Fólk sæki bætur sjálft til að sleppa við „blóðuga“ þóknun Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2024 07:01 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til að sækja sjálft um bætur til flugfélaga frekar en að gera það í gegnum flugbótasíður þar sem tekin er hátt í þrjátíu prósenta þóknun. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin hvetja fólk sem lendir í því að flugferðum þess er seinkað eða aflýst að sækja um bætur sjálft frekar en að leita aðstoðar bótafyrirtækja sem taka háa þóknun. Það sé auðvelt að fylla út eyðublöð á vefsíðum flugfélaga. „Við erum alltaf að reyna að benda fólki á hvað það er ótrúlega auðvelt að gera þetta sjálfur,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Þetta er bara svo blóðugt, tala nú ekki um þetta mál en einnig mál sem við höfum fengið á okkar borð,“ segir Brynhildur og vísar þar í mál ungs pars sem sótti um bætur í gegnum síðu Flugbóta.is og endaði fyrir dómstólum. „Það sem þú gerist þegar þú ferð í leitarvél þá er þetta það fyrsta sem dúkkar upp,“ segir Brynhildur um síðu Flugbóta.is sem birtist efst þegar fólk slær inn „flugbætur“ á Google og birtist í þriðja sæti þegar fólk slær inn „bætur vegna seinkunar á flugi“. „Það er fullt af fólki sem áttar sig ekki á þessu. Það heldur að þetta sé leiðin til að fá bætur en flugfélögum er skylt að vera með eyðublöð vegna þessa. Ef neytendur lenda í vandræðum geta þeir fengið aðstoð hjá okkur eða evrópsku neytendaaðstoðinni (ECC) sem aðstoða ókeypis ef þetta er yfir landamæri,“ segir hún. „Ef þetta er erlent flugfélag og þú lendir í vandræðum þá aðstoðar evrópska neytendaaðstoðin án nokkurs endurgjalds,“ segir Brynhildur. Jafnmikil vinna að fylla út eyðublað og senda gögn á lögmann Brynhildur segir að það séu nokkur fyrirtæki sem auglýsi aðstoð við að sækja flugbætur til flugfélaga. „Þetta er alltaf þóknun upp á að minnsta kosti tuttugu prósent auk virðisaukaskatts og þeim hefur gengið furðuvel að koma sér inn á þennan markað,“ segir hún. Þið viljið hvetja fólk til að gera þetta sjálft? „Já, af því lögmaðurinn gerir það ekki. Það er allajafna jafn mikil vinna fyrir þig að senda honum flugnúmer, kennitölu og gefa honum umboð eins og að finna eyðublaðið og setja inn flugnúmer, kennitölu og aðrar upplýsingar,“ segir Brynhildur. Hún segir að það sé alltof algengt að fólk haldi að síður flugbótafyrirtækja séu opinbera leiðin eða jafnvel eina leiðin til að sækja bætur frá flugfélögum. „Inni á síðunni okkar þá er sniðugur flugreiknir og þar geturðu séð hvort þú eigir yfirhöfuð rétt á bótum og þá hversu háum. Kannski var seinkunin ekki nógu mikil og þú átt ekki rétt á skaðabótum,“ segir Brynhildur. „Ef fólk vill kaupa sér þjónustu þá gerir það það en við erum bara að benda á að þarna getur fólk sparað sér aurinn,“ segir Brynhildur að lokum. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
„Við erum alltaf að reyna að benda fólki á hvað það er ótrúlega auðvelt að gera þetta sjálfur,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Þetta er bara svo blóðugt, tala nú ekki um þetta mál en einnig mál sem við höfum fengið á okkar borð,“ segir Brynhildur og vísar þar í mál ungs pars sem sótti um bætur í gegnum síðu Flugbóta.is og endaði fyrir dómstólum. „Það sem þú gerist þegar þú ferð í leitarvél þá er þetta það fyrsta sem dúkkar upp,“ segir Brynhildur um síðu Flugbóta.is sem birtist efst þegar fólk slær inn „flugbætur“ á Google og birtist í þriðja sæti þegar fólk slær inn „bætur vegna seinkunar á flugi“. „Það er fullt af fólki sem áttar sig ekki á þessu. Það heldur að þetta sé leiðin til að fá bætur en flugfélögum er skylt að vera með eyðublöð vegna þessa. Ef neytendur lenda í vandræðum geta þeir fengið aðstoð hjá okkur eða evrópsku neytendaaðstoðinni (ECC) sem aðstoða ókeypis ef þetta er yfir landamæri,“ segir hún. „Ef þetta er erlent flugfélag og þú lendir í vandræðum þá aðstoðar evrópska neytendaaðstoðin án nokkurs endurgjalds,“ segir Brynhildur. Jafnmikil vinna að fylla út eyðublað og senda gögn á lögmann Brynhildur segir að það séu nokkur fyrirtæki sem auglýsi aðstoð við að sækja flugbætur til flugfélaga. „Þetta er alltaf þóknun upp á að minnsta kosti tuttugu prósent auk virðisaukaskatts og þeim hefur gengið furðuvel að koma sér inn á þennan markað,“ segir hún. Þið viljið hvetja fólk til að gera þetta sjálft? „Já, af því lögmaðurinn gerir það ekki. Það er allajafna jafn mikil vinna fyrir þig að senda honum flugnúmer, kennitölu og gefa honum umboð eins og að finna eyðublaðið og setja inn flugnúmer, kennitölu og aðrar upplýsingar,“ segir Brynhildur. Hún segir að það sé alltof algengt að fólk haldi að síður flugbótafyrirtækja séu opinbera leiðin eða jafnvel eina leiðin til að sækja bætur frá flugfélögum. „Inni á síðunni okkar þá er sniðugur flugreiknir og þar geturðu séð hvort þú eigir yfirhöfuð rétt á bótum og þá hversu háum. Kannski var seinkunin ekki nógu mikil og þú átt ekki rétt á skaðabótum,“ segir Brynhildur. „Ef fólk vill kaupa sér þjónustu þá gerir það það en við erum bara að benda á að þarna getur fólk sparað sér aurinn,“ segir Brynhildur að lokum.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira