Verulega brugðið yfir Hamraborgarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 19:20 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í fyrradag. Þónokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, sem á féð, er verulega brugðið og reiknar með að verklagi verði breytt vegna málsins. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru að sækja spilakassafé fyrir Happdrætti Háskólans inni á barnum Catalinu í Hamraborg í fyrradag þegar þjófarnir tveir brutust inn í bíl þeirra og stálu peningum sem var nýbúið að sækja af Vídjómarkaðnum hinum megin við götuna. „Okkur var verulega brugðið enda er þetta óvenjulegur atburður og fátítt í okkar samfélagi. En á móti var manni svo létt þegar maður frétti það að það hefði enginn slasast í þessu innbroti. Þetta er einstakt og kannski svolítið ógnvekjandi fyrir vikið líka,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Fram kemur á heimasíðu Öryggismiðstöðvarinnar að við verðmætaflutninga sé fyllsta öryggis gætt með „sérhæfðri þjálfun“ og öryggisverðir og bílar séu búnir „öflugum varnar- og samskiptabúnaði“. Þó liggur fyrir að þjófarnir voru aðeins tæpa mínútu að brjótast inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og hafa peningana á brott. Bryndís segir samstarfið við Öryggismiðstöðina hafa verið gott. Ekki sé horft til þess að endurskoða það samstarf. „Við munum fara yfir alla ferla með þeim og ég býst við, eða það segir sig sjálft, að það verði gerðar breytingar á ferlum sem snúa beint að okkur og svo sem snúa að þeim innanhúss.“ Ekkert fjárhagslegt tjón Það blasi þó við að þau hjá Happdrættinu hafi nú áhyggjur af því að mál af sama meiði komi upp í framtíðinni. Að einhverjir aðrir úti í bæ séu að horfa og hugsi, þarna gætu leynst tækifæri? „Já, að sjálfsögðu og það er eðlilegt framhald. Og þess vegna erum við að eiga þetta samtal við Öryggismiðstöðina um hvernig sé hægt að efla þessi öryggismál í kringum þessa verðmætaflutninga og hvað hægt er að gera,“ segir Bryndís. Lögregla segir að þjófarnir hafi stolið um tuttugu til þrjátíu milljónum króna en Bryndís vill ekkert staðfesta um upphæðina. Peningarnir voru tryggðir og Happdrættið verður því ekki fyrir neinu tjóni. Og það hlýtur að vera talsverður léttir? „Já, þú getur rétt ímyndað þér það.“ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru að sækja spilakassafé fyrir Happdrætti Háskólans inni á barnum Catalinu í Hamraborg í fyrradag þegar þjófarnir tveir brutust inn í bíl þeirra og stálu peningum sem var nýbúið að sækja af Vídjómarkaðnum hinum megin við götuna. „Okkur var verulega brugðið enda er þetta óvenjulegur atburður og fátítt í okkar samfélagi. En á móti var manni svo létt þegar maður frétti það að það hefði enginn slasast í þessu innbroti. Þetta er einstakt og kannski svolítið ógnvekjandi fyrir vikið líka,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Fram kemur á heimasíðu Öryggismiðstöðvarinnar að við verðmætaflutninga sé fyllsta öryggis gætt með „sérhæfðri þjálfun“ og öryggisverðir og bílar séu búnir „öflugum varnar- og samskiptabúnaði“. Þó liggur fyrir að þjófarnir voru aðeins tæpa mínútu að brjótast inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og hafa peningana á brott. Bryndís segir samstarfið við Öryggismiðstöðina hafa verið gott. Ekki sé horft til þess að endurskoða það samstarf. „Við munum fara yfir alla ferla með þeim og ég býst við, eða það segir sig sjálft, að það verði gerðar breytingar á ferlum sem snúa beint að okkur og svo sem snúa að þeim innanhúss.“ Ekkert fjárhagslegt tjón Það blasi þó við að þau hjá Happdrættinu hafi nú áhyggjur af því að mál af sama meiði komi upp í framtíðinni. Að einhverjir aðrir úti í bæ séu að horfa og hugsi, þarna gætu leynst tækifæri? „Já, að sjálfsögðu og það er eðlilegt framhald. Og þess vegna erum við að eiga þetta samtal við Öryggismiðstöðina um hvernig sé hægt að efla þessi öryggismál í kringum þessa verðmætaflutninga og hvað hægt er að gera,“ segir Bryndís. Lögregla segir að þjófarnir hafi stolið um tuttugu til þrjátíu milljónum króna en Bryndís vill ekkert staðfesta um upphæðina. Peningarnir voru tryggðir og Happdrættið verður því ekki fyrir neinu tjóni. Og það hlýtur að vera talsverður léttir? „Já, þú getur rétt ímyndað þér það.“
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04
Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36