„Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. maí 2024 23:16 Pétur fer yfir málin með sínum mönnum Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var mjög stóískur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir sigur hans manna í ansi dramatískum leik en Keflavík lagði Grindavík 83-84 með flautukörfu í kvöld. „Við vorum yfir meirihlutann af leiknum og ég hef oft sagt það áður. Þetta er 40 mínútna leikur og það skiptir eiginlega ekkert máli hver eru með forystuna á einhverjum tímapunkti, bara hverjir enda með hana.“ Pétur gat ekki tekið undir þá greiningu að Grindavík hefði náð að loka á Keflavík á hálfum velli. „Eiginlega þvert á móti. Við bara settum ekki skot ofan í þegar þeir settu hérna í fjórða. Þeir settu niður nokkra þrista og náðu að byggja upp smá forskot en við komum til baka og sýndum gríðarlegan karakter og náðum að landa þessu.“ Undir lok leiksins, sem var mjög harður heilt yfir, var aðeins búið að dæma tvær villur á hvort lið og það tók Keflvíkinga langan tíma að koma Grindvíkingum á línuna. Þar klikkaði Basile úr öðru vítinu sem gerði það að verkum að aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir lokasóknina. „Ef við hefðum tapað þá hefði það verið það já en mér sýnist þetta hafa verið hárrétt ákvörðun sem við tókum. Að brjóta á hárréttum tíma. Það er ómögulegt að segja hvað hefði verið ef maður hefði gert eitthvað öðruvísi.“ Pétur viðurkenndi að það hefði verið bölvað bras að koma síðustu sókninni í framkvæmd en planið hefði um það bil gengið upp. „Nei, ég tók nú leikhlé og við náðum örugglega einhverjum fjórum eða fimm innköstum því þeir brutu alltaf en í grunninn var þetta að við ætluðum að ráðast á teiginn og „kick-a“ honum út í þriggja.“ Pétur var lítið að stressa sig á stöðunni framan af leik og gat ekki bent á einhvern punkt þar sem leikurinn snérist, enda skipust liðin á forystu fram til loka. „Ég hef svo sem engar voðalegar áhyggjur þó maður sé undir þegar það eru einhverjar 32 eða 34 mínútur búnar af leiknum. Ég hef meiri áhyggjur ef við erum undir þegar það eru 40 mínútur búnar. Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn og það gekk í dag.“ Hann vildi heldur ekki meina að þessi sigur væri nein sérstök yfirlýsing frá Keflvíkingum. „Ég held að það sé engin yfirlýsing eitt né neitt. Þetta eru bara tvö hörkulið og þetta er okkar heimavöllur og við reynum að verja hann. Næsta skref er að fara inn í Smára og spila við öflugt Grindavíkurlið og gríðarlega öfluga áhorfendur þannig að það verður bara verðugt verkefni.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Við vorum yfir meirihlutann af leiknum og ég hef oft sagt það áður. Þetta er 40 mínútna leikur og það skiptir eiginlega ekkert máli hver eru með forystuna á einhverjum tímapunkti, bara hverjir enda með hana.“ Pétur gat ekki tekið undir þá greiningu að Grindavík hefði náð að loka á Keflavík á hálfum velli. „Eiginlega þvert á móti. Við bara settum ekki skot ofan í þegar þeir settu hérna í fjórða. Þeir settu niður nokkra þrista og náðu að byggja upp smá forskot en við komum til baka og sýndum gríðarlegan karakter og náðum að landa þessu.“ Undir lok leiksins, sem var mjög harður heilt yfir, var aðeins búið að dæma tvær villur á hvort lið og það tók Keflvíkinga langan tíma að koma Grindvíkingum á línuna. Þar klikkaði Basile úr öðru vítinu sem gerði það að verkum að aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir lokasóknina. „Ef við hefðum tapað þá hefði það verið það já en mér sýnist þetta hafa verið hárrétt ákvörðun sem við tókum. Að brjóta á hárréttum tíma. Það er ómögulegt að segja hvað hefði verið ef maður hefði gert eitthvað öðruvísi.“ Pétur viðurkenndi að það hefði verið bölvað bras að koma síðustu sókninni í framkvæmd en planið hefði um það bil gengið upp. „Nei, ég tók nú leikhlé og við náðum örugglega einhverjum fjórum eða fimm innköstum því þeir brutu alltaf en í grunninn var þetta að við ætluðum að ráðast á teiginn og „kick-a“ honum út í þriggja.“ Pétur var lítið að stressa sig á stöðunni framan af leik og gat ekki bent á einhvern punkt þar sem leikurinn snérist, enda skipust liðin á forystu fram til loka. „Ég hef svo sem engar voðalegar áhyggjur þó maður sé undir þegar það eru einhverjar 32 eða 34 mínútur búnar af leiknum. Ég hef meiri áhyggjur ef við erum undir þegar það eru 40 mínútur búnar. Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn og það gekk í dag.“ Hann vildi heldur ekki meina að þessi sigur væri nein sérstök yfirlýsing frá Keflvíkingum. „Ég held að það sé engin yfirlýsing eitt né neitt. Þetta eru bara tvö hörkulið og þetta er okkar heimavöllur og við reynum að verja hann. Næsta skref er að fara inn í Smára og spila við öflugt Grindavíkurlið og gríðarlega öfluga áhorfendur þannig að það verður bara verðugt verkefni.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira