Dregið úr gosinu en land rís enn Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 15:42 Dregið hefur úr eldgosinu en gasmengun er enn mikil. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúksgíga síðasta sólarhringinn. Virkni í gígunum er minni og mögulega slökknað í minnstu gígunum. GPS-mælingar síðustu daga benda þó til þess að landris sé í gangi í Svartsengi, en mun hægara en áður. Það bendir til þess að enn safnist kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt eldgos sé í gangi. Þetta segir í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gosórói hafi einnig minnkað mjög hægt og rólega undanfarna daga. Meginhraunstraumurinn renni frá gígunum fyrst í suður og beygi síðan til vesturs. Um helgina hafi hraun haldið áfram að flæða í Melhólsnámuna og hafi nú fyllt hana en haldi áfram að þykkna nær gígunum. Há gildi brennisteinsdíoxíðs Þá segir að há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafi mælst í Höfnum og Grindavík síðustu daga og í dag. Þessi styrkur sé talinn mjög óhollur og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt sé að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta eigi ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra, eins og vinnueftirlitið bendi á, þá þurfi fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á loftgæði og kynna sér viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Veðurspáin um og eftir hádegi í dag (mánudag) sé norðaustan 3 til átta metrar á sekúndu á gosstöðvunum og gasmengunin berist því til suðvesturs, yfir Grindavík og Svartsengi, auk þess sem gas gæti safnast saman nærri gosstöðvunum því vindur verði fremur hægur. Í kvöld, nótt og framan af morgundegi sé útlit fyrir austan 8 til 13 metra á sekúndu á gosstöðvunum og mengunin berist þá til vesturs, meðal annars yfir Hafnir. Á þessu tímabili sé einnig mögulegt að vindur verði suðaustlægur um tíma og gæti mengunar þá orðið vart í Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Gasdreifingarspá er að finna hér. Hættumat óbreytt Loks segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi frá klukkan 15 í dag til 2. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar séu á hættumatinu og hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (Svæði 3) þar sem hún sé metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) sé áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Þetta segir í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gosórói hafi einnig minnkað mjög hægt og rólega undanfarna daga. Meginhraunstraumurinn renni frá gígunum fyrst í suður og beygi síðan til vesturs. Um helgina hafi hraun haldið áfram að flæða í Melhólsnámuna og hafi nú fyllt hana en haldi áfram að þykkna nær gígunum. Há gildi brennisteinsdíoxíðs Þá segir að há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafi mælst í Höfnum og Grindavík síðustu daga og í dag. Þessi styrkur sé talinn mjög óhollur og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt sé að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta eigi ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra, eins og vinnueftirlitið bendi á, þá þurfi fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á loftgæði og kynna sér viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Veðurspáin um og eftir hádegi í dag (mánudag) sé norðaustan 3 til átta metrar á sekúndu á gosstöðvunum og gasmengunin berist því til suðvesturs, yfir Grindavík og Svartsengi, auk þess sem gas gæti safnast saman nærri gosstöðvunum því vindur verði fremur hægur. Í kvöld, nótt og framan af morgundegi sé útlit fyrir austan 8 til 13 metra á sekúndu á gosstöðvunum og mengunin berist þá til vesturs, meðal annars yfir Hafnir. Á þessu tímabili sé einnig mögulegt að vindur verði suðaustlægur um tíma og gæti mengunar þá orðið vart í Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Gasdreifingarspá er að finna hér. Hættumat óbreytt Loks segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi frá klukkan 15 í dag til 2. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar séu á hættumatinu og hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (Svæði 3) þar sem hún sé metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) sé áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira