AGS leggur til skattahækkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 11:53 Magnus Saxegaard formaður sendinefndar AGS. vísir/Sigurjón Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til að stjórnvöld hækki tiltekna skatta og dragi úr aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Ákvarðanir um útgjöld eigi að vera í höndum ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Í nýrri úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að efnahagshorfur séu heilt á litið góðar þrátt fyrir ýmsa áhættuþætti. Aukin eldvirni á Reykjanesskaga gæti til dæmis valdið efnahagslegum skaða og einnig ófyrirséð útgjaldaauking í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Til að ná settum markmiðum í fjármálaáætlun gæti reynst þörf á frekari aðhaldsaðgerðum og leggur sendinefndin til að stjórnvöld íhugi nokkra kosti; Fækki vörum og þjónustu sem eru í neðra þrepi virðisaukaskatts, dragi úr skattastyrkjum og hækki skatt á söluhagnað af fasteignum þar sem fólk býr ekki. Þá segir einnig að stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða eigi að ná markmiðum loftslagsáætlunar Íslands. Íhuga eigi hækkun á kolefnisgjaldi, til dæmis með því að hækka kolefnisskatta í atvinnugreinum með tiltölulega lága skatta á losun. Styttist í að hægt verði að lækka vexti Aðhald peningastefnunnar er sagt hæfilegt til að ná tökum á verðbólgunni en að óbreyttu styttist í að hægt verði að lækka vexti, segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndarinnar. „Ég tel að á seinni helmingi ársins gæti verið svigrúm til að lækka vexti en það veltur á þróun verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir Magnus en það rýmar við spár greiningaraðila sem hafa reiknað með að vaxtalækkunarferli hefjist í haust. Frá kynningarfundi á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld dragi úr aðkomu að kjarasamningum Nýgerðir kjarasamningar til fjögurra ára eru sagðir stórt skref í rétta átt á íslenskum vinnumarkaði og styðja við efnahagslegan stöðugleika. Framlag stjórnvalda hafi verið nauðsynlegt til að tryggja samkomulagið en með tímanum sé æskilegt að draga úr hlutverki hins opinbera í kjarasamningum. „Það sem við eigum við með því er að það er mikilvægt að ríkisstjórnin og Alþingi ákvarði í hvað peningum er varið. En til að ná því fram þarf að byggja upp traust á milli aðila vinnumarkaðarins og það er ferli sem mun taka einhvern tíma. Ég held að kjarasamningar þessa árs séu mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í nýrri úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að efnahagshorfur séu heilt á litið góðar þrátt fyrir ýmsa áhættuþætti. Aukin eldvirni á Reykjanesskaga gæti til dæmis valdið efnahagslegum skaða og einnig ófyrirséð útgjaldaauking í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Til að ná settum markmiðum í fjármálaáætlun gæti reynst þörf á frekari aðhaldsaðgerðum og leggur sendinefndin til að stjórnvöld íhugi nokkra kosti; Fækki vörum og þjónustu sem eru í neðra þrepi virðisaukaskatts, dragi úr skattastyrkjum og hækki skatt á söluhagnað af fasteignum þar sem fólk býr ekki. Þá segir einnig að stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða eigi að ná markmiðum loftslagsáætlunar Íslands. Íhuga eigi hækkun á kolefnisgjaldi, til dæmis með því að hækka kolefnisskatta í atvinnugreinum með tiltölulega lága skatta á losun. Styttist í að hægt verði að lækka vexti Aðhald peningastefnunnar er sagt hæfilegt til að ná tökum á verðbólgunni en að óbreyttu styttist í að hægt verði að lækka vexti, segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndarinnar. „Ég tel að á seinni helmingi ársins gæti verið svigrúm til að lækka vexti en það veltur á þróun verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir Magnus en það rýmar við spár greiningaraðila sem hafa reiknað með að vaxtalækkunarferli hefjist í haust. Frá kynningarfundi á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld dragi úr aðkomu að kjarasamningum Nýgerðir kjarasamningar til fjögurra ára eru sagðir stórt skref í rétta átt á íslenskum vinnumarkaði og styðja við efnahagslegan stöðugleika. Framlag stjórnvalda hafi verið nauðsynlegt til að tryggja samkomulagið en með tímanum sé æskilegt að draga úr hlutverki hins opinbera í kjarasamningum. „Það sem við eigum við með því er að það er mikilvægt að ríkisstjórnin og Alþingi ákvarði í hvað peningum er varið. En til að ná því fram þarf að byggja upp traust á milli aðila vinnumarkaðarins og það er ferli sem mun taka einhvern tíma. Ég held að kjarasamningar þessa árs séu mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira