Hetjuleg barátta dugði ekki til sigurs gegn Evrópumeisturunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2024 15:31 Framundan er erfitt verkefni hjá íslenska liðinu gegn ríkjandi Evrópumeisturum Ungverjalands. HSÍ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri laut í lægra haldi gegn Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi í framlengdum leik átta liða úrslitum á HM í kvöld. Stelpurnar okkar sýndu hetjulega baráttu í leiknum. Fyrir leik var ljóst að stelpurnar okkar myndu þurfa að hitta á sinn besta dag til þess að skáka öflugu liði Ungverjalands. Íslenska liðið hafði þó sýnt það fram að leik dagsins á mótinu að þær voru til alls líklegar. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir bæði lið því eftir aðeins um eina mínútu fór rafmagnið af höllinni í Norður-Makedóníu þar sem að leikurinn fór fram og fór svo að ekki tókst að hefja leika aftur fyrr en tuttugu mínútum síðar. Leikar stóðu 19-12 Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi, sjö marka forysta þeim í vil í hálfleik. Stelpurnar okkar bitu þó frá sér í seinni hálfleik og náðu fljótt að saxa á forystu Evrópumeistaranna og skildu aðeins tvö mörk liðin að þegar að fjórar mínútur eftir lifðu af leiknum, 28-26, Ungverjum í vil. Það býr mikill kraftur í okkar stelpum sem náðu að minnka muninn niður í eitt mark þegar að innan við mínúta eftir lifði leiks. 29-28, Ungverjarnir brunuðu síðan í sókn en töpuðu boltanum. Tækifæri fyrir Ísland að jafna leikinn. Íslensku stelpurnar geystust fram í sókn og fengu vítakast. Lilja Ágústsdóttir skoraði úr því vítakasti og jafnaði leikinn. Hreint út sagt lygileg endurkoma hjá okkar stelpum sem knúðu fram framlengingu eftir að hafa brúað sjö marka forystu Evrópumeistaranna frá því í háflleik. Ungverjarnir reyndust þó sterkari í framlengingunni og fóru að lokum með þriggja marka sigur af hólmi, 34-31. Það verður þó ekki tekið af stelpunum okkar að barátta þeirra var hetjuleg með meiru. Íslenska liðið mun í framhaldinu leika um sæti fimm til átta á HM. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að stelpurnar okkar myndu þurfa að hitta á sinn besta dag til þess að skáka öflugu liði Ungverjalands. Íslenska liðið hafði þó sýnt það fram að leik dagsins á mótinu að þær voru til alls líklegar. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir bæði lið því eftir aðeins um eina mínútu fór rafmagnið af höllinni í Norður-Makedóníu þar sem að leikurinn fór fram og fór svo að ekki tókst að hefja leika aftur fyrr en tuttugu mínútum síðar. Leikar stóðu 19-12 Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi, sjö marka forysta þeim í vil í hálfleik. Stelpurnar okkar bitu þó frá sér í seinni hálfleik og náðu fljótt að saxa á forystu Evrópumeistaranna og skildu aðeins tvö mörk liðin að þegar að fjórar mínútur eftir lifðu af leiknum, 28-26, Ungverjum í vil. Það býr mikill kraftur í okkar stelpum sem náðu að minnka muninn niður í eitt mark þegar að innan við mínúta eftir lifði leiks. 29-28, Ungverjarnir brunuðu síðan í sókn en töpuðu boltanum. Tækifæri fyrir Ísland að jafna leikinn. Íslensku stelpurnar geystust fram í sókn og fengu vítakast. Lilja Ágústsdóttir skoraði úr því vítakasti og jafnaði leikinn. Hreint út sagt lygileg endurkoma hjá okkar stelpum sem knúðu fram framlengingu eftir að hafa brúað sjö marka forystu Evrópumeistaranna frá því í háflleik. Ungverjarnir reyndust þó sterkari í framlengingunni og fóru að lokum með þriggja marka sigur af hólmi, 34-31. Það verður þó ekki tekið af stelpunum okkar að barátta þeirra var hetjuleg með meiru. Íslenska liðið mun í framhaldinu leika um sæti fimm til átta á HM.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Sjá meira