Reiðin kraumaði við ofsaakstur á Reykjanesbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2024 16:33 Bíllinn nálgast bíl Ingibjargar og brunar fram úr henni. Ökumaður skapaði mikla hættu á Reykjanesbrautinni í hádeginu á mánudaginn þegar hann skautaði á milli bíla á hraðferð í átt að höfuðborgarsvæðinu. Myndband náðist af ofsaakstrinum. Ingibjörg Haraldsdóttir var á leið frá Reykjanesbæ til höfuðborgarsvæðisins þegar fólksbíll kom á blússandi ferð fram úr henni. Þetta er á því svæði þar sem Reykjanesbrautin verður einbreið og álverið í Straumsvík í augsýn. „Ég lenti í árekstri við svipaðar aðstæður um jólin fyrir einu og hálfu ári, þá á leiðinni suður. Þess vegna var ég svo reið yfir þessu,“ segir Ingibjörg. Vísir hafði samband við Ingibjörgu í desember 2022 sem lýsti því hvernig ekið var á afturhlið bíls þeirra og stungið af. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum í Reykjanesbæ þegar bíll kom á mikilli siglingu vinstra megin við þau. Þetta var á svo til sama stað og nú nema hún á leiðinni suður. Ökumaðurinn stakk af og hefur ekkert sést til hans síðan. Hún segir lögregluna í Hafnarfirði ekki hafa sýnt mikinn áhuga á að rannsaka málið þrátt fyrir ábendingu sem hafi borist. Í framhaldi af árekstrinum í desember 2022 fór Ingibjörg og keypti sér myndavél í bílinn. „Ég mæli með því að allir séu með myndavél í bílnum sínum,“ segir Ingibjörg. Á myndbandi af ofsaakstrinum á mánudaginn sést bíllinn fara fram úr Ingibjörgu og í framhaldinu skauta fram hjá fleiri bílum. Ökumaðurinn keyrir utan vegar, hægra megin við bílinn, þegar honum sýnist og segir Ingibjörg að hann hafi að lokum horfið á leifturhraða í átt til Hafnarfjarðar. Hún segist bíða eftir því að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð þarna eins og hún er nú orðin að stærstum hluta. Þá biðlar hún til fólks að fara varlega. „Flýta sér hægt. Hvað ætli hann hafi grætt á þessu?“ segir Ingibjörg og veltir fyrir sér sekúndurnar sem ökuþór sem hegði sér svona græði á endanum. Maðurinn hennar keyrir brautina á hverjum degi og verði reglulega vitni að hegðun á borð við þessa. Umferðaröryggi Umferð Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Ingibjörg Haraldsdóttir var á leið frá Reykjanesbæ til höfuðborgarsvæðisins þegar fólksbíll kom á blússandi ferð fram úr henni. Þetta er á því svæði þar sem Reykjanesbrautin verður einbreið og álverið í Straumsvík í augsýn. „Ég lenti í árekstri við svipaðar aðstæður um jólin fyrir einu og hálfu ári, þá á leiðinni suður. Þess vegna var ég svo reið yfir þessu,“ segir Ingibjörg. Vísir hafði samband við Ingibjörgu í desember 2022 sem lýsti því hvernig ekið var á afturhlið bíls þeirra og stungið af. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum í Reykjanesbæ þegar bíll kom á mikilli siglingu vinstra megin við þau. Þetta var á svo til sama stað og nú nema hún á leiðinni suður. Ökumaðurinn stakk af og hefur ekkert sést til hans síðan. Hún segir lögregluna í Hafnarfirði ekki hafa sýnt mikinn áhuga á að rannsaka málið þrátt fyrir ábendingu sem hafi borist. Í framhaldi af árekstrinum í desember 2022 fór Ingibjörg og keypti sér myndavél í bílinn. „Ég mæli með því að allir séu með myndavél í bílnum sínum,“ segir Ingibjörg. Á myndbandi af ofsaakstrinum á mánudaginn sést bíllinn fara fram úr Ingibjörgu og í framhaldinu skauta fram hjá fleiri bílum. Ökumaðurinn keyrir utan vegar, hægra megin við bílinn, þegar honum sýnist og segir Ingibjörg að hann hafi að lokum horfið á leifturhraða í átt til Hafnarfjarðar. Hún segist bíða eftir því að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð þarna eins og hún er nú orðin að stærstum hluta. Þá biðlar hún til fólks að fara varlega. „Flýta sér hægt. Hvað ætli hann hafi grætt á þessu?“ segir Ingibjörg og veltir fyrir sér sekúndurnar sem ökuþór sem hegði sér svona græði á endanum. Maðurinn hennar keyrir brautina á hverjum degi og verði reglulega vitni að hegðun á borð við þessa.
Umferðaröryggi Umferð Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira