„Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. apríl 2024 11:31 Guðrún Sørtveit er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Guðrún Sørtveit er með einstakan stíl og elskar að klæða sig upp. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er breytileg og fjölbreytt. Það er bara svo gaman að pæla í tísku og ég elska að fylgjast með því hvernig aðrir túlka tísku. Guðrún elskar að sjá hvernig aðrir túlka tískuna. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Mínar uppáhalds flíkur í augnablikinu er pils frá Lindex sem passar við allt og mér finnst ég geta klætt það upp og niður. Ég er alltaf mjög skotin í yfirhöfnum og nýi frakkinn minn er í miklu uppáhaldi núna. Síðan er það hvítur toppur frá GANNI sem ég keypti mér um daginn í Andrá, mjög sumarlegur og sætur. Ég elska líka kúrekastígvélin mín frá Jodis. Síðan er ég mjög mikið fyrir fylgihluti og finnst það oft setja punktin yfir i-ið. Guðrún í Yeoman skvísukjól og kúrekastígvélum við. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Mér finnst það bara fara eftir dagsforminu. Stundum veit ég alveg í hverju ég ætla en stundum á ég mjög erfitt að velja. Guðrún tekur mis mikinn tíma við að hafa sig til. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að stílinn minn væri mjög klassískur, skandinavískur og rómantískur en samt með eitthvað smá „edge“. Mér finnst oft gaman að vera í kjól eða pilsi, með rósir, með hárið blásið og para það síðan við strigaskó eða gróf stígvél. Guðrún hefur gaman að kjólum og pilsum og hárið hennar er yfirleitt óaðfinnanlegt. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ég myndi segja það. Einu sinni var ég kannski meira að reyna falla inn og velja bara eitthvað „save“ en núna vil ég helst bara eiga eitthvað sem ekki margir eiga og dett ekki inn í hvert einasta trend. Ég klæði mig meira eftir því sem fer mér vel. Guðrún er óhrædd við að fylgja sínu í tískunni. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já ég elska það! Mér finnst oft skemmtilegra að gera mig til fyrir partý-ið heldur en að mæta í partý-ið sjálft, sérstaklega eftir að ég eignaðist börnin. Ég hef ekki mikinn tíma til að græja mig þessa dagana. Guðrún elskar að gefa sér stundum góðan tíma til að hafa sig til.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég nota mikið bara instagram og pinterest. Mér finnst samt alltaf gaman að skoða tímaritin en þá helst á netinu og skoða oft hvað verður að „trenda“ eða í tísku hverja árstíð fyrir sig. Guðrún sækir innblástur meðal annars á samfélagsmiðla. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei ekkert sem mér dettur í hug. Kannski bara fyrir mig að klæða sig eftir veðri, ég gleymi því sjálf mjög oft að ég bý á Íslandi. Svo er mikilvægt að líða vel í fötunum sem ég klæðist. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Mér finnst alltaf mjög gaman að vera í fínum kjól eins og frá elsku Hildi Yeoman. Það er eins og maður fái extra mikið sjálfstraust og mér líður svo fínni. Síðan er ég ennþá með augun á Saks Potts kápunni sem ég mátaði í Andrá fyrr í vetur. Draumakápa Guðrúnar. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Að finna út úr því hverju manni líður vel í og vera samkvæmur sjálfum sér. Síðan að reyna eins og maður getur að velja gæða yfir annað, quality over quantity. Ég er sjálf að reyna venja mig á þetta, vanda valið og reyna að velja eitthvað sem ég veit að ég gæti notað á marga vegu. Síðan er alltaf gaman að fara út fyrir þægindarramman og sjálfstraustið er besti fylgihluturinn! Hér má fylgjast með Guðrúnu á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Ástin og lífið Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Guðrún Sørtveit er með einstakan stíl og elskar að klæða sig upp. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er breytileg og fjölbreytt. Það er bara svo gaman að pæla í tísku og ég elska að fylgjast með því hvernig aðrir túlka tísku. Guðrún elskar að sjá hvernig aðrir túlka tískuna. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Mínar uppáhalds flíkur í augnablikinu er pils frá Lindex sem passar við allt og mér finnst ég geta klætt það upp og niður. Ég er alltaf mjög skotin í yfirhöfnum og nýi frakkinn minn er í miklu uppáhaldi núna. Síðan er það hvítur toppur frá GANNI sem ég keypti mér um daginn í Andrá, mjög sumarlegur og sætur. Ég elska líka kúrekastígvélin mín frá Jodis. Síðan er ég mjög mikið fyrir fylgihluti og finnst það oft setja punktin yfir i-ið. Guðrún í Yeoman skvísukjól og kúrekastígvélum við. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Mér finnst það bara fara eftir dagsforminu. Stundum veit ég alveg í hverju ég ætla en stundum á ég mjög erfitt að velja. Guðrún tekur mis mikinn tíma við að hafa sig til. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að stílinn minn væri mjög klassískur, skandinavískur og rómantískur en samt með eitthvað smá „edge“. Mér finnst oft gaman að vera í kjól eða pilsi, með rósir, með hárið blásið og para það síðan við strigaskó eða gróf stígvél. Guðrún hefur gaman að kjólum og pilsum og hárið hennar er yfirleitt óaðfinnanlegt. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ég myndi segja það. Einu sinni var ég kannski meira að reyna falla inn og velja bara eitthvað „save“ en núna vil ég helst bara eiga eitthvað sem ekki margir eiga og dett ekki inn í hvert einasta trend. Ég klæði mig meira eftir því sem fer mér vel. Guðrún er óhrædd við að fylgja sínu í tískunni. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já ég elska það! Mér finnst oft skemmtilegra að gera mig til fyrir partý-ið heldur en að mæta í partý-ið sjálft, sérstaklega eftir að ég eignaðist börnin. Ég hef ekki mikinn tíma til að græja mig þessa dagana. Guðrún elskar að gefa sér stundum góðan tíma til að hafa sig til.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég nota mikið bara instagram og pinterest. Mér finnst samt alltaf gaman að skoða tímaritin en þá helst á netinu og skoða oft hvað verður að „trenda“ eða í tísku hverja árstíð fyrir sig. Guðrún sækir innblástur meðal annars á samfélagsmiðla. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei ekkert sem mér dettur í hug. Kannski bara fyrir mig að klæða sig eftir veðri, ég gleymi því sjálf mjög oft að ég bý á Íslandi. Svo er mikilvægt að líða vel í fötunum sem ég klæðist. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Mér finnst alltaf mjög gaman að vera í fínum kjól eins og frá elsku Hildi Yeoman. Það er eins og maður fái extra mikið sjálfstraust og mér líður svo fínni. Síðan er ég ennþá með augun á Saks Potts kápunni sem ég mátaði í Andrá fyrr í vetur. Draumakápa Guðrúnar. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Að finna út úr því hverju manni líður vel í og vera samkvæmur sjálfum sér. Síðan að reyna eins og maður getur að velja gæða yfir annað, quality over quantity. Ég er sjálf að reyna venja mig á þetta, vanda valið og reyna að velja eitthvað sem ég veit að ég gæti notað á marga vegu. Síðan er alltaf gaman að fara út fyrir þægindarramman og sjálfstraustið er besti fylgihluturinn! Hér má fylgjast með Guðrúnu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Ástin og lífið Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira