Spænsk sumarveisla að hætti Maríu Gomez Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. júní 2024 15:00 María ólst upp á Spáni til fimm ára aldurs og hefur alla tíð síðan haldið sambandi við spænsku föðurfjölskyldu sína. María Gomez, matgæðingur og áhrifavaldur, deilir hér sumarlegri og ljúffengri grilluppskrift sem er tilvalin að bjóða upp á sólríkum sumardegi. María segir fátt jafn sumarlegt og grillveisla í góðum félagsskap. Grillspjót með fullkomnu alioli að hætti Spánverja eru í algjöru uppáhaldi hjá henni. „Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá mér, því hún er ekki eingöngu geggjuð grilluppskrift, heldur minnir hún mig líka á góða tíma frá Spáni úr barnæsku, sumar og gleði, fiestas og feria (Hátíðir og tívolí). Júlí og ágúst eru miklir fiesta mánuðir á Spáni, en fiesta þýðir hátíð. Fiesta stendur oft yfir í þorpum Spánar í þrjá til fimm daga og eru þær iðulega haldnar úti á torgi þar sem allir dansa, syngja og borða saman auk þess að fullt er um að vera fyrir börn jafnt sem fullorðna. Pinchos er eitt af því sem er næsta víst að þið munið finna á spænskri fiesta eða í tívolíhátíðum á Spáni, og var þetta og er enn í mestu uppáhaldi hjá mér þegar ég fer til Spánar,“ segir María. „Alioli er einnig spænskt en það er dásamlegt hvítlauksmayones sem gert er frá grunni, en þið eigið ekki eftir að trúa því hversu auðvelt og skemmtilegt það er að útbúa það. Það eina sem þarf að eiga til að geta útbúið alioli er töfrasproti. Það þarf ekki nema fimm hráefni í það og tekur aðeins fimm mínútur að gera. Alioli er fullkomin grillsósa með kjúkling og mörgu öðru. Ef þið eigið ekki töfrasprota til verksins þá er líka hægt að kaupa alioli í matvöruverslunum tilbúið. Ég er satt best að segja búin að vera í mörg ár að þróa kryddmarineringu sem er nánast eins og sú sem maður fær á veitingastaðnum Pinchos á Spáni, og held ég að sé óhætt að segja að það hafi loks fullkomnast,“ segir María. Kjúklingaspjót Hráefni: 1000-1200 gr úrbeinuð læri og bringur blandað saman (1 bakki bringur og 1 bakki úrbeinað lærakjöt) 1 dl Caj P BBQ olía Original 1 dl Filippo Berio Extra Virgin ólífuolía 1 msk Síróp að eigin vali, ég notaði Agave 1 msk nýkreistur sítrónusafi 2 tsk fínt salt 1/2 tsk svartur pipar 1 geiralaus hvítlaukur marin eða 4 hvítlauksrif 1 tsk hvítlauksduft garlic powder (ath ekki hvítlaukssalt) 2 tsk laukduft onion powder 1 tsk paprikuduft 1/2 tsk kóríander malað (ég notaði Pottagaldra, það er eins og brúnt krydd en ekki þurrkuð kryddjurt) 1 tsk tímian þurrkað 1 tsk oregano þurrkað 1 tsk turmerik 1 msk Cumin (ekki sama og Kúmen eins og í kringlum) 1/2 tsk cayenne pipar Aðferð: Byrjið á að setja olíurnar í skál og hræra þeim vel saman. Athugið að það þarf að hrista mjög vel Cai P olíuna. Bætið næst sírópinu og sítrónusafanum við og hrærið saman með písk. Svo er að setja öll kryddin út í og hræra vel saman. Skerið næst hverja bringu í fjóra bita þversum, ekki skera í litla gúllasbita því þá verður það of þurrt í grillun. Leyfið lærakjötinu að vera eins og það er nema ef bitar eru mjög stórir skerið það þá í tvennt. Setjið nú kjúklingin út í marineringuna og hrærið mjög vel saman. Setjið svo í kæli með álpappír eða filmu yfir í minnst þrjá tíma, því lengur því betra. Að því loknu eru bitarnir þræddir upp á grillpinna og gott er að hafa smá paprikubita og rauðlauk á milli en því má líka sleppa. Grillið svo spjótin í um 30 mínútur, best að gera fyrst niðri yfir eldinum og setja svo á efri hæðina í lokuðu grillinu til að steikist vel í gegn án þess að verði þurrt kjötið. Alioli sósa Hráefni: 2 1/2 dl sólblómaolía eða önnur bragðlítil olía 2 hvítlauksrif eða 1/2 geiralaus hvítlaukur 1 msk nýkreystur sítrónusafi 1 egg klípa af salti Aðferð: Setjið í djúpt ílát (helst glasið sem fylgir oft með töfrassprotanum) allt sem á að vera í sósunni, skerið bara hvítlaukinn smátt ofan í þarf ekki að merja. Setjið næst töfrasprotann alveg á botninn á ílátinu og ekki hreyfa hann neitt meðan þið byrjið að þeyta Haldið töfrasprotanum alveg kyrrum og notið meðalhraða. Þið sjáið fljótt hvernig byrjar að myndast hvítt fallega glansandi mayones. Þegar er örlítil olía efst en restin er orðin hvít megið þið ýta sprotanum upp og niður ofurhægt í smá stund. Setjið svo í skál og kælið en gott er að gera sósuna um leið og marineringuna og hafa í kæli jafn lengi. Berið hana svo fram samhliða grillspjótunum. Matur Uppskriftir Tengdar fréttir Ævintýrið á Spáni breyttist í martröð Fjórir mánuðir eru liðnir síðan María Gomez hélt til Spánar í það sem hún hélt að yrði aðeins nokkurra vikna dvöl. Hún keypti ættaróðal látinnar frænku og huggðist gera upp, en óvæntar uppákomur settu strik í reikninginn. Þrátt fyrir mótlæti segist María nú hafa lært að elska hægaganginn á Spáni sem hún þoldi ekki í upphafi. 3. desember 2023 10:01 María keypti hús látinnar frænku sinnar á Spáni: „Þetta var allt skrifað í skýin“ María Gomez hefur lengi haldið úti lífstílsbloggi og Instagram reikningi undir vinnuheitinu paz.is. Þar deilir hún girnilegum uppskriftum og hagnýtum ráðum þegar kemur að innanhúshönnun. María tók nýverið algjöra U beyju og festi kaup á húsi í spænska fjallaþorpinu sem hefur átt hug hennar og hjarta í mörg ár. 19. ágúst 2023 09:00 Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
María segir fátt jafn sumarlegt og grillveisla í góðum félagsskap. Grillspjót með fullkomnu alioli að hætti Spánverja eru í algjöru uppáhaldi hjá henni. „Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá mér, því hún er ekki eingöngu geggjuð grilluppskrift, heldur minnir hún mig líka á góða tíma frá Spáni úr barnæsku, sumar og gleði, fiestas og feria (Hátíðir og tívolí). Júlí og ágúst eru miklir fiesta mánuðir á Spáni, en fiesta þýðir hátíð. Fiesta stendur oft yfir í þorpum Spánar í þrjá til fimm daga og eru þær iðulega haldnar úti á torgi þar sem allir dansa, syngja og borða saman auk þess að fullt er um að vera fyrir börn jafnt sem fullorðna. Pinchos er eitt af því sem er næsta víst að þið munið finna á spænskri fiesta eða í tívolíhátíðum á Spáni, og var þetta og er enn í mestu uppáhaldi hjá mér þegar ég fer til Spánar,“ segir María. „Alioli er einnig spænskt en það er dásamlegt hvítlauksmayones sem gert er frá grunni, en þið eigið ekki eftir að trúa því hversu auðvelt og skemmtilegt það er að útbúa það. Það eina sem þarf að eiga til að geta útbúið alioli er töfrasproti. Það þarf ekki nema fimm hráefni í það og tekur aðeins fimm mínútur að gera. Alioli er fullkomin grillsósa með kjúkling og mörgu öðru. Ef þið eigið ekki töfrasprota til verksins þá er líka hægt að kaupa alioli í matvöruverslunum tilbúið. Ég er satt best að segja búin að vera í mörg ár að þróa kryddmarineringu sem er nánast eins og sú sem maður fær á veitingastaðnum Pinchos á Spáni, og held ég að sé óhætt að segja að það hafi loks fullkomnast,“ segir María. Kjúklingaspjót Hráefni: 1000-1200 gr úrbeinuð læri og bringur blandað saman (1 bakki bringur og 1 bakki úrbeinað lærakjöt) 1 dl Caj P BBQ olía Original 1 dl Filippo Berio Extra Virgin ólífuolía 1 msk Síróp að eigin vali, ég notaði Agave 1 msk nýkreistur sítrónusafi 2 tsk fínt salt 1/2 tsk svartur pipar 1 geiralaus hvítlaukur marin eða 4 hvítlauksrif 1 tsk hvítlauksduft garlic powder (ath ekki hvítlaukssalt) 2 tsk laukduft onion powder 1 tsk paprikuduft 1/2 tsk kóríander malað (ég notaði Pottagaldra, það er eins og brúnt krydd en ekki þurrkuð kryddjurt) 1 tsk tímian þurrkað 1 tsk oregano þurrkað 1 tsk turmerik 1 msk Cumin (ekki sama og Kúmen eins og í kringlum) 1/2 tsk cayenne pipar Aðferð: Byrjið á að setja olíurnar í skál og hræra þeim vel saman. Athugið að það þarf að hrista mjög vel Cai P olíuna. Bætið næst sírópinu og sítrónusafanum við og hrærið saman með písk. Svo er að setja öll kryddin út í og hræra vel saman. Skerið næst hverja bringu í fjóra bita þversum, ekki skera í litla gúllasbita því þá verður það of þurrt í grillun. Leyfið lærakjötinu að vera eins og það er nema ef bitar eru mjög stórir skerið það þá í tvennt. Setjið nú kjúklingin út í marineringuna og hrærið mjög vel saman. Setjið svo í kæli með álpappír eða filmu yfir í minnst þrjá tíma, því lengur því betra. Að því loknu eru bitarnir þræddir upp á grillpinna og gott er að hafa smá paprikubita og rauðlauk á milli en því má líka sleppa. Grillið svo spjótin í um 30 mínútur, best að gera fyrst niðri yfir eldinum og setja svo á efri hæðina í lokuðu grillinu til að steikist vel í gegn án þess að verði þurrt kjötið. Alioli sósa Hráefni: 2 1/2 dl sólblómaolía eða önnur bragðlítil olía 2 hvítlauksrif eða 1/2 geiralaus hvítlaukur 1 msk nýkreystur sítrónusafi 1 egg klípa af salti Aðferð: Setjið í djúpt ílát (helst glasið sem fylgir oft með töfrassprotanum) allt sem á að vera í sósunni, skerið bara hvítlaukinn smátt ofan í þarf ekki að merja. Setjið næst töfrasprotann alveg á botninn á ílátinu og ekki hreyfa hann neitt meðan þið byrjið að þeyta Haldið töfrasprotanum alveg kyrrum og notið meðalhraða. Þið sjáið fljótt hvernig byrjar að myndast hvítt fallega glansandi mayones. Þegar er örlítil olía efst en restin er orðin hvít megið þið ýta sprotanum upp og niður ofurhægt í smá stund. Setjið svo í skál og kælið en gott er að gera sósuna um leið og marineringuna og hafa í kæli jafn lengi. Berið hana svo fram samhliða grillspjótunum.
Matur Uppskriftir Tengdar fréttir Ævintýrið á Spáni breyttist í martröð Fjórir mánuðir eru liðnir síðan María Gomez hélt til Spánar í það sem hún hélt að yrði aðeins nokkurra vikna dvöl. Hún keypti ættaróðal látinnar frænku og huggðist gera upp, en óvæntar uppákomur settu strik í reikninginn. Þrátt fyrir mótlæti segist María nú hafa lært að elska hægaganginn á Spáni sem hún þoldi ekki í upphafi. 3. desember 2023 10:01 María keypti hús látinnar frænku sinnar á Spáni: „Þetta var allt skrifað í skýin“ María Gomez hefur lengi haldið úti lífstílsbloggi og Instagram reikningi undir vinnuheitinu paz.is. Þar deilir hún girnilegum uppskriftum og hagnýtum ráðum þegar kemur að innanhúshönnun. María tók nýverið algjöra U beyju og festi kaup á húsi í spænska fjallaþorpinu sem hefur átt hug hennar og hjarta í mörg ár. 19. ágúst 2023 09:00 Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Ævintýrið á Spáni breyttist í martröð Fjórir mánuðir eru liðnir síðan María Gomez hélt til Spánar í það sem hún hélt að yrði aðeins nokkurra vikna dvöl. Hún keypti ættaróðal látinnar frænku og huggðist gera upp, en óvæntar uppákomur settu strik í reikninginn. Þrátt fyrir mótlæti segist María nú hafa lært að elska hægaganginn á Spáni sem hún þoldi ekki í upphafi. 3. desember 2023 10:01
María keypti hús látinnar frænku sinnar á Spáni: „Þetta var allt skrifað í skýin“ María Gomez hefur lengi haldið úti lífstílsbloggi og Instagram reikningi undir vinnuheitinu paz.is. Þar deilir hún girnilegum uppskriftum og hagnýtum ráðum þegar kemur að innanhúshönnun. María tók nýverið algjöra U beyju og festi kaup á húsi í spænska fjallaþorpinu sem hefur átt hug hennar og hjarta í mörg ár. 19. ágúst 2023 09:00