Einblína á trausta ávöxtun til langs tíma SL lífeyrissjóður 22. apríl 2024 11:27 Sigurbjörn Sigurbjörnsson hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra SL lífeyrissjóðs síðan 1997. SL lífeyrissjóður fagnar 50 ára afmæli í september á þessu ári. Mynd/Eyþór Árnason. Síðar á árinu fagnar SL lífeyrissjóður 50 ára starfsafmæli sínu. Stjórn, framkvæmdastjóri og starfsfólk er mjög stolt af farsælli sögu sjóðsins enda hefur hann lengi haft sérstöðu meðal íslenskra lífeyrissjóða. „Sérstaða okkar felst m.a. í því að við erum óháð fjármálastofnunum og stéttarfélögum, sem þýðir að við erum opinn lífeyrissjóður fyrir þá launþega og sjálfstætt starfandi sem geta valið sér lífeyrissjóð,“ segir Sigurbjörn Sigurbjörnsson sem hefur starfað hjá SL lífeyrissjóði síðan 1989 en verið framkvæmdastjóri sjóðsins síðan árið 1997. „Við höfum alla tíð verið varfærinn fjárfestir og frekar íhaldssöm í fjárfestingarákvörðunum. Hjá okkur skiptir ekki öllu máli að sækja þær eignir sem mögulega myndu skila sem mestu til skamms tíma heldur frekar eignir sem eru líklegar til að skila jafnri og traustri ávöxtun til langs tíma.“ Það hefur heldur betur skilað sér að sögn Sigurbjörns enda hefur sjóðurinn verið með eina bestu langtímaávöxtunina á meðal íslenskra lífeyrissjóða síðustu tvo áratugi. „Sjóðurinn hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisgreiðslur enda kom hann vel úr hruninu 2008. Fyrir vikið höfum við skilað góðum réttindum til sjóðfélaga umfram verðlag allan tímann.“ Um langhlaup að ræða Sigurbjörn segir gott fólk hafa skipað stjórn sjóðsins frá upphafi og þar hafi alla tíð ríkt skilningur á því að um langhlaup væri að ræða. „Hér innanhúss hefur aldrei ríkt sú hugsun að kaupa hlutabréf í dag til þess eins að selja þau á morgun. Aðalhugsunin hefur alltaf verið sú að skoða hvernig viðkomandi eign geti skilað sem mestri ávöxtun yfir langt tímabil og að hún sé um leið seljanleg.“ Á árum áður var að sögn Sigurbjörns hægt að kaupa ríkistryggð bréf með 9% raunávöxtun sem þeim hafi þótt eina vitið. „Það var erfitt fyrir íslensk hlutabréf að keppa við slíka ávöxtun og það samræmdist betur okkar fjárfestingarákvörðunum að einblína meira á ríkistryggð bréf.“ Máli sínu til stuðnings bendir hann á að þó svo SL lífeyrissjóður hafi ekki alltaf verið í efstu fjórum sætunum á meðal lífeyrissjóða þegar kom að bestu ávöxtun ársins, hefur hann alltaf verið í Meistaradeildinni eins og Sigurbjörn orðar það. „Með því að gæta jafnvægis og vera varfærin í fjárfestingum á innlendum og erlendum hlutabréfamarkaði höfum við náð að skila mjög góðri ávöxtun á ári hverju, jafnvel þótt að dýfur hafi orðið á mörkuðum.“ SL lífeyrissjóður hefur verið með eina bestu langtímaávöxtunina á meðal íslenskra lífeyrissjóða síðustu tvo áratugi. Mynd/Eyþór Árnason Átti upphaflega að vera ákveðin skammtímalausn SL lífeyrissjóður, sem upphaflega hét Biðreikningar lífeyrisiðgjalda, var stofnaður haustið 1974, tæpu hálfu ári eftir að ABBA vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en þá var öllu launafólki á Íslandi skylt að greiða í lífeyrissjóð. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður í fjármálaráðuneytinu með það í huga að taka við öllum lausráðnum ríkisstarfsmönnum sem höfðu ekki beina aðild að B deild LSR eða lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna eins og hann hét þá segir Sigurbjörn. „Hugsunin var sú að leysa ákveðna skammtímalausn gagnvart lausráðnu starfsfólki þar til það yrði fastráðið og myndi borga í B deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Í kjölfarið fylgdu svo ýmsar nýlegar starfsstéttir sem hófu að borga í SL, bæði opinberi og einkageirinn auk einstaklinga og um leið útvíkkaðist hlutverk okkar. Fyrir vikið varð sjóðfélagsgrunnurinn snemma mjög breiður en í dag er lífeyrissjóðskerfið auðvitað miklu opnara og við erum að starfa á sama markaði og aðrir opnir sjóðir.“ Til viðbótar við hefðbundið hlutverk lífeyrissjóðs hefur SL líka ákveðið lögbundið hlutverk sem er að innheimta iðgjöld þeirra sem borga ekki í neinn lífeyrissjóð. „Á hverju hausti eru keyrð gögn frá lífeyrissjóðum og Ríkisskattstjóra. Ef þar finnast launþegar sem hafa ekki borgað í lífeyrissjóð þá sjáum við um að innheimta lífeyrisjóðssgjald af viðkomandi.“ SL er í fararbroddi þegar kemur að alþjóðlegum vottunum lífeyrissjóða hér á landi en hann er með ISO 9001, ISO 27001 og ISO 14001 vottanir. Mynd/Eyþór Árnason Alþjóðlegar vottanir skipta sjóðfélaga máli SL er í fararbroddi þegar kemur að alþjóðlegum vottunum lífeyrissjóða hérlendis segir Sigurbjörn enda sé afar mikilvægt að tryggja áreiðanlega meðferð fjármuna sjóðfélaga. „Sjóðurinn okkar er með ISO 9001, ISO 27001 og ISO 14001 vottanir sem merkir í stuttu málið að við leitumst við að hámarka vinnulag og þjónustu, upplýsingaöryggi og umhverfisvernd. Þessar vottanir skipta ekki bara okkur sjálf máli heldur eru þær afar verðmætar fyrir sjóðfélaga okkar.“ Ýmsar breytingar hafa orðið á sjóðnum og lífeyriskerfinu þessi 50 ár. „Á þessari tæpu hálfri öld hafa sem dæmi tíu sjóðir sameinast okkur en þegar mest var voru lífeyrissjóðir hérlendis 96 talsins en eru nú 21. Hlutfall sjálfstæðra atvinnurekenda hefur aukist hjá okkur jafnt og þétt og sama má segja um erlent vinnuafl sem dvelur í skamman tíma hér á landi. Í dag eiga um 150 þúsund sjóðfélagar réttindi hjá okkur sem er býsna stór hópur þótt auðvitað sér þar á milli einstaklingar með lítil réttindi.“ Önnur mjög stór og um leið áhugaverð breyting átti sér stað á síðasta ári þegar SL opnaði fyrir þann möguleika að sjóðfélagar gætu tekið út lífeyri við 60 ára aldurinn. „Svo virðist sem það sé útbreidd skoðun í samfélaginu að vinna sem lengst, helst til 70 ára aldurs, en við finnum fyrir gagnstæðri þróun, þ.e. að fólk vilji almennt hætta fyrr að vinna. Við opnuðum fyrir þennan möguleika á síðasta ári og erum að sjá sprengingu í umsóknum enda á margt fólk mikla fjármuni í samtryggingu eða ævilöngum lífeyri og séreign og getur hætt að vinna fyrr og notið lífsins.“ Hann segir slíka breytingu vera mikla áskorun fyrir lífeyriskerfið og virkni á verðbréfamarkaði. „Við þessar breytingar verða til minni fjármunir til að fjárfesta fyrir en á sama tíma meiri fjármunir í umferð hjá ríkinu, þar sem af lífeyrisgreiðslum er greiddur staðgreiðsluskattur sem nemur tugum milljarða og rennur í ríkissjóð. Eru stolt af hálfrar aldar sögu sjóðsins Eins og fyrr segir fagnar sjóðurinn 50 ára afmæli síðar á árinu, nánar tiltekið 26. september. „Maður á alltaf að nota 50 ára afmæli til að láta vita af sér,“ segir Sigurbjörn með bros á vör. „50 ár er langur tími en samt svo ótrúlega stuttur og við erum svo heppin að hjá sjóðnum hefur alltaf starfað afburða gott starfsfólk sem á mikinn þátt í árangri hans. Við erum mjög stolt af hálfrar aldar sögu okkar en okkar fjárfestingarstefna, starf og þjónusta í þágu sjóðfélaga hefur skilað sér í góðum lífeyrisréttindum til handa þeim og fjölskyldum þeirra. Við finnum fyrir auknum áhuga Íslendinga á lífeyrismálum sem er mjög gott mál og höfum fundið fyrir aukinni ásókn í sjóðinn. Við bjóðum öll að sjálfsögðu hjartanlega velkomin í eina bestu langtímaávöxtun á meðal íslenskra lífeyrissjóða. Þessar vikurnar erum við að skipuleggja viðburð sem verður haldinn í haust og verður auglýstur síðar en þar munum við bæði fagna með afmælisköku og skemmtun auk þess sem við verðum með mjög áhugaverða fræðslu.“ Lífeyrissjóðir Fjölskyldumál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Sérstaða okkar felst m.a. í því að við erum óháð fjármálastofnunum og stéttarfélögum, sem þýðir að við erum opinn lífeyrissjóður fyrir þá launþega og sjálfstætt starfandi sem geta valið sér lífeyrissjóð,“ segir Sigurbjörn Sigurbjörnsson sem hefur starfað hjá SL lífeyrissjóði síðan 1989 en verið framkvæmdastjóri sjóðsins síðan árið 1997. „Við höfum alla tíð verið varfærinn fjárfestir og frekar íhaldssöm í fjárfestingarákvörðunum. Hjá okkur skiptir ekki öllu máli að sækja þær eignir sem mögulega myndu skila sem mestu til skamms tíma heldur frekar eignir sem eru líklegar til að skila jafnri og traustri ávöxtun til langs tíma.“ Það hefur heldur betur skilað sér að sögn Sigurbjörns enda hefur sjóðurinn verið með eina bestu langtímaávöxtunina á meðal íslenskra lífeyrissjóða síðustu tvo áratugi. „Sjóðurinn hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisgreiðslur enda kom hann vel úr hruninu 2008. Fyrir vikið höfum við skilað góðum réttindum til sjóðfélaga umfram verðlag allan tímann.“ Um langhlaup að ræða Sigurbjörn segir gott fólk hafa skipað stjórn sjóðsins frá upphafi og þar hafi alla tíð ríkt skilningur á því að um langhlaup væri að ræða. „Hér innanhúss hefur aldrei ríkt sú hugsun að kaupa hlutabréf í dag til þess eins að selja þau á morgun. Aðalhugsunin hefur alltaf verið sú að skoða hvernig viðkomandi eign geti skilað sem mestri ávöxtun yfir langt tímabil og að hún sé um leið seljanleg.“ Á árum áður var að sögn Sigurbjörns hægt að kaupa ríkistryggð bréf með 9% raunávöxtun sem þeim hafi þótt eina vitið. „Það var erfitt fyrir íslensk hlutabréf að keppa við slíka ávöxtun og það samræmdist betur okkar fjárfestingarákvörðunum að einblína meira á ríkistryggð bréf.“ Máli sínu til stuðnings bendir hann á að þó svo SL lífeyrissjóður hafi ekki alltaf verið í efstu fjórum sætunum á meðal lífeyrissjóða þegar kom að bestu ávöxtun ársins, hefur hann alltaf verið í Meistaradeildinni eins og Sigurbjörn orðar það. „Með því að gæta jafnvægis og vera varfærin í fjárfestingum á innlendum og erlendum hlutabréfamarkaði höfum við náð að skila mjög góðri ávöxtun á ári hverju, jafnvel þótt að dýfur hafi orðið á mörkuðum.“ SL lífeyrissjóður hefur verið með eina bestu langtímaávöxtunina á meðal íslenskra lífeyrissjóða síðustu tvo áratugi. Mynd/Eyþór Árnason Átti upphaflega að vera ákveðin skammtímalausn SL lífeyrissjóður, sem upphaflega hét Biðreikningar lífeyrisiðgjalda, var stofnaður haustið 1974, tæpu hálfu ári eftir að ABBA vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en þá var öllu launafólki á Íslandi skylt að greiða í lífeyrissjóð. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður í fjármálaráðuneytinu með það í huga að taka við öllum lausráðnum ríkisstarfsmönnum sem höfðu ekki beina aðild að B deild LSR eða lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna eins og hann hét þá segir Sigurbjörn. „Hugsunin var sú að leysa ákveðna skammtímalausn gagnvart lausráðnu starfsfólki þar til það yrði fastráðið og myndi borga í B deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Í kjölfarið fylgdu svo ýmsar nýlegar starfsstéttir sem hófu að borga í SL, bæði opinberi og einkageirinn auk einstaklinga og um leið útvíkkaðist hlutverk okkar. Fyrir vikið varð sjóðfélagsgrunnurinn snemma mjög breiður en í dag er lífeyrissjóðskerfið auðvitað miklu opnara og við erum að starfa á sama markaði og aðrir opnir sjóðir.“ Til viðbótar við hefðbundið hlutverk lífeyrissjóðs hefur SL líka ákveðið lögbundið hlutverk sem er að innheimta iðgjöld þeirra sem borga ekki í neinn lífeyrissjóð. „Á hverju hausti eru keyrð gögn frá lífeyrissjóðum og Ríkisskattstjóra. Ef þar finnast launþegar sem hafa ekki borgað í lífeyrissjóð þá sjáum við um að innheimta lífeyrisjóðssgjald af viðkomandi.“ SL er í fararbroddi þegar kemur að alþjóðlegum vottunum lífeyrissjóða hér á landi en hann er með ISO 9001, ISO 27001 og ISO 14001 vottanir. Mynd/Eyþór Árnason Alþjóðlegar vottanir skipta sjóðfélaga máli SL er í fararbroddi þegar kemur að alþjóðlegum vottunum lífeyrissjóða hérlendis segir Sigurbjörn enda sé afar mikilvægt að tryggja áreiðanlega meðferð fjármuna sjóðfélaga. „Sjóðurinn okkar er með ISO 9001, ISO 27001 og ISO 14001 vottanir sem merkir í stuttu málið að við leitumst við að hámarka vinnulag og þjónustu, upplýsingaöryggi og umhverfisvernd. Þessar vottanir skipta ekki bara okkur sjálf máli heldur eru þær afar verðmætar fyrir sjóðfélaga okkar.“ Ýmsar breytingar hafa orðið á sjóðnum og lífeyriskerfinu þessi 50 ár. „Á þessari tæpu hálfri öld hafa sem dæmi tíu sjóðir sameinast okkur en þegar mest var voru lífeyrissjóðir hérlendis 96 talsins en eru nú 21. Hlutfall sjálfstæðra atvinnurekenda hefur aukist hjá okkur jafnt og þétt og sama má segja um erlent vinnuafl sem dvelur í skamman tíma hér á landi. Í dag eiga um 150 þúsund sjóðfélagar réttindi hjá okkur sem er býsna stór hópur þótt auðvitað sér þar á milli einstaklingar með lítil réttindi.“ Önnur mjög stór og um leið áhugaverð breyting átti sér stað á síðasta ári þegar SL opnaði fyrir þann möguleika að sjóðfélagar gætu tekið út lífeyri við 60 ára aldurinn. „Svo virðist sem það sé útbreidd skoðun í samfélaginu að vinna sem lengst, helst til 70 ára aldurs, en við finnum fyrir gagnstæðri þróun, þ.e. að fólk vilji almennt hætta fyrr að vinna. Við opnuðum fyrir þennan möguleika á síðasta ári og erum að sjá sprengingu í umsóknum enda á margt fólk mikla fjármuni í samtryggingu eða ævilöngum lífeyri og séreign og getur hætt að vinna fyrr og notið lífsins.“ Hann segir slíka breytingu vera mikla áskorun fyrir lífeyriskerfið og virkni á verðbréfamarkaði. „Við þessar breytingar verða til minni fjármunir til að fjárfesta fyrir en á sama tíma meiri fjármunir í umferð hjá ríkinu, þar sem af lífeyrisgreiðslum er greiddur staðgreiðsluskattur sem nemur tugum milljarða og rennur í ríkissjóð. Eru stolt af hálfrar aldar sögu sjóðsins Eins og fyrr segir fagnar sjóðurinn 50 ára afmæli síðar á árinu, nánar tiltekið 26. september. „Maður á alltaf að nota 50 ára afmæli til að láta vita af sér,“ segir Sigurbjörn með bros á vör. „50 ár er langur tími en samt svo ótrúlega stuttur og við erum svo heppin að hjá sjóðnum hefur alltaf starfað afburða gott starfsfólk sem á mikinn þátt í árangri hans. Við erum mjög stolt af hálfrar aldar sögu okkar en okkar fjárfestingarstefna, starf og þjónusta í þágu sjóðfélaga hefur skilað sér í góðum lífeyrisréttindum til handa þeim og fjölskyldum þeirra. Við finnum fyrir auknum áhuga Íslendinga á lífeyrismálum sem er mjög gott mál og höfum fundið fyrir aukinni ásókn í sjóðinn. Við bjóðum öll að sjálfsögðu hjartanlega velkomin í eina bestu langtímaávöxtun á meðal íslenskra lífeyrissjóða. Þessar vikurnar erum við að skipuleggja viðburð sem verður haldinn í haust og verður auglýstur síðar en þar munum við bæði fagna með afmælisköku og skemmtun auk þess sem við verðum með mjög áhugaverða fræðslu.“
Lífeyrissjóðir Fjölskyldumál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira