Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2024 22:31 Alexander Bortnikov og Vladimír Pútín á tónleikum í Moskvu árið 2020. EPA/ALEXEI DRUZHININ Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. Að minnsta kosti 139 létu lífið í tónleikahöllinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð þar um helgina og kveiktu í húsinu. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Þrír menn til viðbótar hafa verið ákærðir vegna árásarinnar. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. „Við höldum að ódæðið hafi verið undirbúið af íslömskum öfgamönnum en auðvitað aðstoðuðu vestrænar leyniþjónustur,“ sagði Bortnikov við blaðamenn ríkismiðla Rússlands í dag. Vísaði hann sérstaklega til Bandaríkjanna og Bretlands, auk Úkraínu. Staðfesti að viðvörun hefði borist Bandaríkjamenn vöruðu við mögulegum árásum í Moskvu fyrr í mánuðinum. Þann 7. mars, sama dag og viðvörunin var gefin út, sögðu forsvarsmenn FSB að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Alexander Bortnikov, the longtime director of Russia s FSB, says openly & unambiguously that he considers the USA, UK, and Ukraine responsible for the Moscow terrorist attack. He thinks Kyiv trained Islamists and sicced them on Russia. See Bortnikov s remarks today, subtitled pic.twitter.com/4mFT9EGWmb— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 26, 2024 Bortnikov staðfesti í dag að Rússum hefði borist viðvaranir frá Bandaríkjunum vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar en sagði þær viðvaranir hafa verið almenns eðlis. „Við brugðumst við þessum upplýsingum og gripum til aðgerða til að koma í veg fyrir svona lagað,“ sagði Bortnikov. Hann sagði að því miður hefðu þær aðgerðir sem gripið var til beinst gegn tilteknum hópum og aðilum en ekki þeim sem gerðu árásina. Alexander Bortnikov, yfirmaður FSB, arftaka KGB.EPA/ALEXEI DRUZHININ Bortnikov varað við því á fundi í október með leiðtogum öryggisstofnana tíu ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að áætlað væri að ISIS-K hefði um 6.500 vígamenn og gætu gert árásir utan Afganistan í „nærliggjandi framtíð“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og aðrir ráðamenn hafa beint spjótum sínum að Úkraínu í kjölfar árásarinnar. Þeir hafa hins vegar engar sannanir fært fyrir ásökunum sínum og allt bendir til þess að Íslamska ríkið í Khorasan (eða ISIS-K) hafi gert árásina. Sammála um að Úkraína tengdist árásinni ekki Bloomberg sagði frá því í dag að Pútín hefði setið fund á dögunum þar sem rússneskir embættismenn voru sammála um að árásin tengdist Úkraínu ekki á neinn hátt, samkvæmt heimildarmönnum miðilsins. Embættismenn úr Kreml eru sagðir slegnir yfir því að árásin hafi heppnast með þessum hætti og öryggisstofnanir Rússlands hafi ekki komið í veg fyrir hana. Pútín væri þrátt fyrir það staðráðinn í að nota ódæðið til að auka stuðning rússnesku þjóðarinnar við stríðsrekstur hans í Úkraínu. Ríkismiðlar Rússlands og aðrar málpípur Kreml hafa frá því árásin var gerð ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn hafi með einhverjum hætti komið að árásinni. Nikolaí Patrúsjev, formaður þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi yfirmaður FSB, var spurður að því í dag hvort ISIS eða Úkraínumenn bæru ábyrgð á árásinni. „Úkraína, auðvitað,“ svaraði hann. Þingforseti Dúmunnar sendi út yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði Úkraínu, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa staðið við bakið á árásarmönnunum. Markmiðið væri að sundra rússnesku þjóðinni og ganga þyrftu úr skugga um að slíkt gerðist ekki. Pútín sagði sjálfur í gær að öfgamenn úr röðum íslamista hefðu gert árásina en gaf í skyn að Úkraínumenn hefðu borgað árásarmönnunum. Sjá einnig: Beinir spjótunum enn að Úkraínu Fram kom á fundi í Rússlandi í dag að árásin sjálf hefði einungis staðið yfir í þrettán mínútur. Mennirnir hefðu hafið skothríðina klukkan 19:58 að staðartíma og þeim hefði ekki verið mætt með neinni mótspyrnu. Talið er að þeir hafi skotið um fimm hundruð skotum á þessum þrettán mínútum og þeir hafi kveikt elda áður en þeir fóru aftur út, þrettán mínútum eftir að árásin hófst. Rússneskir fjölmiðlar hafa þó sagt frá því að sérsveitir lögreglunnar mættu ekki á vettvang fyrr en rúmri klukkustund eftir að fyrstu skotunum var hleypt af og þá hafi þeir beðið í meira en hálftíma áður en þeir fóru inn. Árásarmennirnir voru þó löngu farnir. Í frétt Washington Post segir að lögreglustöð sé í um tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð frá tónleikahöllinni. Þá hefur miðillinn eftir talskonu innanríkisráðuneytis Rússlands að það sé ekki satt að lögregluþjónar hafi verið lengi að bregðast við árásinni. Fyrstu lögregluþjónarnir hafi verið mættir fimm mínútum eftir að skothríðin hófst. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Bandaríkin Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Að minnsta kosti 139 létu lífið í tónleikahöllinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð þar um helgina og kveiktu í húsinu. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Þrír menn til viðbótar hafa verið ákærðir vegna árásarinnar. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. „Við höldum að ódæðið hafi verið undirbúið af íslömskum öfgamönnum en auðvitað aðstoðuðu vestrænar leyniþjónustur,“ sagði Bortnikov við blaðamenn ríkismiðla Rússlands í dag. Vísaði hann sérstaklega til Bandaríkjanna og Bretlands, auk Úkraínu. Staðfesti að viðvörun hefði borist Bandaríkjamenn vöruðu við mögulegum árásum í Moskvu fyrr í mánuðinum. Þann 7. mars, sama dag og viðvörunin var gefin út, sögðu forsvarsmenn FSB að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Alexander Bortnikov, the longtime director of Russia s FSB, says openly & unambiguously that he considers the USA, UK, and Ukraine responsible for the Moscow terrorist attack. He thinks Kyiv trained Islamists and sicced them on Russia. See Bortnikov s remarks today, subtitled pic.twitter.com/4mFT9EGWmb— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 26, 2024 Bortnikov staðfesti í dag að Rússum hefði borist viðvaranir frá Bandaríkjunum vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar en sagði þær viðvaranir hafa verið almenns eðlis. „Við brugðumst við þessum upplýsingum og gripum til aðgerða til að koma í veg fyrir svona lagað,“ sagði Bortnikov. Hann sagði að því miður hefðu þær aðgerðir sem gripið var til beinst gegn tilteknum hópum og aðilum en ekki þeim sem gerðu árásina. Alexander Bortnikov, yfirmaður FSB, arftaka KGB.EPA/ALEXEI DRUZHININ Bortnikov varað við því á fundi í október með leiðtogum öryggisstofnana tíu ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að áætlað væri að ISIS-K hefði um 6.500 vígamenn og gætu gert árásir utan Afganistan í „nærliggjandi framtíð“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og aðrir ráðamenn hafa beint spjótum sínum að Úkraínu í kjölfar árásarinnar. Þeir hafa hins vegar engar sannanir fært fyrir ásökunum sínum og allt bendir til þess að Íslamska ríkið í Khorasan (eða ISIS-K) hafi gert árásina. Sammála um að Úkraína tengdist árásinni ekki Bloomberg sagði frá því í dag að Pútín hefði setið fund á dögunum þar sem rússneskir embættismenn voru sammála um að árásin tengdist Úkraínu ekki á neinn hátt, samkvæmt heimildarmönnum miðilsins. Embættismenn úr Kreml eru sagðir slegnir yfir því að árásin hafi heppnast með þessum hætti og öryggisstofnanir Rússlands hafi ekki komið í veg fyrir hana. Pútín væri þrátt fyrir það staðráðinn í að nota ódæðið til að auka stuðning rússnesku þjóðarinnar við stríðsrekstur hans í Úkraínu. Ríkismiðlar Rússlands og aðrar málpípur Kreml hafa frá því árásin var gerð ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn hafi með einhverjum hætti komið að árásinni. Nikolaí Patrúsjev, formaður þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi yfirmaður FSB, var spurður að því í dag hvort ISIS eða Úkraínumenn bæru ábyrgð á árásinni. „Úkraína, auðvitað,“ svaraði hann. Þingforseti Dúmunnar sendi út yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði Úkraínu, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa staðið við bakið á árásarmönnunum. Markmiðið væri að sundra rússnesku þjóðinni og ganga þyrftu úr skugga um að slíkt gerðist ekki. Pútín sagði sjálfur í gær að öfgamenn úr röðum íslamista hefðu gert árásina en gaf í skyn að Úkraínumenn hefðu borgað árásarmönnunum. Sjá einnig: Beinir spjótunum enn að Úkraínu Fram kom á fundi í Rússlandi í dag að árásin sjálf hefði einungis staðið yfir í þrettán mínútur. Mennirnir hefðu hafið skothríðina klukkan 19:58 að staðartíma og þeim hefði ekki verið mætt með neinni mótspyrnu. Talið er að þeir hafi skotið um fimm hundruð skotum á þessum þrettán mínútum og þeir hafi kveikt elda áður en þeir fóru aftur út, þrettán mínútum eftir að árásin hófst. Rússneskir fjölmiðlar hafa þó sagt frá því að sérsveitir lögreglunnar mættu ekki á vettvang fyrr en rúmri klukkustund eftir að fyrstu skotunum var hleypt af og þá hafi þeir beðið í meira en hálftíma áður en þeir fóru inn. Árásarmennirnir voru þó löngu farnir. Í frétt Washington Post segir að lögreglustöð sé í um tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð frá tónleikahöllinni. Þá hefur miðillinn eftir talskonu innanríkisráðuneytis Rússlands að það sé ekki satt að lögregluþjónar hafi verið lengi að bregðast við árásinni. Fyrstu lögregluþjónarnir hafi verið mættir fimm mínútum eftir að skothríðin hófst.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Bandaríkin Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02
Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53