Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. maí 2024 13:34 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play. Einar Árnason Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi. Í gær birtist viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í flugfréttamiðlinum Flightglobal þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um framtíð félagsins í tengslum við stækkun flugflotans. Einari finnst þó ýmislegt hafa misfarist í túlkun blaðamannsins og sumt tekið of bókstaflega. „Það sem ég segi við hann er að við höfum gefið það út að við ætlum að tvöfalda flugflotann okkar á næstu fjórum til fimm árum og fara með þetta upp í átján til tuttugu vélar, og okkur finnst ekkert ótrúlegt - þó engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt - að tvær til þrjár þeirra verði staðsettar annars staðar en á Íslandi og fljúgi þá frekar til Íslands frekar en frá Íslandi. Við erum nú þegar með nokkur flug daglega, að jafnaði, til Spánar og til hinna ýmsu staða; Barcelona, Madrid, Alicante, Tenerife, Malaga, Mallorca, þetta er út um allt. Við erum þegar með nokkur flug á dag til Spánar og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við snúum þessu við og fljúgum frekar frá Spáni til Íslands.“ Ýmsir kostir geti verið fólgnir í því að hafa tvær til þrjár flugvélar á Spáni. „Þetta myndi þá hugsanlega þýða að við værum þá að fljúga frá þessum stöðum líka til annarra staða í Evrópu heldur en til Íslands en ennþá eru þetta nú bara svona fabúleringar um hvert vöxturinn gæti leitt okkur. Þetta hefði auðvitað ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram á Íslandi því auðvitað myndu vélar sem eru staðsettar á Spáni ekki fljúga milli Íslands og Kaupmannahafnar eða Íslands og Bandaríkjanna, þannig að þetta hefur ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram hér. Hún mun eftir sem áður vaxa en hluti af vexti félagsins kann að fara fram með þeim hætti að við staðsetjum vélar utan Íslands.“ Félagið sé íslenskt og verði með sínar höfuðstöðvar hér. „Kjarni félagsins er að fljúga með ferðamenn til og frá Íslandi og reyndar yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Það er kjarninn í starfseminni og þessu verður ekki sinnt öðruvísi en með því að aðalstarfsemin verði á Íslandi.“ Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Í gær birtist viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í flugfréttamiðlinum Flightglobal þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um framtíð félagsins í tengslum við stækkun flugflotans. Einari finnst þó ýmislegt hafa misfarist í túlkun blaðamannsins og sumt tekið of bókstaflega. „Það sem ég segi við hann er að við höfum gefið það út að við ætlum að tvöfalda flugflotann okkar á næstu fjórum til fimm árum og fara með þetta upp í átján til tuttugu vélar, og okkur finnst ekkert ótrúlegt - þó engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt - að tvær til þrjár þeirra verði staðsettar annars staðar en á Íslandi og fljúgi þá frekar til Íslands frekar en frá Íslandi. Við erum nú þegar með nokkur flug daglega, að jafnaði, til Spánar og til hinna ýmsu staða; Barcelona, Madrid, Alicante, Tenerife, Malaga, Mallorca, þetta er út um allt. Við erum þegar með nokkur flug á dag til Spánar og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við snúum þessu við og fljúgum frekar frá Spáni til Íslands.“ Ýmsir kostir geti verið fólgnir í því að hafa tvær til þrjár flugvélar á Spáni. „Þetta myndi þá hugsanlega þýða að við værum þá að fljúga frá þessum stöðum líka til annarra staða í Evrópu heldur en til Íslands en ennþá eru þetta nú bara svona fabúleringar um hvert vöxturinn gæti leitt okkur. Þetta hefði auðvitað ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram á Íslandi því auðvitað myndu vélar sem eru staðsettar á Spáni ekki fljúga milli Íslands og Kaupmannahafnar eða Íslands og Bandaríkjanna, þannig að þetta hefur ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram hér. Hún mun eftir sem áður vaxa en hluti af vexti félagsins kann að fara fram með þeim hætti að við staðsetjum vélar utan Íslands.“ Félagið sé íslenskt og verði með sínar höfuðstöðvar hér. „Kjarni félagsins er að fljúga með ferðamenn til og frá Íslandi og reyndar yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Það er kjarninn í starfseminni og þessu verður ekki sinnt öðruvísi en með því að aðalstarfsemin verði á Íslandi.“
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00