Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Ingólfstorgi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 11:22 Meint árás er sögð hafa verið framin við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna meintrar stunguárásar sem er sögð hafa verið framin utandyra við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur í júní 2021. Manninum er gefið að sök að reyna að svipta annan mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og stinga hann í kviðinn. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni „mjög umfangsmikla og lífshættulega áverka á kviðarholslíffærum og ósæð í kvið.“ Fram kemur í ákæru að hann hafi hlotið fimm til sex sentímetra langan opinn skurð á kviði sem hafi náð í gegnum maga inn að kviðarholsæð. Þá hafi hann orðið fyrir miklum innvortis blæðingum vegna þessa. Fram kemur að hann hafi þurft að undirgangast tvær stórar aðgerðir vegna árásarinnar, en þær sem og önnur meðferð eru sagðar hafa bjargað lífi hans. Einnig hlaut meðurinn þriggja sentímetra langan skurð á vísifingri. Rannsökuðu bílabrennur í tengslum við málið Nokkuð var fjallað um árásina í fjölmiðlum árið 2021. Til að mynda var greint frá því að lögreglan rannsakaði hvort bílbrunar sem áttu sér stað í kjölfar árásarinnar tengdust málinu. Þá óskaði lögreglan ítrekað eftir upplýsingum sem fólk gæti haft um málið. Fram kom að lögreglan hefði skoðað myndefni úr öryggismyndavélum við rannsóknina og rætt við fjölda vitna. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Hnífstunguárás við Ingólfstorg Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Manninum er gefið að sök að reyna að svipta annan mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og stinga hann í kviðinn. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni „mjög umfangsmikla og lífshættulega áverka á kviðarholslíffærum og ósæð í kvið.“ Fram kemur í ákæru að hann hafi hlotið fimm til sex sentímetra langan opinn skurð á kviði sem hafi náð í gegnum maga inn að kviðarholsæð. Þá hafi hann orðið fyrir miklum innvortis blæðingum vegna þessa. Fram kemur að hann hafi þurft að undirgangast tvær stórar aðgerðir vegna árásarinnar, en þær sem og önnur meðferð eru sagðar hafa bjargað lífi hans. Einnig hlaut meðurinn þriggja sentímetra langan skurð á vísifingri. Rannsökuðu bílabrennur í tengslum við málið Nokkuð var fjallað um árásina í fjölmiðlum árið 2021. Til að mynda var greint frá því að lögreglan rannsakaði hvort bílbrunar sem áttu sér stað í kjölfar árásarinnar tengdust málinu. Þá óskaði lögreglan ítrekað eftir upplýsingum sem fólk gæti haft um málið. Fram kom að lögreglan hefði skoðað myndefni úr öryggismyndavélum við rannsóknina og rætt við fjölda vitna. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst þriggja milljóna króna í miskabætur
Hnífstunguárás við Ingólfstorg Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira