Leyndarmálin á Messenger muni síður líta dagsins ljós Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2024 18:15 Atli Stefán heldur hér á hundinum Krumpu. Hann hvetur notendur Messenger til að samþykkja öryggisbreytinguna. vísir/einar árnason Tregða í samskiptaforritinu Messenger stafar af öryggisuppfærslu sem felur í sér dulkóðun samskipta. Þetta segir sérfræðingur sem hvetur fólk til hlaða niður forritinu í tölvunni í stað þess að nýta vafra, vilji það nota forritið snurðulaust. Messenger hefur undanfarið gert marga gráhærða. Sumir hafa lent í því að geta ekki flett upp manneskju sem viðkomandi er reglulega í sambandi við og þá virðast heilu samskiptasögurnar horfnar. Ástæðan er sú að Meta, félagið sem á Messenger, Facebook og fleiri smáforrit, keyrði nýlega í gegn öryggisbreytingu, svokallaða „end to end breytingu.“ „Þetta þýðir að skilaboðin eru ekki lengur aðgengileg starfsfólki Meta heldur ert þú, sem eigandi spjallsins, notandinn með lykil sitt hvoru megin. Þú átt gögnin og þau geta ekki komist í þau,“ segir Atli Stefán Yngvason, einn stjórnenda Tæknivarpsins. Með öryggisbreytingunni er búið að lágmarka áhættuna á stóra Facebook lekanum sem flestir óttast, enda kæmi það mörgum í vandræði ef einkasamskipti verða gerð opinber. „Þarna er verið að reyna að tryggja friðhelgi einkalífsins og gæta persónuverndar. Skilaboðin þín eru ekki bara þín persónuvernd heldur allra þeirra sem þú talar við.“ Netvafrinn oftast vandamálið Ástæða þess að Messenger hagar sér furðulega hjá sumum eftir breytinguna er sú að ekki allir sem viðkomandi notandi talar við hafa samþykkt dulkóðunina auk þess sem hún er ekki studd í öllum netvöfrum. Atli mælir með því að fólk hlaði niður Messenger smáforritinu í tölvunni í stað þess að nota það í gegnum vafra á borð við Chrome eða Safari. „Ég mæli með að fólk fari í gegnum þetta ferli og setji lykilorð sem enginn veit nema þú þannig þú sért farinn að dulkóða þína samskiptasögu.“ Með öryggisbreytingunni sé Meta einnig að tryggja að lenda ekki í skaðabótamáli leki samskipti út. „Nú ert þú með lykilinn. Þú ert með valdið þannig þú þarft að gæta þín líka. Ég mæli með að hafa þennan kóða ekki skrifaðan niður í Notes í símanum þínum.“ Þá minnir hann á að notandinn er varan þegar kemur að Messenger. „Þú ert varan þarna, það er verið að hagnast á þér og þínum upplýsingum og þá eru aðrir hagsmunir sem leiða þar. Signal er mjög gott dæmi um skilaboðaþjónustu sem er sjálfstætt starfandi og rekin af óhagnaðardrifnum samtökum sem gæta öryggis og hafa alltaf verið með dulkóðun alla leið, að minnsta kosti allt frá því að ég byrjaði að nota þjónustuna. Ég mæli eindregið með því að nota þannig þjónustur, hjá þeim sem eru ekki að reyna að selja þig einhverjum öðrum.“ Meta Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Messenger hefur undanfarið gert marga gráhærða. Sumir hafa lent í því að geta ekki flett upp manneskju sem viðkomandi er reglulega í sambandi við og þá virðast heilu samskiptasögurnar horfnar. Ástæðan er sú að Meta, félagið sem á Messenger, Facebook og fleiri smáforrit, keyrði nýlega í gegn öryggisbreytingu, svokallaða „end to end breytingu.“ „Þetta þýðir að skilaboðin eru ekki lengur aðgengileg starfsfólki Meta heldur ert þú, sem eigandi spjallsins, notandinn með lykil sitt hvoru megin. Þú átt gögnin og þau geta ekki komist í þau,“ segir Atli Stefán Yngvason, einn stjórnenda Tæknivarpsins. Með öryggisbreytingunni er búið að lágmarka áhættuna á stóra Facebook lekanum sem flestir óttast, enda kæmi það mörgum í vandræði ef einkasamskipti verða gerð opinber. „Þarna er verið að reyna að tryggja friðhelgi einkalífsins og gæta persónuverndar. Skilaboðin þín eru ekki bara þín persónuvernd heldur allra þeirra sem þú talar við.“ Netvafrinn oftast vandamálið Ástæða þess að Messenger hagar sér furðulega hjá sumum eftir breytinguna er sú að ekki allir sem viðkomandi notandi talar við hafa samþykkt dulkóðunina auk þess sem hún er ekki studd í öllum netvöfrum. Atli mælir með því að fólk hlaði niður Messenger smáforritinu í tölvunni í stað þess að nota það í gegnum vafra á borð við Chrome eða Safari. „Ég mæli með að fólk fari í gegnum þetta ferli og setji lykilorð sem enginn veit nema þú þannig þú sért farinn að dulkóða þína samskiptasögu.“ Með öryggisbreytingunni sé Meta einnig að tryggja að lenda ekki í skaðabótamáli leki samskipti út. „Nú ert þú með lykilinn. Þú ert með valdið þannig þú þarft að gæta þín líka. Ég mæli með að hafa þennan kóða ekki skrifaðan niður í Notes í símanum þínum.“ Þá minnir hann á að notandinn er varan þegar kemur að Messenger. „Þú ert varan þarna, það er verið að hagnast á þér og þínum upplýsingum og þá eru aðrir hagsmunir sem leiða þar. Signal er mjög gott dæmi um skilaboðaþjónustu sem er sjálfstætt starfandi og rekin af óhagnaðardrifnum samtökum sem gæta öryggis og hafa alltaf verið með dulkóðun alla leið, að minnsta kosti allt frá því að ég byrjaði að nota þjónustuna. Ég mæli eindregið með því að nota þannig þjónustur, hjá þeim sem eru ekki að reyna að selja þig einhverjum öðrum.“
Meta Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira