Ronaldinho hættur að horfa á Brasilíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 08:01 Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen í leik Barcelona og Chelsea á sínum tíma. Phil Cole/Getty Images Brasilíska goðsögnin Ronaldinho segist hættur að horfa á brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu og sömu leiðis hættur að fagna þegar liðið sigrar. Hinn 44 ára gamli Ronaldo de Assis Moreira, betur þekktur sem Ronaldinho, var á sínum tíma besti leikmaður heims. Frægðarsól hans reis hvað hæst þegar hann spilaði með Barcelona árin 2003 til 2008 en hann varð jafnframt heimsmeistari með Brasilíu á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Alls spilaði hann 97 A-landsleiki á ferli sínum og í raun aldrei verið langt undan þegar brasilíska landsliðið er að spila. Það er þangað til nú. Það styttist í að Suður-Ameríkukeppnin fari af stað en Ronaldinho ætlar sér ekki að horfa á einn leik með Brasilíu. „Ég hef fengið nóg. Þetta er sorglegt augnablik fyrir þau sem elska brasilíska landsliðið. Það er erfitt að finna viljann til að horfa á leiki. Þetta er eitt versta lið sem Brasilíu hefur boðið upp á undanfarin ár, engir virðingarverðir leiðtogar og í raun ekkert nema miðlungs leikmenn,“ sagði landsliðsmaðurinn fyrrverandi um stöðu mála í brasilíska landsliðinu. Ronaldinho on Instagram does NOT hold back on Brazil. 🤯🇧🇷 pic.twitter.com/MgpiTy2L3e— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) June 15, 2024 Hann var þó ekki hættur. „Ég man ekki til þess að staðan hafi verið verri. Það vantar alla ástríðu fyrir treyjunni sem og alla ástríðu fyrir góðum fótbolta.“ „Frammistöður okkar hafa verið einhverjar þær verstu sem ég hef séð. Það er synd og skömm,“ sagði Ronaldinho að endingu. Brasilía er í D-riðli Suður-Ameríkukeppninnar ásamt Kólumbíu, Paragvæ og Kosta Ríka. Fótbolti Copa América Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Ronaldo de Assis Moreira, betur þekktur sem Ronaldinho, var á sínum tíma besti leikmaður heims. Frægðarsól hans reis hvað hæst þegar hann spilaði með Barcelona árin 2003 til 2008 en hann varð jafnframt heimsmeistari með Brasilíu á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Alls spilaði hann 97 A-landsleiki á ferli sínum og í raun aldrei verið langt undan þegar brasilíska landsliðið er að spila. Það er þangað til nú. Það styttist í að Suður-Ameríkukeppnin fari af stað en Ronaldinho ætlar sér ekki að horfa á einn leik með Brasilíu. „Ég hef fengið nóg. Þetta er sorglegt augnablik fyrir þau sem elska brasilíska landsliðið. Það er erfitt að finna viljann til að horfa á leiki. Þetta er eitt versta lið sem Brasilíu hefur boðið upp á undanfarin ár, engir virðingarverðir leiðtogar og í raun ekkert nema miðlungs leikmenn,“ sagði landsliðsmaðurinn fyrrverandi um stöðu mála í brasilíska landsliðinu. Ronaldinho on Instagram does NOT hold back on Brazil. 🤯🇧🇷 pic.twitter.com/MgpiTy2L3e— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) June 15, 2024 Hann var þó ekki hættur. „Ég man ekki til þess að staðan hafi verið verri. Það vantar alla ástríðu fyrir treyjunni sem og alla ástríðu fyrir góðum fótbolta.“ „Frammistöður okkar hafa verið einhverjar þær verstu sem ég hef séð. Það er synd og skömm,“ sagði Ronaldinho að endingu. Brasilía er í D-riðli Suður-Ameríkukeppninnar ásamt Kólumbíu, Paragvæ og Kosta Ríka.
Fótbolti Copa América Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira