Réðu nýjan þjálfara sama dag og Solskjær var orðaður við félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 21:15 Solskjær hefur ekki þjálfað síðan 2021. John Walton/Getty Images Fyrr í dag virtist sem Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, væri við það að taka við Bestiktas í tyrknesku úrvalsdeild karla í fótbolta. Sá orðrómur virtist byggður á sandi þar sem Giovanni Van Bronckhorst er tekinn við liðinu. Besiktas var sagt hafa mikinn áhuga á að ráða hinn 51 árs gamla Norðmann sem hefur ekki þjálfað síðan hann lét af störfum hjá Man United árið 2021. Það er ESPN sem greindi frá. Þar segir að samkomulagið sé ekki í höfn en Besiktas sé vongott um að ná að semja við framherjann fyrrverandi. 🚨🇳🇴 Ole Gunnar Solskjær is close to becoming the new manager of Beşiktaş, reports @ESPN! 🦅Turkish football spicing things up with the managerial market. 🇹🇷👀 pic.twitter.com/G1YExQsU8N— EuroFoot (@eurofootcom) June 5, 2024 Solskjær hefur ekki tekið að sér þjálfarastarf síðan hann var látinn fara frá Man United haustið 2021. Besiktas hefur verið í þjálfaraleit síðan í apríl þegar liðið lét Fernando Santos fara. Upphaflega horfði Besiktas til Solskjær áður en það réð Santos. Einhver hjá ESPN virðist hafa verið dreginn á asnaeyrum því ekki löngu eftir að fréttin með Solskjær fór í loftið var Besiktas búið að tilkynna nýjan þjálfara og sá er hvorki frá Noregi og spilaði aldrei með Man United. Hinn 49 ára gamli Van Bronckhorst átti hins vegar farsælan feril og spilaði meðal annars með stórliðum á borð við Arsenal, Barcelona, Rangers og Feyenoord í heimalandinu. Þá spilaði hann 106 A-landsleiki. Hollendingurinn hóf þjálfaraferil sinn hjá Feyenoord og var þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til Kína áður en hann tók við Rangers í Skotlandi árið 2021, sléttum 20 árum eftir að hann yfirgef félagið sem leikmaður. Þar var hann aðeins í eitt ár eða til ársins 2022 og hefur verið án starfs síðan. Það er þangað til í dag þegar hann var tilkynntur sem nýr þjálfari Besiktas. Beşiktaş'a hoş geldin Giovanni van Bronckhorst! 🦅#WelkomGvB pic.twitter.com/GEXIpWuvcq— Beşiktaş JK (@Besiktas) June 5, 2024 Tyrkneska liðið átti erfitt uppdráttar í deildinni á nýafstöðnu tímabili og endaði heilum 46 stigum á eftir meisturum Galatasaray. Besiktas varð hins vegar bikarmeistari og spilar því í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. Fótbolti Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36 Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36 Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Besiktas var sagt hafa mikinn áhuga á að ráða hinn 51 árs gamla Norðmann sem hefur ekki þjálfað síðan hann lét af störfum hjá Man United árið 2021. Það er ESPN sem greindi frá. Þar segir að samkomulagið sé ekki í höfn en Besiktas sé vongott um að ná að semja við framherjann fyrrverandi. 🚨🇳🇴 Ole Gunnar Solskjær is close to becoming the new manager of Beşiktaş, reports @ESPN! 🦅Turkish football spicing things up with the managerial market. 🇹🇷👀 pic.twitter.com/G1YExQsU8N— EuroFoot (@eurofootcom) June 5, 2024 Solskjær hefur ekki tekið að sér þjálfarastarf síðan hann var látinn fara frá Man United haustið 2021. Besiktas hefur verið í þjálfaraleit síðan í apríl þegar liðið lét Fernando Santos fara. Upphaflega horfði Besiktas til Solskjær áður en það réð Santos. Einhver hjá ESPN virðist hafa verið dreginn á asnaeyrum því ekki löngu eftir að fréttin með Solskjær fór í loftið var Besiktas búið að tilkynna nýjan þjálfara og sá er hvorki frá Noregi og spilaði aldrei með Man United. Hinn 49 ára gamli Van Bronckhorst átti hins vegar farsælan feril og spilaði meðal annars með stórliðum á borð við Arsenal, Barcelona, Rangers og Feyenoord í heimalandinu. Þá spilaði hann 106 A-landsleiki. Hollendingurinn hóf þjálfaraferil sinn hjá Feyenoord og var þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til Kína áður en hann tók við Rangers í Skotlandi árið 2021, sléttum 20 árum eftir að hann yfirgef félagið sem leikmaður. Þar var hann aðeins í eitt ár eða til ársins 2022 og hefur verið án starfs síðan. Það er þangað til í dag þegar hann var tilkynntur sem nýr þjálfari Besiktas. Beşiktaş'a hoş geldin Giovanni van Bronckhorst! 🦅#WelkomGvB pic.twitter.com/GEXIpWuvcq— Beşiktaş JK (@Besiktas) June 5, 2024 Tyrkneska liðið átti erfitt uppdráttar í deildinni á nýafstöðnu tímabili og endaði heilum 46 stigum á eftir meisturum Galatasaray. Besiktas varð hins vegar bikarmeistari og spilar því í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36 Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36 Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36
Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36
Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01