Hvetja fólk til að sækja um vegabréfsáritun núna: „Gæti orðið hörmung“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. apríl 2024 08:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, er brattur fyrir HM en áhyggjurnar virðast miklar á meðal skipulagsaðila í bandarískum borgum sem halda mótið. Getty 777 dagar eru þangað til HM karla í fótbolta hefst í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þrátt fyrir að svo langur tími sé til stefnu hafa áhyggjur gert vart við sig í bandaríska stjórnkerfinu í kringum skipulag mótsins. Fundað hefur verið í Hvíta húsinu um langa biðtíma eftir leyfum til að ferðast til Bandaríkjanna en ljóst virðist að einhverra lausna sé þörf ætli Bandaríkin að taka við milljónum ferðalanga á fimm vikna tímabili sumarið 2026. Biðtími eftir viðtali vegna vegabréfsáritunar er 800 dagar í tveimur mexíkóskum borgum og 685 dagar í Bógota, höfuðborg Kólumbíu. Enn eru um 18 mánuðir þar til ljóst er hvaða þjóðir munu taka þátt á mótinu en í svari bandaríska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn The Athletic er fótboltaáhugafólk í ríkjunum sem við eiga hvatt til að sækja um vegabréfsáritun núna. Fólk eigi því að sækja um að komast á mótið meira en tveimur árum áður en það fer fram, þegar er alls óljóst hvaða lið taki þar þátt. Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að unnið sé að því hörðum höndum að stytta biðina. Mikið flækjustig Mótið árið 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuþjóðum og verður haldið í 16 borgum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Starfsfólk FIFA mun halda utan um allt skipulag í samstarfi við aðila frá borgunum 16 en í fyrsta sinn hefur ekki verið sett á stokk sérstök skipulagsnefnd á mótsstað. FIFA þarf því að eiga samskipti við mótshaldara og hagsmunaaðila á hverjum stað þar sem eru mismunandi stjórnkerfi, lög, stjórnsýslustig og skriffinska í hverri borg. Stuðningur opinberra og einkaaðila er þá einnig breytilegur frá einni borg til annarrar. Að mótið fari fram í þremur ríkjum getur einnig skapað vandræði fyrir gesti sem ætla að fylgja sínu liði eftir. Það gæti séð fram á snúin ferðalög frá einu ríki til annars þar sem lög um innkomu í löndin þrjú eru mismunandi. Gæti orðið hörmung Í umfjöllun The Athletic kemur fram að áhyggjunar séu töluverðar í mörgum borganna þar sem mótið fer fram, þar á meðal í New York, hvar úrslitaleikurinn fer fram. „Ég er hræddur um að þetta geti orðið hörmung,“ segir Travis Murphy, fyrrum diplómati í Bandaríkjunum sem stýrði um tíma alþjóðlegum armi NBA-deildarinnar í körfubolta. „Áhyggjurnar eru klárlega til staðar í borgunum. Fólk þar hugsar: „Þeir eru FIFA, svo þeir hljóta að vera með þetta á hreinu“. En síðustu ár hefur FIFA unnið með Katar og Rússlandi, en það sem virkar þar er ekki svo einfalt hér,“ „Við erum allt annað dýr þegar kemur að því hvernig stjórnkerfið starfar og hvernig samskiptin eru. Svo er áherslan í landinu á fótbolta ekki rík. Ef þetta væri Super Bowl værum við að eiga allt annað samtal,“ segir Murphy meðal annars í samtali við The Athletic. Nánar má lesa um málið hér. HM 2026 í fótbolta Bandaríkin Mexíkó Kanada FIFA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Fundað hefur verið í Hvíta húsinu um langa biðtíma eftir leyfum til að ferðast til Bandaríkjanna en ljóst virðist að einhverra lausna sé þörf ætli Bandaríkin að taka við milljónum ferðalanga á fimm vikna tímabili sumarið 2026. Biðtími eftir viðtali vegna vegabréfsáritunar er 800 dagar í tveimur mexíkóskum borgum og 685 dagar í Bógota, höfuðborg Kólumbíu. Enn eru um 18 mánuðir þar til ljóst er hvaða þjóðir munu taka þátt á mótinu en í svari bandaríska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn The Athletic er fótboltaáhugafólk í ríkjunum sem við eiga hvatt til að sækja um vegabréfsáritun núna. Fólk eigi því að sækja um að komast á mótið meira en tveimur árum áður en það fer fram, þegar er alls óljóst hvaða lið taki þar þátt. Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að unnið sé að því hörðum höndum að stytta biðina. Mikið flækjustig Mótið árið 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuþjóðum og verður haldið í 16 borgum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Starfsfólk FIFA mun halda utan um allt skipulag í samstarfi við aðila frá borgunum 16 en í fyrsta sinn hefur ekki verið sett á stokk sérstök skipulagsnefnd á mótsstað. FIFA þarf því að eiga samskipti við mótshaldara og hagsmunaaðila á hverjum stað þar sem eru mismunandi stjórnkerfi, lög, stjórnsýslustig og skriffinska í hverri borg. Stuðningur opinberra og einkaaðila er þá einnig breytilegur frá einni borg til annarrar. Að mótið fari fram í þremur ríkjum getur einnig skapað vandræði fyrir gesti sem ætla að fylgja sínu liði eftir. Það gæti séð fram á snúin ferðalög frá einu ríki til annars þar sem lög um innkomu í löndin þrjú eru mismunandi. Gæti orðið hörmung Í umfjöllun The Athletic kemur fram að áhyggjunar séu töluverðar í mörgum borganna þar sem mótið fer fram, þar á meðal í New York, hvar úrslitaleikurinn fer fram. „Ég er hræddur um að þetta geti orðið hörmung,“ segir Travis Murphy, fyrrum diplómati í Bandaríkjunum sem stýrði um tíma alþjóðlegum armi NBA-deildarinnar í körfubolta. „Áhyggjurnar eru klárlega til staðar í borgunum. Fólk þar hugsar: „Þeir eru FIFA, svo þeir hljóta að vera með þetta á hreinu“. En síðustu ár hefur FIFA unnið með Katar og Rússlandi, en það sem virkar þar er ekki svo einfalt hér,“ „Við erum allt annað dýr þegar kemur að því hvernig stjórnkerfið starfar og hvernig samskiptin eru. Svo er áherslan í landinu á fótbolta ekki rík. Ef þetta væri Super Bowl værum við að eiga allt annað samtal,“ segir Murphy meðal annars í samtali við The Athletic. Nánar má lesa um málið hér.
HM 2026 í fótbolta Bandaríkin Mexíkó Kanada FIFA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira