„Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 15:05 Linda segir heiðurstengt ofbeldi alltaf mjög alvarlegt en sem betur fer séu málin fá sem hafi komið upp á Íslandi. Vísir/Vilhelm Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. „Ég get talið það á fingrum annarrar handar hversu mörg svona mál hafa ratað á okkar borð,“ segir Linda Dröfn í samtali við fréttastofu. Fram kemur í ákæru málsins að konan leitaði til Kvennaathvarfsins. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. Þá kemur fram í ákæru að konan hafi óttast að hún eða dætur hennar yrðu fórnarlömb heiðursmorða. Fá mál en margslungin Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður hennar og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. „Við erum með mörg stór fjölskyldumál þar sem ofbeldið hríslast um alla fjölskylduna. En þar sem við erum með beint heiðurstengt ofbeldi. Þar sem fjölskyldumeðlimir sitja um konuna og hóta henni og hún er talin í hættu, þá eru málin mjög fá. En þau eru margslungin,“ segir Linda Dröfn og heldur áfram: „Auðvitað er heiðurstengt ofbeldi alltaf þung, erfið og flókin mál. Þetta er eitthvað nýtt sem við erum að eiga við í okkar samfélagi. En það er mikilvægt að það komi fram að þetta eru afskaplega fá mál og að ofbeldi í nánu sambandi og innan fjölskyldna er alltaf þungt, og ekkert minna þungt en þegar um er að ræða heiðurstengda glæpi.“ Mikill fjöldi gerenda Linda segir muninn á þessum málum aðallega þann fjölda sem kemur að málunum er kemur að gerendum og þolendum. Í heiðurstengdum glæpum sé yfirleitt fjöldi gerenda sem tengist þolandi fjölskylduböndum. Í öðrum málum þar sem um er að ræða ofbeldi í nánum samböndum sé oftast einn gerandi og einn eða fleiri þolandi. „Það er mikilvægt að muna að langflest málin sem koma upp hér á landi eru ofbeldi í nánu sambandi. Langoftast af hendi maka þar sem allir í fjölskyldunni eru undir. Sama hvort það eru börnin sem eru vitni að ofbeldinu eða verða fyrir því eða makinn. Þetta eru ofboðslega flókin og þung mál sem hafa keðjuverkandi áhrif innan fjölskyldna, alveg jafnt og þessi heiðurstengdu mál.“ Hún bendir á að svona mál komi líka upp á Íslandi. Þar sem þolandi stígur ekki fram vegna andlegs ofbeldis af hendi fjölskyldu geranda. Sem hafi jafnvel í hótunum. „Við sjáum þetta í litlum samfélögum á Íslandi þar sem kona ætlar að stíga fram en helmingur samfélagsins snýst gegn henni og hún þarf að flýja samfélagið. Þetta eru alíslensk dæmi. Það er ekkert annað en samfélagslegt ofbeldi.“ Megi ekki vanmeta málin Linda Dröfn segist hrædd við ofuráherslu á heiðurstengt ofbeldi tengt þessu máli. Málin séu fá en það megi á sama tíma ekki vanmeta þau. Áríðandi sé að þjálfa fagfólk í að bera kennsl á og nálgast slík mál. Þau séu margslungin og tengist oft öðrum menningarheimi. „En í grunninn er þetta allt ofbeldi í nánum samböndum og það er faraldur sem er að grassera á Íslandi. Við megum ekki gleyma því. Gerendur og þolendur eru af öllum stéttum samfélagsins, með allan bakgrunn og algjörlega í takt við almennt þýði Hagstofunnar. En gerendur eru langoftast karlmenn og þetta er kynbundið ofbeldi.“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún óttast að fólk alhæfi út frá máli um heiðurstengt ofbeldi sem verður tekið fyrir í héraðsdómi.Vísir/Vilhelm Hún segir meira valdaójafnvægi í ofbeldismálum sem tengjast konum af erlendum uppruna. Félagslegu tengslin og netið sé oftast ekkert eða lítil og því verði málin oft stærri og þyngri. Í langflestum tilfellum séu málin sem til þeirra koma samt þannig að um er að ræða íslenska karlmenn sem eru að misnota sér neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. „Þessir menn sitja um þessar konur,“ segir Linda og að mörg slík dæmi hafi til dæmis komið upp er varðar úkraínskar konur sem hafi komið hingað einar og séu í húsnæðis- og atvinnuleit. „Gerendur nýta sér bága stöðu þeirra. Á Íslandi er faraldur í ofbeldi í nánum samböndum og heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál. Maður er hræddur við að fréttum af svona málum fylgi alhæfingar en við skulum muna að við Íslendingar erum ansi vel iðin við þetta sjálf,“ segir Linda og að ofbeldi hafi ekki aukist vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara. Tveir ásar sem upplifa mikla skömm Hún segir heiðurstengt ofbeldi í mikilli umræðu meðal fagfólks á öllum Norðurlöndunum. Það þekki flestir einkennin og geti brugðist við. Hún telur þessi mál ekki fá að grassera lengur en önnur mál áður en brugðist er við. „Ofbeldi í nánum samböndum fær bara oftast að viðgangast lengi áður en það bullar upp á yfirborðið. Skömmin er mikil og því hærra sem þú ferð. Þetta eru eiginlega svona tvær öfgar. Konurnar sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki úrræði, sem eru þá oftast konur af erlendum uppruna,“ segir Linda og þá séu gerendur oft Íslendingar sem geti hótað að taka börnin eða hafa áhrif á dvalarleyfi. „Svo erum við með konur í efri stigum samfélagsins, framkvæmdastjórana. Þá er skömmin svo mikil því þegar þær koma heim hafa þær engin völd og eru beittar ofbeldi. Við erum með þessa tvo ása af skömm og bullandi ofbeldi.“ Til Kvennaathvarfsins komu í fyrra alls 214 konur og börn. Ráðgjafar samtakanna veittu um 1.400 viðtöl vegna ofbeldis. 122 konur dvöldu í atvarfinu í Reykjavík í fyrra og 77 börn. 70 prósent þeirra sem leituðu til Kvennaathvarfsins voru af íslenskum uppruna. Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Palestína Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Niðurskurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land. 22. maí 2024 22:31 Viðhorf breytist ekki við það bara að klæða sig í lögreglubúning Sérfræðingar frá UN Women vinna nú að því að taka út lögreglufræðikennslu á Íslandi og inntökuprófið í til dæmis sérsveitina út frá kynjajafnrétti. Verkefninu stýra þau Jane Townsley og Gerry Campbell sem bæði störfuðu áður sem lögreglumenn en vinna nú að samþættingu kynjajafnréttis innan lögreglu um allan heim. Bæði voru þau á landinu í vikunni. 10. maí 2024 15:11 Um 130 skráðar komur vegna heimilisofbeldis á bráðamóttöku Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis hefur verið stórbætt síðasta árið á Landspítalanum. Lögum hefur verið breytt sem auðveldar samskipti við lögreglu auk þess stöðugildum í sérstöku heimilisofbeldisteymi hefur verið fjölgað. 26. desember 2023 18:58 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
„Ég get talið það á fingrum annarrar handar hversu mörg svona mál hafa ratað á okkar borð,“ segir Linda Dröfn í samtali við fréttastofu. Fram kemur í ákæru málsins að konan leitaði til Kvennaathvarfsins. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. Þá kemur fram í ákæru að konan hafi óttast að hún eða dætur hennar yrðu fórnarlömb heiðursmorða. Fá mál en margslungin Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður hennar og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. „Við erum með mörg stór fjölskyldumál þar sem ofbeldið hríslast um alla fjölskylduna. En þar sem við erum með beint heiðurstengt ofbeldi. Þar sem fjölskyldumeðlimir sitja um konuna og hóta henni og hún er talin í hættu, þá eru málin mjög fá. En þau eru margslungin,“ segir Linda Dröfn og heldur áfram: „Auðvitað er heiðurstengt ofbeldi alltaf þung, erfið og flókin mál. Þetta er eitthvað nýtt sem við erum að eiga við í okkar samfélagi. En það er mikilvægt að það komi fram að þetta eru afskaplega fá mál og að ofbeldi í nánu sambandi og innan fjölskyldna er alltaf þungt, og ekkert minna þungt en þegar um er að ræða heiðurstengda glæpi.“ Mikill fjöldi gerenda Linda segir muninn á þessum málum aðallega þann fjölda sem kemur að málunum er kemur að gerendum og þolendum. Í heiðurstengdum glæpum sé yfirleitt fjöldi gerenda sem tengist þolandi fjölskylduböndum. Í öðrum málum þar sem um er að ræða ofbeldi í nánum samböndum sé oftast einn gerandi og einn eða fleiri þolandi. „Það er mikilvægt að muna að langflest málin sem koma upp hér á landi eru ofbeldi í nánu sambandi. Langoftast af hendi maka þar sem allir í fjölskyldunni eru undir. Sama hvort það eru börnin sem eru vitni að ofbeldinu eða verða fyrir því eða makinn. Þetta eru ofboðslega flókin og þung mál sem hafa keðjuverkandi áhrif innan fjölskyldna, alveg jafnt og þessi heiðurstengdu mál.“ Hún bendir á að svona mál komi líka upp á Íslandi. Þar sem þolandi stígur ekki fram vegna andlegs ofbeldis af hendi fjölskyldu geranda. Sem hafi jafnvel í hótunum. „Við sjáum þetta í litlum samfélögum á Íslandi þar sem kona ætlar að stíga fram en helmingur samfélagsins snýst gegn henni og hún þarf að flýja samfélagið. Þetta eru alíslensk dæmi. Það er ekkert annað en samfélagslegt ofbeldi.“ Megi ekki vanmeta málin Linda Dröfn segist hrædd við ofuráherslu á heiðurstengt ofbeldi tengt þessu máli. Málin séu fá en það megi á sama tíma ekki vanmeta þau. Áríðandi sé að þjálfa fagfólk í að bera kennsl á og nálgast slík mál. Þau séu margslungin og tengist oft öðrum menningarheimi. „En í grunninn er þetta allt ofbeldi í nánum samböndum og það er faraldur sem er að grassera á Íslandi. Við megum ekki gleyma því. Gerendur og þolendur eru af öllum stéttum samfélagsins, með allan bakgrunn og algjörlega í takt við almennt þýði Hagstofunnar. En gerendur eru langoftast karlmenn og þetta er kynbundið ofbeldi.“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún óttast að fólk alhæfi út frá máli um heiðurstengt ofbeldi sem verður tekið fyrir í héraðsdómi.Vísir/Vilhelm Hún segir meira valdaójafnvægi í ofbeldismálum sem tengjast konum af erlendum uppruna. Félagslegu tengslin og netið sé oftast ekkert eða lítil og því verði málin oft stærri og þyngri. Í langflestum tilfellum séu málin sem til þeirra koma samt þannig að um er að ræða íslenska karlmenn sem eru að misnota sér neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. „Þessir menn sitja um þessar konur,“ segir Linda og að mörg slík dæmi hafi til dæmis komið upp er varðar úkraínskar konur sem hafi komið hingað einar og séu í húsnæðis- og atvinnuleit. „Gerendur nýta sér bága stöðu þeirra. Á Íslandi er faraldur í ofbeldi í nánum samböndum og heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál. Maður er hræddur við að fréttum af svona málum fylgi alhæfingar en við skulum muna að við Íslendingar erum ansi vel iðin við þetta sjálf,“ segir Linda og að ofbeldi hafi ekki aukist vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara. Tveir ásar sem upplifa mikla skömm Hún segir heiðurstengt ofbeldi í mikilli umræðu meðal fagfólks á öllum Norðurlöndunum. Það þekki flestir einkennin og geti brugðist við. Hún telur þessi mál ekki fá að grassera lengur en önnur mál áður en brugðist er við. „Ofbeldi í nánum samböndum fær bara oftast að viðgangast lengi áður en það bullar upp á yfirborðið. Skömmin er mikil og því hærra sem þú ferð. Þetta eru eiginlega svona tvær öfgar. Konurnar sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki úrræði, sem eru þá oftast konur af erlendum uppruna,“ segir Linda og þá séu gerendur oft Íslendingar sem geti hótað að taka börnin eða hafa áhrif á dvalarleyfi. „Svo erum við með konur í efri stigum samfélagsins, framkvæmdastjórana. Þá er skömmin svo mikil því þegar þær koma heim hafa þær engin völd og eru beittar ofbeldi. Við erum með þessa tvo ása af skömm og bullandi ofbeldi.“ Til Kvennaathvarfsins komu í fyrra alls 214 konur og börn. Ráðgjafar samtakanna veittu um 1.400 viðtöl vegna ofbeldis. 122 konur dvöldu í atvarfinu í Reykjavík í fyrra og 77 börn. 70 prósent þeirra sem leituðu til Kvennaathvarfsins voru af íslenskum uppruna.
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Palestína Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Niðurskurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land. 22. maí 2024 22:31 Viðhorf breytist ekki við það bara að klæða sig í lögreglubúning Sérfræðingar frá UN Women vinna nú að því að taka út lögreglufræðikennslu á Íslandi og inntökuprófið í til dæmis sérsveitina út frá kynjajafnrétti. Verkefninu stýra þau Jane Townsley og Gerry Campbell sem bæði störfuðu áður sem lögreglumenn en vinna nú að samþættingu kynjajafnréttis innan lögreglu um allan heim. Bæði voru þau á landinu í vikunni. 10. maí 2024 15:11 Um 130 skráðar komur vegna heimilisofbeldis á bráðamóttöku Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis hefur verið stórbætt síðasta árið á Landspítalanum. Lögum hefur verið breytt sem auðveldar samskipti við lögreglu auk þess stöðugildum í sérstöku heimilisofbeldisteymi hefur verið fjölgað. 26. desember 2023 18:58 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
Niðurskurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land. 22. maí 2024 22:31
Viðhorf breytist ekki við það bara að klæða sig í lögreglubúning Sérfræðingar frá UN Women vinna nú að því að taka út lögreglufræðikennslu á Íslandi og inntökuprófið í til dæmis sérsveitina út frá kynjajafnrétti. Verkefninu stýra þau Jane Townsley og Gerry Campbell sem bæði störfuðu áður sem lögreglumenn en vinna nú að samþættingu kynjajafnréttis innan lögreglu um allan heim. Bæði voru þau á landinu í vikunni. 10. maí 2024 15:11
Um 130 skráðar komur vegna heimilisofbeldis á bráðamóttöku Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis hefur verið stórbætt síðasta árið á Landspítalanum. Lögum hefur verið breytt sem auðveldar samskipti við lögreglu auk þess stöðugildum í sérstöku heimilisofbeldisteymi hefur verið fjölgað. 26. desember 2023 18:58