hann sé umdeildur en stuðningsmenn hans stöðugir og harðir. Óljóst hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn á botninn Andrés segir þetta áhugavert í tengslum við fylgi flokkanna. Einhverjir hefðu til dæmis haldið að fastafylgi Sjálfstæðisflokksins væri í kringum tuttugu prósent en flokkurinn hafi mælst með um fimmtán prósent í síðustu könnun Maskínu. „Nú sjáum við að það er ekki botninn. Botninn samkvæmt könnunum er neðar,“ segir Andrés og að nú velti fólk því fyrir sér hvar botninn sé raunverulega. Hvað varðar aðra flokka segir hann fylgi Miðflokksins seigfljótandi og óvíst með raunverulegt fylgi Samfylkingarinnar. Það verði áhugavert að fylgjast með því hvernig spjótunum verði beint að Kristrúnu í aðdraganda næstu Alþingiskosninga sem í seinasta lagi fara fram haustið 2025. Bjarni Benediktsson sagði eftir að könnunin var gefin út að hann væri ekki að endurskoða stöðu sína sem formaður flokksins. Andrés segir það svo sem eðlilegt. Menn vilji yfirleitt endurskoða sína stöðu á eigin forsendum. Það séu margir sem telji þetta síðasta kjörtímabil hans en að margt hafi breyst þegar Katrín hætti og hann tók við sem forsætisráðherra. Það sé nú óvissa um hans framtíð. Sigmundur Davíð hefur verið endurfæddur og er afar vinsæll. Margir vilja hann sem forsætisráðherra samkvæmt könnun Reykjavík síðdegis.Vísir/Vilhelm Á sama tíma sé hann líklegasta ástæðan fyrir minnkandi fylgi flokksins. Það hafi sést breyting á fylgi hans eftir Íslandsbankamálið sem hann hafi ekki fengið aftur. Vinsældir eða óvinsældir Bjarna skipti á sama tíma minna máli en fylgi flokksins. Það sé mælingin sem hann þurfi að hafa áhyggjur af umfram allt. „Ef hún ákveður að taka þennan slag þá á hún þennan flokk“ Vinstri græn mældust í sömu könnun með um fimm prósenta fylgi. Stefán Einar segir að margir hafi talið að með brotthvarfi Katrínar myndi létta á neikvæðum þrýstingi á flokkinn en það hafi ekki gerst. Það sé mikil óánægja með flokkinn. Hann segir Vinstri græn ólík Sjálfstæðisflokknum að því leytinu til að það sé fámenn klíka sem stýri flokknum a meðan Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sé meiri fjöldahreyfing. Svandís getur tekið flokkinn vilji hún það. Ekki liggur fyrir hvort Svandís ætli fram til formanns flokksins.Vísir/Ívar Fannar Flestir meti að Svandís, ef hún ætlar í formannskjör, muni vinna það. Guðmundur Ingi, sem er starfandi formaður, sé að þreifa fyrir sér. Stærsta breytan sé sú hvort Svandís treysti sér í verkefnið eftir erfið veikindi. „Ef hún ákveður að taka þennan slag þá á hún þennan flokk,“ segir Stefán Einar Hún sé ólík Katrínu að því leyti til að henni myndi líða vel í hörðum vinstri flokki með sjö eða átta prósenta fylgi. Hún sé ekki með meiri þörf en það á meðan Katrín hafi viljað höfða til fleiri. Andrés tekur undir þetta og segir Vinstri græn þurfa að verða róttækan flokk aftur. Þau þurfi ekki mikið fylgi en þau þurfi skýra afstöðu. Það henti honum ekki að vera flokkur sem gerir endalausar málamiðlanir. „Ef hann væri í ríkisstjórn. Að hafa eitt eða tvö ráðuneyti og vera svolítið hörð í meiningunni þar.“ Andrés rifjaðu upp í þessu samhengi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eftir hrun ekki mælst með svo lágt fylgi. Sem dæmi hafi flokkurinn í kosningum eftir hrun fengið 23 prósenta fylgi. „Staða hans er talsvert verr heldur en hún var þá,“ segir Andrés. Kristrún afar klók Hvað varðar Kristrúnu segja þeir hana höfða til breiðs hóps en einnig sé fólk að senda skilaboð. Fólk sé óánægt með málamiðlanir í núverandi ríkisstjórn og sé að refsa flokkunum sem þar eru með því að gefa öðrum flokki atkvæði sitt. Kristrún hefur látið lítið fara fyrir sér á þingi en hefur ferðast um landið til að hitta kjósendur.Vísir/Vilhelm Kristrún hafi verið mjög klók, hún hafi ferðast um landið og náð að afla sér víðtæks stuðnings. Kristrún sé búin að breyta Samfylkingunni í stjórnmálaflokk með praktískar skoðanir. Þá ræddu þeir Miðflokkinn og segja Sigmund Davíð endurfæddan. Það sýni skoðanakannanir. Hann hafi verið umdeildur, hann hætt með hvelli á sínum tíma og verið flæmdur úr Framsóknarflokki. Hann hafi stofnað Miðflokkinn og rétt náð inn á þing í síðustu kosningum. Sigmundur hafi verði sprækur í stjórnarandstöðu og þeir tveir, hann og Bergþór Ólason, verið afar öflugir í stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi haldi áfram en hætti svo Þeir Stefán og Andrés segja kynslóðaskipti yfirvofandi í Framsókn en það sé enn ekki augljóst hver taki við. Ásmundur Einar og Lilja hafi bæði verið spræk en staða þeirra virðist veik í dag. Fjölskylduerjur Ásmundar hafi þar haft áhrif. Framsóknarflokkurinn sé vanur að vera við völd en miðað við skoðanakannanir gæti flokkurinn endað sem tveggja til þriggja manna flokkur á þingi í næstu kosningum. Staða Sigurðar Inga sé sterk því hann hafi getað hallað sér aftur á meðan stympingarnar hafi farið fram innan hinna flokkanna í ríkisstjórn. Hann fari líklega fram í næstu kosningum en láti svo gott heita um 2027 eða 2028. Hvað varðar Viðreisn segja þeir Þorgerði Katrínu ekki óvinsæla en það sé óljóst hvernig flokkurinn eigi að dafna. Við óvinsældir Sjálfstæðisflokks ætti hann að dafna en gerir það ekki. Þau séu með stöðugt fylgi en þeirra vandi sé að vísa alltaf á Evrópusambandið sem lausn við öllum vanda. Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn.
Alþingi Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir „Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur“ „Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur, get bara sagt fólki það,“ sagði Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hann að smáflokkur í ríkisstjórnarsamstarfinu, Vinstri græn, hefði alltof mikil áhrif, og að íslenska stjórnmálamenn vanti þrek og kjark til að gera eitthvað, vitandi það að fullt af fólki muni garga á þau. 30. júní 2024 11:31 Væru með helmingi færri þingmenn Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. 27. júní 2024 19:30 „Örvænting í Valhöll“ færi Miðflokkurinn fram úr Sjálfstæðisflokknum Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aldrei verið minna, og stendur í þrjátíu prósentum. Stjórnmálafræðiprófessor segir núliðið þing síðasta vinnuþingið að sinni, í haust verði þingmenn komnir í kosningaham. 26. júní 2024 18:09 Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
„Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur“ „Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur, get bara sagt fólki það,“ sagði Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hann að smáflokkur í ríkisstjórnarsamstarfinu, Vinstri græn, hefði alltof mikil áhrif, og að íslenska stjórnmálamenn vanti þrek og kjark til að gera eitthvað, vitandi það að fullt af fólki muni garga á þau. 30. júní 2024 11:31
Væru með helmingi færri þingmenn Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. 27. júní 2024 19:30
„Örvænting í Valhöll“ færi Miðflokkurinn fram úr Sjálfstæðisflokknum Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aldrei verið minna, og stendur í þrjátíu prósentum. Stjórnmálafræðiprófessor segir núliðið þing síðasta vinnuþingið að sinni, í haust verði þingmenn komnir í kosningaham. 26. júní 2024 18:09
Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21