Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2024 18:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir boðar breytingar í nýju frumvarpi um Menntasjóð námsmanna. Hún vill að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána enda sé sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum. einar árnason Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. Fyrir ári síðan greindum við frá því að sýslumaður hugðist framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námsláns sem sonur hennar tók og hún gekkst í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum. Annar sonur konunnar sagði þá skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á eldri lánum í vanskilum. Sýslumaður gengið á eftir konunni í þrjátíu ár „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti,“ sagði Páll Melsted Ríkharðsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári síðan. Í þrjátíu ár hefur sýslumaður gengið á eftir Huldu og hefur hún meðal annars þurft að selja fasteign sína til að greiða upp hluta af láninu. Þegar bróðir Páls tók lánið var krafa að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig en sú krafa var afnumin árið 2009. Breytingin náði þó ekki til hóps þeirra sem voru með lán í vanskilum og hefur síðan þá verið gengið á eftir ábyrgðarmönnum lántakenda við innheimtu skuldar. Eftir að fréttin birtist stigu fleiri fram sem eru í hópi þeirra sem sitja uppi með greiðslu af námslánum annarra. Einar Erlingsson sagðist óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. Þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, var spurð út í þessi mál sagðist hún ætla að óska eftir gögnum um þá ábyrgðarmenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún sagði hrakfarir Huldu Guðmundsdóttur sýna að tilefni væri til endurskoðunar. Boðar breytingar Nú hefur Áslaug Arna ákveðið að leggja til breytingu á lögum þannig að ábyrgðarmannakerfið verði lagt niður að fullu og að ábyrgðarmenn lánanna felldir á brott. Þetta boðar hún í nýju frumvarpi um breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna sem birt verður í samráðsgátt stjórnvalda á eftir. „Ábyrgðarmenn verða ekki lengur ábyrgir gagnvart þeim námslánum sem þeir skrifuðu á enda eru einungis þeir eftir sem stóðu í vanskilum þegar lögin voru samþykkt árið 2020. Þetta er svona síðasta breytingin sem ég veit að skiptir máli fyrir fólk og er réttlætanleg,“ segir Áslaug Arna. Sáralítil upphæð innheimtist Nái frumvarpið fram að ganga verður ekki lengur gengið á eftir Huldu og öðrum í hennar stöðu enda hafi það sýnt sig að gríðarlega lítill hluti skulda innheimtist hjá þeim ábyrgðarmönnum sem eftir stóðu. „Og lögmannskostnaður við þá innheimtu stendur ekki undir sér. Við erum í raun að greiða meira við að reyna að ná til þessara ábyrgðarmanna heldur en við fáum út úr því. Þannig það er bæði sanngjarnt og réttlætanlegt að klára þetta skref og fella kerfið niður og að námsmenn sjálfir og þeir sem fari í nám standi sjálfir skil á greiðslu sinna námslána og beri ábyrgð á þeim.“ Fleiri breytingar Í frumvarpinu er einnig lagt til að skilyrði fyrir námsstyrk verði rýmkuð. „Ég er að leggja til að styrkur til náms verði örlítið sveigjanlegri fari fólk í tvö skyld nám eins og t.d. í lyfjafræði og svo í hjúkrunarfræði. Það hefur verið óskað eftir því að hann verði sveigjanlegri og við erum að sjá að of fáir námsmenn eru að nýta sér námsstuðninginn.“ Námslán Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00 Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Fyrir ári síðan greindum við frá því að sýslumaður hugðist framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námsláns sem sonur hennar tók og hún gekkst í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum. Annar sonur konunnar sagði þá skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á eldri lánum í vanskilum. Sýslumaður gengið á eftir konunni í þrjátíu ár „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti,“ sagði Páll Melsted Ríkharðsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári síðan. Í þrjátíu ár hefur sýslumaður gengið á eftir Huldu og hefur hún meðal annars þurft að selja fasteign sína til að greiða upp hluta af láninu. Þegar bróðir Páls tók lánið var krafa að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig en sú krafa var afnumin árið 2009. Breytingin náði þó ekki til hóps þeirra sem voru með lán í vanskilum og hefur síðan þá verið gengið á eftir ábyrgðarmönnum lántakenda við innheimtu skuldar. Eftir að fréttin birtist stigu fleiri fram sem eru í hópi þeirra sem sitja uppi með greiðslu af námslánum annarra. Einar Erlingsson sagðist óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. Þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, var spurð út í þessi mál sagðist hún ætla að óska eftir gögnum um þá ábyrgðarmenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún sagði hrakfarir Huldu Guðmundsdóttur sýna að tilefni væri til endurskoðunar. Boðar breytingar Nú hefur Áslaug Arna ákveðið að leggja til breytingu á lögum þannig að ábyrgðarmannakerfið verði lagt niður að fullu og að ábyrgðarmenn lánanna felldir á brott. Þetta boðar hún í nýju frumvarpi um breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna sem birt verður í samráðsgátt stjórnvalda á eftir. „Ábyrgðarmenn verða ekki lengur ábyrgir gagnvart þeim námslánum sem þeir skrifuðu á enda eru einungis þeir eftir sem stóðu í vanskilum þegar lögin voru samþykkt árið 2020. Þetta er svona síðasta breytingin sem ég veit að skiptir máli fyrir fólk og er réttlætanleg,“ segir Áslaug Arna. Sáralítil upphæð innheimtist Nái frumvarpið fram að ganga verður ekki lengur gengið á eftir Huldu og öðrum í hennar stöðu enda hafi það sýnt sig að gríðarlega lítill hluti skulda innheimtist hjá þeim ábyrgðarmönnum sem eftir stóðu. „Og lögmannskostnaður við þá innheimtu stendur ekki undir sér. Við erum í raun að greiða meira við að reyna að ná til þessara ábyrgðarmanna heldur en við fáum út úr því. Þannig það er bæði sanngjarnt og réttlætanlegt að klára þetta skref og fella kerfið niður og að námsmenn sjálfir og þeir sem fari í nám standi sjálfir skil á greiðslu sinna námslána og beri ábyrgð á þeim.“ Fleiri breytingar Í frumvarpinu er einnig lagt til að skilyrði fyrir námsstyrk verði rýmkuð. „Ég er að leggja til að styrkur til náms verði örlítið sveigjanlegri fari fólk í tvö skyld nám eins og t.d. í lyfjafræði og svo í hjúkrunarfræði. Það hefur verið óskað eftir því að hann verði sveigjanlegri og við erum að sjá að of fáir námsmenn eru að nýta sér námsstuðninginn.“
Námslán Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00 Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12
Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00
Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00
Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01