Segir ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 12:15 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Prófessor í jarðeðlisfræði segir ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni við Grindavík. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Rennslið enn mjög lítið Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðiprófessor, segir allt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. „Rennslið er mjög lítið. Við erum ekki farin að sjá aukningu. Það hefur smá aukning orðið á óróanum, sem mögulega þýðir einhver smá aukning aftur. En það er ekkert dramatískt sem er að gerast og ekkert víst að það sé nein aukning enn þá í þessu gosi, ef hún verður.“ Áhugaverð staða Hann segir mjög athyglisvert að kvika safnist saman í kvikuhólfinu á sama tíma og hún streymir úr gosopinu. Það geti gert það að verkum á endanum að flæði í gosinu aukist. „Það gæti fengið snögga aukningu, eins og í þeim atburðum sem hafa hleypt af stað gosi eða hafa verið í byrjun gosa. Þetta eru möguleikar sem við verðum að hafa með í myndinni. En nákvæmlega þessi atburðarás, að það sé að safnast fyrir á meðan það er að gjósa, við sáum þetta í Eyjafjallajökli og gosið jókst í kjölfarið, þarna í byrjun maí 2010. En í svona langan tíma og svona stöðugt, það hefur ekki sést mikið og við vitum ekki til að hafi gerst annars staðar. Það gerðist ekki í Kröflu. Þannig að þetta eru athyglisverðir tímar og við þurfum að vera undir það búin að hraunið aukist.“ Garðarnir lægri en hraunið Þá segir hann að hraun sé sums staðar orðið rúmlega fjórum metrum hærra en varnargarðarnir sem halda því í skefjum. „Það hefur verið unnið stöðugt í þessu og varnargarðarnir hafa verið hækkaðir samhliða, jafnvel hálfpartinn verið settir ofan á jaðar hraunsins. Það sem þarf hins vegar að vera ljóst, er að ef það vex mjög mikið og það flæðir hraun þarna að jaðrinum þar sem garðarnir eru. Þegar hraunið er orðið hærra en garðarnir og það kemur mikið rennsli, þá er ekki nein vörn í görðunum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Rennslið enn mjög lítið Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðiprófessor, segir allt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. „Rennslið er mjög lítið. Við erum ekki farin að sjá aukningu. Það hefur smá aukning orðið á óróanum, sem mögulega þýðir einhver smá aukning aftur. En það er ekkert dramatískt sem er að gerast og ekkert víst að það sé nein aukning enn þá í þessu gosi, ef hún verður.“ Áhugaverð staða Hann segir mjög athyglisvert að kvika safnist saman í kvikuhólfinu á sama tíma og hún streymir úr gosopinu. Það geti gert það að verkum á endanum að flæði í gosinu aukist. „Það gæti fengið snögga aukningu, eins og í þeim atburðum sem hafa hleypt af stað gosi eða hafa verið í byrjun gosa. Þetta eru möguleikar sem við verðum að hafa með í myndinni. En nákvæmlega þessi atburðarás, að það sé að safnast fyrir á meðan það er að gjósa, við sáum þetta í Eyjafjallajökli og gosið jókst í kjölfarið, þarna í byrjun maí 2010. En í svona langan tíma og svona stöðugt, það hefur ekki sést mikið og við vitum ekki til að hafi gerst annars staðar. Það gerðist ekki í Kröflu. Þannig að þetta eru athyglisverðir tímar og við þurfum að vera undir það búin að hraunið aukist.“ Garðarnir lægri en hraunið Þá segir hann að hraun sé sums staðar orðið rúmlega fjórum metrum hærra en varnargarðarnir sem halda því í skefjum. „Það hefur verið unnið stöðugt í þessu og varnargarðarnir hafa verið hækkaðir samhliða, jafnvel hálfpartinn verið settir ofan á jaðar hraunsins. Það sem þarf hins vegar að vera ljóst, er að ef það vex mjög mikið og það flæðir hraun þarna að jaðrinum þar sem garðarnir eru. Þegar hraunið er orðið hærra en garðarnir og það kemur mikið rennsli, þá er ekki nein vörn í görðunum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46
Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46