Lakers einu tapi frá því að vera sópað út úr úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 10:30 LeBron James var ekki alltaf sáttur með dómgæsluna í nótt en kannski aðallega súr yfir því að Los Angeles Lakers liðið á engin svör á móti Denver Nuggets. AP/Ashley Landis LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers virðast eiga fá svör gegn meisturunum í Denver Nuggets. Nuggets vann 112-105 sigur í Los Angeles í nótt og er 3-0 yfir í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. LeBron James og Anthony Davis voru saman með 59 stig í leiknum en það dugði ekki til. Það dugði heldur ekki að Lakers vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 33-23. Davis var með 33 stig og 15 fráköst en James var með 26 stig og 9 stoðsendingar. Jokic did Jokic things as the @nuggets get the road win and take a 3-0 series lead! 🃏 24 PTS (9-13 FGM)🃏 15 REB🃏 9 AST#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/NU9OHveR6R— NBA (@NBA) April 26, 2024 Alveg eins og í leiknum á undan þá komu Denver menn til baka og unnu að lokum sinn ellefta sigur í röð á Lakers. Denver vann fjórða leiki í röð á móti Lakers í úrslitakeppninni í fyrra og getur nú endurtekið leikinn. Aaron Gordon var frábær með 29 stig og 15 fráköst og hinn magnaði Nikola Jokic bætti við 24 stigum, 15 fráköstum og 9 stoðsendingum. Jamal Murray skoraði síðan 22 stig. Þessi úrslit þýða að Denver getur sópað Lakers mönnum út úr úrslitakeppninni í næsta leik sem fer fram á morgun og þá aftur í Los Angeles. Joel Embiid er ekki tilbúinn að gefast upp í viðureign Philadelphia 76ers og New York Knicks. Knicks vann tvo fyrstu leikina en 76 ers minnkaði muninn í nótt ekki síst þökk sé frábærri spilamennsku stóra mannsins. Embiid skoraði 50 stig í 125-114 sigri en hann er að spila í gegnum meiðsli á hné. Embiid hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði átján af stigum sínum í þriðja leikhlutanum þar sem 76ers vann 43-27. Embiid hitti alls úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli og úr 19 af 21 vítaskoti sínu. Hann varð sá fyrsti til að skora fimmtíu stig í úrslitakeppni án þess að taka tuttugu skot. Jalen Brunson var frábær hjá Knicks með 39 stig og 13 stoðsendingar en það nægði ekki. Orlando Magic náði líka að minnka muninn í 2-1 á móti Cleveland Cavaliers með 121-83 sigri. Paolo Banchero var með 31 stig og 14 fráköst og Jalen Suggs skoraði 24 stig í mjög öruggum sigri þar sem liðið komst með 43 stigum yfir. WHAT A NIGHT FOR JOEL EMBIID 🔥🔥▪️ 50 PTS (playoff career high)▪️ 13-19 FGM, 19-21 FTM▪️ 5 3PM▪️ 8 REB▪️ Game 3 WEmbiid becomes the first Sixer to score 50 points in a postseason game since Allen Iverson in 2002-03.#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/JAiOgxBNBu— NBA (@NBA) April 26, 2024 NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Nuggets vann 112-105 sigur í Los Angeles í nótt og er 3-0 yfir í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. LeBron James og Anthony Davis voru saman með 59 stig í leiknum en það dugði ekki til. Það dugði heldur ekki að Lakers vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 33-23. Davis var með 33 stig og 15 fráköst en James var með 26 stig og 9 stoðsendingar. Jokic did Jokic things as the @nuggets get the road win and take a 3-0 series lead! 🃏 24 PTS (9-13 FGM)🃏 15 REB🃏 9 AST#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/NU9OHveR6R— NBA (@NBA) April 26, 2024 Alveg eins og í leiknum á undan þá komu Denver menn til baka og unnu að lokum sinn ellefta sigur í röð á Lakers. Denver vann fjórða leiki í röð á móti Lakers í úrslitakeppninni í fyrra og getur nú endurtekið leikinn. Aaron Gordon var frábær með 29 stig og 15 fráköst og hinn magnaði Nikola Jokic bætti við 24 stigum, 15 fráköstum og 9 stoðsendingum. Jamal Murray skoraði síðan 22 stig. Þessi úrslit þýða að Denver getur sópað Lakers mönnum út úr úrslitakeppninni í næsta leik sem fer fram á morgun og þá aftur í Los Angeles. Joel Embiid er ekki tilbúinn að gefast upp í viðureign Philadelphia 76ers og New York Knicks. Knicks vann tvo fyrstu leikina en 76 ers minnkaði muninn í nótt ekki síst þökk sé frábærri spilamennsku stóra mannsins. Embiid skoraði 50 stig í 125-114 sigri en hann er að spila í gegnum meiðsli á hné. Embiid hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði átján af stigum sínum í þriðja leikhlutanum þar sem 76ers vann 43-27. Embiid hitti alls úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli og úr 19 af 21 vítaskoti sínu. Hann varð sá fyrsti til að skora fimmtíu stig í úrslitakeppni án þess að taka tuttugu skot. Jalen Brunson var frábær hjá Knicks með 39 stig og 13 stoðsendingar en það nægði ekki. Orlando Magic náði líka að minnka muninn í 2-1 á móti Cleveland Cavaliers með 121-83 sigri. Paolo Banchero var með 31 stig og 14 fráköst og Jalen Suggs skoraði 24 stig í mjög öruggum sigri þar sem liðið komst með 43 stigum yfir. WHAT A NIGHT FOR JOEL EMBIID 🔥🔥▪️ 50 PTS (playoff career high)▪️ 13-19 FGM, 19-21 FTM▪️ 5 3PM▪️ 8 REB▪️ Game 3 WEmbiid becomes the first Sixer to score 50 points in a postseason game since Allen Iverson in 2002-03.#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/JAiOgxBNBu— NBA (@NBA) April 26, 2024
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira