Hvorugt þeirra man eftir slysinu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. júní 2024 17:53 Bíllinn alelda á vettvangi slyssins á föstudag. Karlmaður hlaut í dag þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til eins árs, í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna ofsaaksturs í Öxnadal í byrjun nóvember árið 2020, en bíll mannsins endaði utan vegar. Ökumaðurinn og kona sem var farþegi í bílnum slösuðust, en hvorugt þeirra man eftir slysinu. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Atviki málsins er lýst þannig í ákæru að maðurinn hafi ekið norður Hringveg í Öxnadal á allt að 142 kílómetra hraða á klukkustund við býlið Syðri Bægisá þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 kílómetra hraði. Manninum var gefið að sök að aka bílnum óvarlega þannig að hann endaði út af veginum og kastaðist af uppfyllingu út á tún. Bíllinn endaði á hvolfi þar sem kviknaði í honum. Miklir áverkar Konan, sem er barnsmóðir mannsins og þáverandi kærasta, hlaut ýmsa áverka. Hún brotnaði á hálshrygg, sköflungi, öxl, lendaliðum, vanga, kinnkjálkabeinum og fingrum. Þá hlaut hún mikið lungnamar á báðum lungum og fékk loftbrjóst á öðru þeirra. Ökumaðurinn hlaut andlitsbrot, sprungu í hálshryggjarlið og brot á vinstri fæti. Taldi sig ekki keyra of hratt Fyrir dómi lýstu ökumaðurinn og konan deginum örlagaríka. Þau lögðu af stað um níuleytið frá Ásbrú í Reykjanesbæ, stoppuðu hjá móður hennar í Grafarvogi á leiðinni og fóru þaðan um ellefuleytið af stað. Áfangastaðurinn var Akureyri, þar sem þau ætluðu að heimsækja foreldra hans. Þau stoppuðu í Staðarskála og fengu sér að borða, en eftir það muna þau lítið. Maðurinn sagði að þau hafi lagt af stað frá Staðarskála, en þaðan muni hann ekki eftir því sem átti sér stað, nema eftir að bíllinn valt. Hann sagðist þó muna eftir því þegar bíllinn var „að lenda“. Síðan mundi hann eftir sér með konuna í fanginu eftir veltuna. Hann sagðist telja sjálfan sig hafa ekið á níutíu kílómetra hraða. Þá hafi ekkert verið að bílnum og hann sjálfur úthvíldur og í góðu ástandi. Þorði ekki að segja lögreglu sannleikann Konan sagðist sennilega hafa sofnað eftir komuna í Staðarskála og líklega rotast í slysinu. Hún sagðist ekki hafa munað neitt frá Staðarskála þar til viku eftir slysið og í fyrstu ekki munað neitt, en á síðustu mánuðum hafi hún lagt mikið á sig við að rifja atburðina upp. Nú segist hún til að mynda muna eftir ítrekuðum framúrakstri mannsins. Þá sagðist hún muna eftir því þegar lögreglan yfirheyrði hana á spítala eftir slysið. Hún hafi ekki þorað að segja lögreglumönnum frá því að maðurinn hafi ekið of hratt því hann hafi verið mjög reiður á spítalanum og þau nýbyrjuð saman. Hún sagðist einungis vilja greina hreinskilið frá í dag. Sá bílinn taka á loft Ýmis vitni gáfu skýrslu fyrir dómi. Eitt þeirra sagðist muna ljóslifandi eftir atvikinu. Vitnið, sem var að aka bíl í gagnstæða átt, segist hafa séð bíl ökumannsins hvorki breyta um stefnu né draga úr hraða. Atvikið hafi verið mjög óhugnanlegt, en vitnið sagðist hafa séð það í gegnum baksýnisspegil þegar bíllinn tók á loft og lenti á jörðinni. Annað vitni sem kom fyrst að fólkinu eftir slysið sagðist hafa séð manninn draga konuna út úr bílnum. Á meðan hafi hann endurtekið í sífellu „ég veit ekki hvað gerðist.“ Nokkur vitni sögðu bílinn hafa ekið langt umfram löglegan hraða. Á meðal gagna málsins var álitsgerð prófessors í vélaverkfræði. Hann taldi bílnum ekki hafa verið ekið á minna en 142 kílómetra hraða. Dómurinn taldi sannað að svo væri og sagði jafnframt að svo virðist sem ökumaðurinn hafi ekki haft neina stjórn á bílnum þegar slysið átti sér stað. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða tæplega 2,2 milljónir í sakarkostnað. Samgönguslys Hörgársveit Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Atviki málsins er lýst þannig í ákæru að maðurinn hafi ekið norður Hringveg í Öxnadal á allt að 142 kílómetra hraða á klukkustund við býlið Syðri Bægisá þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 kílómetra hraði. Manninum var gefið að sök að aka bílnum óvarlega þannig að hann endaði út af veginum og kastaðist af uppfyllingu út á tún. Bíllinn endaði á hvolfi þar sem kviknaði í honum. Miklir áverkar Konan, sem er barnsmóðir mannsins og þáverandi kærasta, hlaut ýmsa áverka. Hún brotnaði á hálshrygg, sköflungi, öxl, lendaliðum, vanga, kinnkjálkabeinum og fingrum. Þá hlaut hún mikið lungnamar á báðum lungum og fékk loftbrjóst á öðru þeirra. Ökumaðurinn hlaut andlitsbrot, sprungu í hálshryggjarlið og brot á vinstri fæti. Taldi sig ekki keyra of hratt Fyrir dómi lýstu ökumaðurinn og konan deginum örlagaríka. Þau lögðu af stað um níuleytið frá Ásbrú í Reykjanesbæ, stoppuðu hjá móður hennar í Grafarvogi á leiðinni og fóru þaðan um ellefuleytið af stað. Áfangastaðurinn var Akureyri, þar sem þau ætluðu að heimsækja foreldra hans. Þau stoppuðu í Staðarskála og fengu sér að borða, en eftir það muna þau lítið. Maðurinn sagði að þau hafi lagt af stað frá Staðarskála, en þaðan muni hann ekki eftir því sem átti sér stað, nema eftir að bíllinn valt. Hann sagðist þó muna eftir því þegar bíllinn var „að lenda“. Síðan mundi hann eftir sér með konuna í fanginu eftir veltuna. Hann sagðist telja sjálfan sig hafa ekið á níutíu kílómetra hraða. Þá hafi ekkert verið að bílnum og hann sjálfur úthvíldur og í góðu ástandi. Þorði ekki að segja lögreglu sannleikann Konan sagðist sennilega hafa sofnað eftir komuna í Staðarskála og líklega rotast í slysinu. Hún sagðist ekki hafa munað neitt frá Staðarskála þar til viku eftir slysið og í fyrstu ekki munað neitt, en á síðustu mánuðum hafi hún lagt mikið á sig við að rifja atburðina upp. Nú segist hún til að mynda muna eftir ítrekuðum framúrakstri mannsins. Þá sagðist hún muna eftir því þegar lögreglan yfirheyrði hana á spítala eftir slysið. Hún hafi ekki þorað að segja lögreglumönnum frá því að maðurinn hafi ekið of hratt því hann hafi verið mjög reiður á spítalanum og þau nýbyrjuð saman. Hún sagðist einungis vilja greina hreinskilið frá í dag. Sá bílinn taka á loft Ýmis vitni gáfu skýrslu fyrir dómi. Eitt þeirra sagðist muna ljóslifandi eftir atvikinu. Vitnið, sem var að aka bíl í gagnstæða átt, segist hafa séð bíl ökumannsins hvorki breyta um stefnu né draga úr hraða. Atvikið hafi verið mjög óhugnanlegt, en vitnið sagðist hafa séð það í gegnum baksýnisspegil þegar bíllinn tók á loft og lenti á jörðinni. Annað vitni sem kom fyrst að fólkinu eftir slysið sagðist hafa séð manninn draga konuna út úr bílnum. Á meðan hafi hann endurtekið í sífellu „ég veit ekki hvað gerðist.“ Nokkur vitni sögðu bílinn hafa ekið langt umfram löglegan hraða. Á meðal gagna málsins var álitsgerð prófessors í vélaverkfræði. Hann taldi bílnum ekki hafa verið ekið á minna en 142 kílómetra hraða. Dómurinn taldi sannað að svo væri og sagði jafnframt að svo virðist sem ökumaðurinn hafi ekki haft neina stjórn á bílnum þegar slysið átti sér stað. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða tæplega 2,2 milljónir í sakarkostnað.
Samgönguslys Hörgársveit Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira