Margir feitir bitar með lausa samninga Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 23:30 Tyrese Maxey gæti orðið eftirsóttur í sumar vísir/Getty Framundan gæti verið töluvert fjör á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar en fjölmargir öflugir leikmenn eru með lausa samninga. Samningar margra þeirra eru þó ekki laflausir en þann 30. júní næstkomandi mega lið semja við nýja leikmenn. Markaðurinn er kvikur og margt sem getur breyst á stuttum tíma, en vefsíðan HoopsHype hefur tekið saman lista yfir þá leikmenn sem ritstjórn miðilsins telur vera feitustu bitana á markaðnum. Hér á eftir eru fimm efstu nöfnin á þeirra blaði. 1. Tyrese Maxey Leikstjórnandi 76ers, Tyrese Maxey, er efstur á blaði að mati HoopsHype. Hinn 23 ára Maxey átti frábært tímabil í vetur, skoraði tæp 26 stig í leik og gaf rúmar sex stoðsendingar. Maxey er með svokallað „qualifying offer“ frá 76ers fyrir næsta tímabil sem liðið hefur þegar boðið honum, 8.486.620 dollara í árslaun. Maxey gæti þó sennilega samið um töluvert hærri laun og lengri samning. 2. Paul George George er kominn af léttasta skeiði, orðinn 34 ára, en spilaði þó 74 leiki með Clippers í vetur og skilaði rúmlega 22 stigum að meðaltali og fimm fráköstum. Þá er hann mjög stöðug skytta og skaut 41,3 prósent fyrir utan í vetur. George var með laufléttar 45,6 milljónir í laun í vetur og er með svokallað „player option“ í sínum samningi fyrir næsta tímabil. Kjósi hann að framlengja samninginn um eitt ár fær hann 48,7 milljónir í laun. Hann er þó sagður vilja framlengja til fjögurra ára og Clippers hafa ekki boðið honum slíka framlengingu. Hefur hann m.a. verið orðaður við 76ers 3. LeBron James Er LeBron James yfirhöfuð á leið á leikmannamarkaðinn? James, sem verður fertugur 30. desember, hefur leikið með Lakers síðan 2018 og er með „player option“ fyrir næsta tímabil sem myndi tryggja honum 51,4 milljónir í árslaun. Hann er þó talinn líklegur til að afþakka þá framlengingu en að sama skapi talinn líklegur til að semja aftur við Lakers. Ef hann afþakkar auka árið gerist tvennt. Hann getur vissulega samið við hvaða lið sem ef honum dettur í hug en ef hann gerir nýjan samning við Lakers getur hann sett inn nýtt ákvæði sem meinar liðinu að skipta honum í annað lið. Ákveði James að fara þessa leið mun hann lækka örlítið í launum en ætti þó ekki að vera á flæðiskeri staddur en hann hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á ferli sínum í NBA. 4. OG Anunoby Næstur á lista HoopsHype er OG Anunoby, leikmaður New York Knicks. Hann er með „player option“ fyrir næsta tímabil með laun upp á tæpar 20 milljónir en allt hvísl bendir til þess að hann muni afþakka þann valmöguleika og gera nýjan langtímasamning við Knicks. Nema auðvitað að eitthvað annað lið stökkvi inn og bjóði framherjanum breska svimandi háar upphæðir en Anunoby skoraði tæp 15 stig í leik í vetur og tók fjögur fráköst. 5. James Harden Harden er í raun eini leikmaðurinn á þessum lista sem er laus allra mála og getur samið við hvaða lið sem er án nokkurra kvaða. Harden, sem verður 35 ára í ágúst, hefur hoppað nokkuð reglulega á milli liða síðan hann yfirgaf Houston Rockets haustið 2020 og er sennilega ekki jafn eftirsóttur og oft áður. Clippers þurftu að leggja ýmislegt á sig til að landa Harden fyrir tímabilið og eru mestar líkur taldar á að hann verði áfram í herbúðum þeirra. Hann þénaði 35,6 milljónir í vetur og eru ágætis líkur á að hann semji að lokum um eitthvað svipað, eða um 70 milljónir til tveggja ára. Körfubolti NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Markaðurinn er kvikur og margt sem getur breyst á stuttum tíma, en vefsíðan HoopsHype hefur tekið saman lista yfir þá leikmenn sem ritstjórn miðilsins telur vera feitustu bitana á markaðnum. Hér á eftir eru fimm efstu nöfnin á þeirra blaði. 1. Tyrese Maxey Leikstjórnandi 76ers, Tyrese Maxey, er efstur á blaði að mati HoopsHype. Hinn 23 ára Maxey átti frábært tímabil í vetur, skoraði tæp 26 stig í leik og gaf rúmar sex stoðsendingar. Maxey er með svokallað „qualifying offer“ frá 76ers fyrir næsta tímabil sem liðið hefur þegar boðið honum, 8.486.620 dollara í árslaun. Maxey gæti þó sennilega samið um töluvert hærri laun og lengri samning. 2. Paul George George er kominn af léttasta skeiði, orðinn 34 ára, en spilaði þó 74 leiki með Clippers í vetur og skilaði rúmlega 22 stigum að meðaltali og fimm fráköstum. Þá er hann mjög stöðug skytta og skaut 41,3 prósent fyrir utan í vetur. George var með laufléttar 45,6 milljónir í laun í vetur og er með svokallað „player option“ í sínum samningi fyrir næsta tímabil. Kjósi hann að framlengja samninginn um eitt ár fær hann 48,7 milljónir í laun. Hann er þó sagður vilja framlengja til fjögurra ára og Clippers hafa ekki boðið honum slíka framlengingu. Hefur hann m.a. verið orðaður við 76ers 3. LeBron James Er LeBron James yfirhöfuð á leið á leikmannamarkaðinn? James, sem verður fertugur 30. desember, hefur leikið með Lakers síðan 2018 og er með „player option“ fyrir næsta tímabil sem myndi tryggja honum 51,4 milljónir í árslaun. Hann er þó talinn líklegur til að afþakka þá framlengingu en að sama skapi talinn líklegur til að semja aftur við Lakers. Ef hann afþakkar auka árið gerist tvennt. Hann getur vissulega samið við hvaða lið sem ef honum dettur í hug en ef hann gerir nýjan samning við Lakers getur hann sett inn nýtt ákvæði sem meinar liðinu að skipta honum í annað lið. Ákveði James að fara þessa leið mun hann lækka örlítið í launum en ætti þó ekki að vera á flæðiskeri staddur en hann hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á ferli sínum í NBA. 4. OG Anunoby Næstur á lista HoopsHype er OG Anunoby, leikmaður New York Knicks. Hann er með „player option“ fyrir næsta tímabil með laun upp á tæpar 20 milljónir en allt hvísl bendir til þess að hann muni afþakka þann valmöguleika og gera nýjan langtímasamning við Knicks. Nema auðvitað að eitthvað annað lið stökkvi inn og bjóði framherjanum breska svimandi háar upphæðir en Anunoby skoraði tæp 15 stig í leik í vetur og tók fjögur fráköst. 5. James Harden Harden er í raun eini leikmaðurinn á þessum lista sem er laus allra mála og getur samið við hvaða lið sem er án nokkurra kvaða. Harden, sem verður 35 ára í ágúst, hefur hoppað nokkuð reglulega á milli liða síðan hann yfirgaf Houston Rockets haustið 2020 og er sennilega ekki jafn eftirsóttur og oft áður. Clippers þurftu að leggja ýmislegt á sig til að landa Harden fyrir tímabilið og eru mestar líkur taldar á að hann verði áfram í herbúðum þeirra. Hann þénaði 35,6 milljónir í vetur og eru ágætis líkur á að hann semji að lokum um eitthvað svipað, eða um 70 milljónir til tveggja ára.
Körfubolti NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira