Kaflaskil í íslenskri menningarsögu Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2024 11:12 Matthías áritar bækur sínar í New York haustið 1993. Fjöldi manna minnist Matthíasar og spara sig ekki í lofinu; hann var risi. Einar Falur Fjöldinn allur af ritfæru fólki minnist nú Matthíasar Johannessen sem andaðist á líknardeild Landsspítalans í vikunni, 94 ára að aldri. Matthías skilur eftir sig djúp spor, svo djúp að Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður talar um að nú þegar Matthías kveður hafi orðið kaflaskil í íslenskri menningarsögu. „Blessuð veri minning Matthíasar Johannessen og megi hún lifa áfram í skáldverkum hans og sögulegum ritstjórnarferli. Minnumst þess að nú hafa orðið kaflaskil í íslenskri menningarsögu,“ ritar Erlendur meðal annars á Facebook-síðu sína. En Erlendur gerði, í samvinnu við Sigurð Sverri Pálsson, kvikmynd um Matthías sem sýnd var í sjónvarpinu 2019. „Þvert á tímann“ nefndist hún. Hugulsamur og ofur viðkvæmur Vísir greindi frá andláti Matthíasar í morgun en þekktastur er Matthías fyrir störf sín sem ritstjóri Morgunblaðsins en einnig sem ljóðskáld og menningarinnar maður. Pétur Már Ólafsson útgefandi segir það hafa verið sannkallaðan heiður að hafa slíkan skjáldjöfur sem Matthías var á útgáfulista sínum. „En Matthías var svo miklu meira en afburðaskáld – eins og það væri ekki nóg. Sem ritstjóri var hann stórveldi. Einhvern tíma hafði ég á orði við blaðamann á Morgunblaðinu að Matthías virkaði stundum svolítið annars hugar. „Þá eru einmitt öll skilningarvit á fullum snúningi,“ svaraði hann. Enda var það allt að því óþægilegt hvernig hann gat rifjað upp það sem maður hafði sagt í samtali við hann fyrir margt löngu og var með öllu gleymt.“ Matthias var kaffihúsamaður og hér er hann í góðum félagsskap á Borginni, sennilegast í kringum 1954. Magnús Þórðarson er lengst til vinstri, þá Matthías, í miðjunni er Jón Eiríksson magister, þá Steinn Steinarr (Alli) og Skúli Benediktsson íslenskukennari, lengst til hægri.Ólafur K. Magnússon. Einar Falur Ingólfsson var lengi yfirmaður ljósmyndadeildar Morgunblaðsins og hafði sitthvað saman við Matthías að sælda í gegnum tíðina: „Matthías var stórmenni í íslensku menningarlífi, á því leikur enginn vafi, og áhrif hans mikil og margþætt. Enn finnst mér óskiljanlegt hvernig hann náði að afkasta öllu sem hann gerði; ritstjóri á morgnana, heimavinnandi skáld eftir hádegi en mætti svo aftur í ritstjórajakkanum þegar leið á daginn og fundaði um málefni blaðsins fram á kvöld.“ Einar segir Matthías ávallt verið hugulsamur um líf og velferð allra sem hann vann með, en hann hafi líka verið ofur viðkvæmur. Hanna kona hans var akkerið hans og kjölfesta í lífinu og gríðarlegt áfall fyrir Matthías þegar hún lést eftir skammvinn veikindi. „Hún var megin viðfangsefni ljóða hans áður en enn frekar eftir að hún hvarf á braut. Auk fjölda ljóðabóka sendi Matthías frá sér sumar bestu samtalsbækur sem gefnar hafa verið út á íslensku; það er alltaf gjöfult að blaða í og lesa úr safninu með úrvali samtala hans við jafnt alþýðufólk sem listamenn, og svo eru bækurnar um listamennina einstakar: Kjarval, Ásmund, Pál Ísólfsson og Scheving en sú síðastnefnda er mitt uppáhald,“ segir Einar meðal annars um Matthías. Hégómlegur á fallegan máta Guðrún Nordal, forstöðumaður og prófessor, er meðal þeirra sem minnist Matthíasar en hún var 12 ára þegar hún rakst fyrst á hann, þá sem sendill á ritstjórn Morgunblaðsins. Þetta var ævintýraheimur og fullur af skemmtilegu og minnisstæðu fólki. Guðrún segir Matthías ástríðufullt skáld, lesanda og fræðimann sem skrifaði af miklu næmi um Sturlu Þórðarson og Njálu, sem var auðvitað hans bók.háskóli íslands „Þar var Matthías fremstur meðal jafningja; loftið breyttist í kringum hann. Hann fór ekki í manngreiningarálit og kom fram við okkur sendlana eins og alla hina, fannst mér í það minnsta.“ Guðrún segir að á þessum árum hafi orðið miklar sviptingar og harka í íslensku samfélagi og furðulegt hvernig Matthías hélt sjó í skáldskap sínum og ritstörfum. „Hann var ástríðufullt skáld, lesandi og fræðimaður, skrifaði af miklu næmi um Sturlu Þórðarson og Njálu, sem var auðvitað hans bók og viðfangsefni í meistaraprófsritgerðinni, en ekki síður um samtímann.“ Bubbi Morthens tónlistarmaður minnist Matthíasar einnig en það er ekki af ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Matthías var marglaga persóna, segir Bubbi. Fyrir sumum hafi hann og Styrmir Gunnarsson heitinn sem ritstjóri haft meiri völd en ráðamenn þjóðarinnar. En Bubbi kynntist Matthíasi 1990, þegar þýðan var skollin á eftir kalda stríðið. „Við urðum vinir, veiddum lax saman og hann las mér nýort ljóð. Og fyrir mér var hann skáldið og veiðimaðurinn, ekki ritstjórinn. Hann var slyngur veiðimaður og frábært skáld og sum ljóða hans eru einfaldlega mögnuð. Ég á minningar þar sem við sitjum á bakkanum og tölum um kalda stríðið og hvernig það eyðilagði svo margt hér á landi; um Einar Ben. og Sturlunga; um gildi þess að trúa á ljóðið og mátt þess.“ Bubbi ásamt Jóni Kalmann, þarna við útför Guðbergs í Hörpu. Bubbi kynntist Matthíasi sem veiðimanni og segir hann fallega hégómlegan gagnvart ljóðum sínum.vísir/vilhelm Bubbi segir Matthías hlýjan mann með fallega lund og að hann hafi verið trúaður á sinn hátt. „Við töluðum um Guð og hversu mikilvægt væri fyrir manninn að trúa. Honum var annt um skáldaheiður sinn og líkt og allir stórir listamenn var hann hégómlegur á fallegan máta. Það var happafengur fyrir mig að kynnast skáldinu og mér finnst ég heppinn að hafa fengið að eiga stundir með honum við laxveiðar.“ Ekki vildum við að hann væri hér fullur og skandalíserandi Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri hjá Félagi atvinnurekenda, starfaði áður sem blaðamaður og ritstjóri. Hann segist, líkt og eiginlega allir sem störfuðu á Morgunblaðinu undir stjórn Matthíasar, eiga honum margt að þakka. „Hann sýndi mér mikið traust, kornungum. Sumarið sem ég varð 23 ára ákvað Matthías til dæmis að senda mig til Moskvu að fjalla um leiðtogafund Bush yngri og Gorbatsjovs. Ólafur Stephensen starfaði lengi með Matthíasi. Hann býður upp á gamansögu af Matthíasi en hann var úti í Rússlandi þegar faðir hans hélt upp á sextugsafmæli sitt.vísir/Egill Það þýddi að ég missti af sextugsafmæli föður míns, sem var haldið í Viðeyjarstofu. Þar var Matthías gestur og pabbi fór til hans og þakkaði honum fyrir að hafa sent strákinn til Rússlands. Ekkert að þakka, Þórir minn, sagði Matthías með brosi á vör. Ekki vildum við að hann yrði hér fullur og skandalíserandi.“ Friðrika Benónýsdóttir rithöfundur minnist Matthíasar og segist eiga honum meira að þakka en flestum. „Ég hafði byrjað að skrifa bókmenntagagnrýni fyrir blaðið árið áður, svo hann vissi hver ég var þótt við hefðum ekki hist fyrr. Matthías var skemmtilegur og kurteis en sagði mér að því miður væru blaðamannaprófin búin þetta árið og því enginn flötur á því að hann gæti ráðið mig. Friðrika minnist Matthíasar með vel völdum orðum.Anton Brink Ég fór heim, kom börnunum í rúmið og velti fyrir mér hvar ég ætti að sækja um vinnu næst. Þá hringdi síminn. Það var Matthías. „Sæl, Friðrika. Heyrðu þetta er vitleysa í mér. Þú skrifar vel um bókmenntir, þá geturðu skrifað um allt. Þú getur byrjað á mánudaginn. Vertu sæl.“ Og þar með voru örlög mín ráðin.“ Friðrika segist ekki hafa verið Matthíasi sammála í flokkapólitíkinni en það hafi síður en svo farið fyrir brjóstið á Matthíasi sem varði hana fyrir ýmsum mektarmönnum í Sjálfstæðsiflokknum, en þeir „unnvörpum í Matthías og heimtuðu að hann næði stjórn á þessum „stelpukrakka“. En Matthías varði mig alltaf, stóð með mér og stappaði í mig stálinu. „Þú mátt aldrei láta annað fólk segja þér hvað þú átt að skrifa,“ var mantran sem hann barði inn í hausinn á mér.“ Einn áhrifamesti og merkasti samtímamaður okkar Friðrik Rafnsson þýðandi segir Matthías einn merkasta og áhrifamesta samtímamann okkar okkar; sem blaðamaður, ritstjóri, skáld, ritgerðahöfundur og menningarforkólfur. „Hann var feikivel að sér í íslenskum bókmenntum og vitnaði jafnt í Íslendingasögurnar, Jónas Hallgrímsson, Stein Steinarr og Tómas Guðmundsson, en fylgdist líka mjög vel með því sem var að gerast í samtímanum.“ Friðrik segist hafa átt reglulega fundi með Matthíasi á Hótel Sögu um árabil, einkum þegar Friðrik var ritstjóri Tímarits Máls og menningar á árunum 1993 til 2001. „Þá ræddum við fram og til baka um bókmenntir og listir. Ég man hvað hann hafði leiftrandi áhuga á öllu, spurði spurninga og velti umtalsefninu fyrir sér af einstakri næmni, ræddi menn og málefni fordómalaust og af opnum huga. Eitt af því sem ég er stoltastur af að hafa birt í TMM er viðtal sem Silja Aðalsteinsdóttir tók við hann. Þar hófu þau sig bæði yfir skiptinguna hægri-vinstri í pólitík og ræddu sameiginlegt áhugamál, bókmenntir og listir, af sjaldgæfri andagift og þekkingu.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson segir Matthías hafa verið einstakan andans mann og mikila manneskju.vísir/vilhelm Friðrik segir mikla gæfu að hafa fengið að kynnast Matthíasi og Sigmundur Ernir Rúnarsson segir: „Einstakur andans maður og mikil manneskja.“ Guðmundur Magnússon sagnfræðingur og rithöfundur bætir því við orð Friðriks að hann muni hversu glaður hann var þegar ljóð eftir hann birtist í TMM 1986. „Líklega í fyrsta sinn. Mér fannst hann skynja þetta sem ákveðin kaflaskil á ferli sínum. Talaði um að nú væru gamlar víglínur horfnar og ný veröld tekin við.“ Sá til þess að Snærós fengi að sjá barnatímann Matthías lést aldinn og áhrif hans ganga þvert á kynslóðabönd. Snærós Sindradóttir fjölmiðlamaður segir Matthías einn eftirminnilegasta mann sem á vegi hennar hefur orðið. „Þegar ég fékk að skottast um ritstjórnargólf Morgunblaðsins, eftir að leikskóladeginum var lokið, átti ég mörg falleg og góð samtöl við Matthías, og hann kom fram við mig af hlýju og virðingu. Oftar en ekki markaði koma mín inn í fundarherbergið á annarri hæð hússins einhverskonar endapunkt og hann lauk hið snarasta frétta- eða forsíðufundi svo ég gæti horft á barnatímann í sjónvarpi herbergisins. Það er ógleymanlegt að fylgjast með Matthíasi og fréttastjórum Morgunblaðsins setja prófarkir blaðsins saman og máta prentaðar síðurnar hverja við aðra.“ Og Birta Björnsdóttir fréttamaður á RÚV minnist Matthíasar einnig. „Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að þræða ganga Morgunblaðsins í Kringlunni. Var innanhússsendill og sá um að skjótast með það sem vantaði fyrir starfsmenn hússins. Á þriðju hæðinni voru ritstjórarnir. Það varð fljótt tilhlökkunarefni að koma þar við, Matthías gaf sér alltaf tíma til að spjalla við sendilinn unga.“ Nokkru síðar fór Birta að skrifa í blaðið hans og alltaf hvatti Matthías hana til dáða: „Gaf góð ráð og sýndi háskólanámi mínu sérstakan áhuga. Ég minnist Matthíasar með mikilli hlýju og sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessa góða manns.“ Tók viðtal við sjálfan konung viðtalanna Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur segir vel mega tala um endalok tímaskeiðs þegar Matthías Johannessen skáld og ritstjóri falli frá því að hann hafði geysileg áhrif hér á landi meðan hann stýrði Morgunblaðinu – og það gerði hann í næstum því hálfa öld. „Hann stóð fyrir því að losa blaðið undan einokunaráhrifum Sjálfstæðisflokksins og opnaði það fyrir röddum fólks með alls konar skoðanir. Með því gerði hann blaðið að stórveldi en seigdrap vissulega um leið önnur dagblöð,“ skrifar Silja í eftirmælum á Facebook-síðu sinni. Silja segir að Matthías hafi ekki viljað ráða sig á blaðið og 1066 og hafi raunar verið frekar dónalegur við sig, sagðist ekki gera annað heilu sumrin en að kenna hálfvitum! „Þegar ég kvartaði undan þessu við ritstjórann minn sumarið eftir, Margréti Heinreksdóttur góðvinkonu hans, sagði hún mér til skýringar að hann hefði haldið að ég væri þrettán ára grislingur með mikilmennskubrjálæði! Silja tók viðtal við Matthías sem sjálfur var konungur viðtalanna.vísir/vilhelm Reyndar var ég í gallabuxum og með hárið í tveim fléttum þegar ég kom í viðtalið til hans, ekki beint eins og virðulegur háskólanemi.“ Silja segir, eins og svo margir aðrir, að Matthías hafi verið frægur fyrir viðtöl sín sem komu bæði í Mogga og mörgum heilum bókum. „Það var því fyrirkvíðanlegt að taka viðtal við hann en það gerði ég fyrir 3. hefti TMM 1996, „Kónguló sem spinnur inn í tómið“ og skemmti mér konunglega. Viðtalið er líka ágætt, held ég.“ Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Matthías skilur eftir sig djúp spor, svo djúp að Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður talar um að nú þegar Matthías kveður hafi orðið kaflaskil í íslenskri menningarsögu. „Blessuð veri minning Matthíasar Johannessen og megi hún lifa áfram í skáldverkum hans og sögulegum ritstjórnarferli. Minnumst þess að nú hafa orðið kaflaskil í íslenskri menningarsögu,“ ritar Erlendur meðal annars á Facebook-síðu sína. En Erlendur gerði, í samvinnu við Sigurð Sverri Pálsson, kvikmynd um Matthías sem sýnd var í sjónvarpinu 2019. „Þvert á tímann“ nefndist hún. Hugulsamur og ofur viðkvæmur Vísir greindi frá andláti Matthíasar í morgun en þekktastur er Matthías fyrir störf sín sem ritstjóri Morgunblaðsins en einnig sem ljóðskáld og menningarinnar maður. Pétur Már Ólafsson útgefandi segir það hafa verið sannkallaðan heiður að hafa slíkan skjáldjöfur sem Matthías var á útgáfulista sínum. „En Matthías var svo miklu meira en afburðaskáld – eins og það væri ekki nóg. Sem ritstjóri var hann stórveldi. Einhvern tíma hafði ég á orði við blaðamann á Morgunblaðinu að Matthías virkaði stundum svolítið annars hugar. „Þá eru einmitt öll skilningarvit á fullum snúningi,“ svaraði hann. Enda var það allt að því óþægilegt hvernig hann gat rifjað upp það sem maður hafði sagt í samtali við hann fyrir margt löngu og var með öllu gleymt.“ Matthias var kaffihúsamaður og hér er hann í góðum félagsskap á Borginni, sennilegast í kringum 1954. Magnús Þórðarson er lengst til vinstri, þá Matthías, í miðjunni er Jón Eiríksson magister, þá Steinn Steinarr (Alli) og Skúli Benediktsson íslenskukennari, lengst til hægri.Ólafur K. Magnússon. Einar Falur Ingólfsson var lengi yfirmaður ljósmyndadeildar Morgunblaðsins og hafði sitthvað saman við Matthías að sælda í gegnum tíðina: „Matthías var stórmenni í íslensku menningarlífi, á því leikur enginn vafi, og áhrif hans mikil og margþætt. Enn finnst mér óskiljanlegt hvernig hann náði að afkasta öllu sem hann gerði; ritstjóri á morgnana, heimavinnandi skáld eftir hádegi en mætti svo aftur í ritstjórajakkanum þegar leið á daginn og fundaði um málefni blaðsins fram á kvöld.“ Einar segir Matthías ávallt verið hugulsamur um líf og velferð allra sem hann vann með, en hann hafi líka verið ofur viðkvæmur. Hanna kona hans var akkerið hans og kjölfesta í lífinu og gríðarlegt áfall fyrir Matthías þegar hún lést eftir skammvinn veikindi. „Hún var megin viðfangsefni ljóða hans áður en enn frekar eftir að hún hvarf á braut. Auk fjölda ljóðabóka sendi Matthías frá sér sumar bestu samtalsbækur sem gefnar hafa verið út á íslensku; það er alltaf gjöfult að blaða í og lesa úr safninu með úrvali samtala hans við jafnt alþýðufólk sem listamenn, og svo eru bækurnar um listamennina einstakar: Kjarval, Ásmund, Pál Ísólfsson og Scheving en sú síðastnefnda er mitt uppáhald,“ segir Einar meðal annars um Matthías. Hégómlegur á fallegan máta Guðrún Nordal, forstöðumaður og prófessor, er meðal þeirra sem minnist Matthíasar en hún var 12 ára þegar hún rakst fyrst á hann, þá sem sendill á ritstjórn Morgunblaðsins. Þetta var ævintýraheimur og fullur af skemmtilegu og minnisstæðu fólki. Guðrún segir Matthías ástríðufullt skáld, lesanda og fræðimann sem skrifaði af miklu næmi um Sturlu Þórðarson og Njálu, sem var auðvitað hans bók.háskóli íslands „Þar var Matthías fremstur meðal jafningja; loftið breyttist í kringum hann. Hann fór ekki í manngreiningarálit og kom fram við okkur sendlana eins og alla hina, fannst mér í það minnsta.“ Guðrún segir að á þessum árum hafi orðið miklar sviptingar og harka í íslensku samfélagi og furðulegt hvernig Matthías hélt sjó í skáldskap sínum og ritstörfum. „Hann var ástríðufullt skáld, lesandi og fræðimaður, skrifaði af miklu næmi um Sturlu Þórðarson og Njálu, sem var auðvitað hans bók og viðfangsefni í meistaraprófsritgerðinni, en ekki síður um samtímann.“ Bubbi Morthens tónlistarmaður minnist Matthíasar einnig en það er ekki af ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Matthías var marglaga persóna, segir Bubbi. Fyrir sumum hafi hann og Styrmir Gunnarsson heitinn sem ritstjóri haft meiri völd en ráðamenn þjóðarinnar. En Bubbi kynntist Matthíasi 1990, þegar þýðan var skollin á eftir kalda stríðið. „Við urðum vinir, veiddum lax saman og hann las mér nýort ljóð. Og fyrir mér var hann skáldið og veiðimaðurinn, ekki ritstjórinn. Hann var slyngur veiðimaður og frábært skáld og sum ljóða hans eru einfaldlega mögnuð. Ég á minningar þar sem við sitjum á bakkanum og tölum um kalda stríðið og hvernig það eyðilagði svo margt hér á landi; um Einar Ben. og Sturlunga; um gildi þess að trúa á ljóðið og mátt þess.“ Bubbi ásamt Jóni Kalmann, þarna við útför Guðbergs í Hörpu. Bubbi kynntist Matthíasi sem veiðimanni og segir hann fallega hégómlegan gagnvart ljóðum sínum.vísir/vilhelm Bubbi segir Matthías hlýjan mann með fallega lund og að hann hafi verið trúaður á sinn hátt. „Við töluðum um Guð og hversu mikilvægt væri fyrir manninn að trúa. Honum var annt um skáldaheiður sinn og líkt og allir stórir listamenn var hann hégómlegur á fallegan máta. Það var happafengur fyrir mig að kynnast skáldinu og mér finnst ég heppinn að hafa fengið að eiga stundir með honum við laxveiðar.“ Ekki vildum við að hann væri hér fullur og skandalíserandi Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri hjá Félagi atvinnurekenda, starfaði áður sem blaðamaður og ritstjóri. Hann segist, líkt og eiginlega allir sem störfuðu á Morgunblaðinu undir stjórn Matthíasar, eiga honum margt að þakka. „Hann sýndi mér mikið traust, kornungum. Sumarið sem ég varð 23 ára ákvað Matthías til dæmis að senda mig til Moskvu að fjalla um leiðtogafund Bush yngri og Gorbatsjovs. Ólafur Stephensen starfaði lengi með Matthíasi. Hann býður upp á gamansögu af Matthíasi en hann var úti í Rússlandi þegar faðir hans hélt upp á sextugsafmæli sitt.vísir/Egill Það þýddi að ég missti af sextugsafmæli föður míns, sem var haldið í Viðeyjarstofu. Þar var Matthías gestur og pabbi fór til hans og þakkaði honum fyrir að hafa sent strákinn til Rússlands. Ekkert að þakka, Þórir minn, sagði Matthías með brosi á vör. Ekki vildum við að hann yrði hér fullur og skandalíserandi.“ Friðrika Benónýsdóttir rithöfundur minnist Matthíasar og segist eiga honum meira að þakka en flestum. „Ég hafði byrjað að skrifa bókmenntagagnrýni fyrir blaðið árið áður, svo hann vissi hver ég var þótt við hefðum ekki hist fyrr. Matthías var skemmtilegur og kurteis en sagði mér að því miður væru blaðamannaprófin búin þetta árið og því enginn flötur á því að hann gæti ráðið mig. Friðrika minnist Matthíasar með vel völdum orðum.Anton Brink Ég fór heim, kom börnunum í rúmið og velti fyrir mér hvar ég ætti að sækja um vinnu næst. Þá hringdi síminn. Það var Matthías. „Sæl, Friðrika. Heyrðu þetta er vitleysa í mér. Þú skrifar vel um bókmenntir, þá geturðu skrifað um allt. Þú getur byrjað á mánudaginn. Vertu sæl.“ Og þar með voru örlög mín ráðin.“ Friðrika segist ekki hafa verið Matthíasi sammála í flokkapólitíkinni en það hafi síður en svo farið fyrir brjóstið á Matthíasi sem varði hana fyrir ýmsum mektarmönnum í Sjálfstæðsiflokknum, en þeir „unnvörpum í Matthías og heimtuðu að hann næði stjórn á þessum „stelpukrakka“. En Matthías varði mig alltaf, stóð með mér og stappaði í mig stálinu. „Þú mátt aldrei láta annað fólk segja þér hvað þú átt að skrifa,“ var mantran sem hann barði inn í hausinn á mér.“ Einn áhrifamesti og merkasti samtímamaður okkar Friðrik Rafnsson þýðandi segir Matthías einn merkasta og áhrifamesta samtímamann okkar okkar; sem blaðamaður, ritstjóri, skáld, ritgerðahöfundur og menningarforkólfur. „Hann var feikivel að sér í íslenskum bókmenntum og vitnaði jafnt í Íslendingasögurnar, Jónas Hallgrímsson, Stein Steinarr og Tómas Guðmundsson, en fylgdist líka mjög vel með því sem var að gerast í samtímanum.“ Friðrik segist hafa átt reglulega fundi með Matthíasi á Hótel Sögu um árabil, einkum þegar Friðrik var ritstjóri Tímarits Máls og menningar á árunum 1993 til 2001. „Þá ræddum við fram og til baka um bókmenntir og listir. Ég man hvað hann hafði leiftrandi áhuga á öllu, spurði spurninga og velti umtalsefninu fyrir sér af einstakri næmni, ræddi menn og málefni fordómalaust og af opnum huga. Eitt af því sem ég er stoltastur af að hafa birt í TMM er viðtal sem Silja Aðalsteinsdóttir tók við hann. Þar hófu þau sig bæði yfir skiptinguna hægri-vinstri í pólitík og ræddu sameiginlegt áhugamál, bókmenntir og listir, af sjaldgæfri andagift og þekkingu.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson segir Matthías hafa verið einstakan andans mann og mikila manneskju.vísir/vilhelm Friðrik segir mikla gæfu að hafa fengið að kynnast Matthíasi og Sigmundur Ernir Rúnarsson segir: „Einstakur andans maður og mikil manneskja.“ Guðmundur Magnússon sagnfræðingur og rithöfundur bætir því við orð Friðriks að hann muni hversu glaður hann var þegar ljóð eftir hann birtist í TMM 1986. „Líklega í fyrsta sinn. Mér fannst hann skynja þetta sem ákveðin kaflaskil á ferli sínum. Talaði um að nú væru gamlar víglínur horfnar og ný veröld tekin við.“ Sá til þess að Snærós fengi að sjá barnatímann Matthías lést aldinn og áhrif hans ganga þvert á kynslóðabönd. Snærós Sindradóttir fjölmiðlamaður segir Matthías einn eftirminnilegasta mann sem á vegi hennar hefur orðið. „Þegar ég fékk að skottast um ritstjórnargólf Morgunblaðsins, eftir að leikskóladeginum var lokið, átti ég mörg falleg og góð samtöl við Matthías, og hann kom fram við mig af hlýju og virðingu. Oftar en ekki markaði koma mín inn í fundarherbergið á annarri hæð hússins einhverskonar endapunkt og hann lauk hið snarasta frétta- eða forsíðufundi svo ég gæti horft á barnatímann í sjónvarpi herbergisins. Það er ógleymanlegt að fylgjast með Matthíasi og fréttastjórum Morgunblaðsins setja prófarkir blaðsins saman og máta prentaðar síðurnar hverja við aðra.“ Og Birta Björnsdóttir fréttamaður á RÚV minnist Matthíasar einnig. „Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að þræða ganga Morgunblaðsins í Kringlunni. Var innanhússsendill og sá um að skjótast með það sem vantaði fyrir starfsmenn hússins. Á þriðju hæðinni voru ritstjórarnir. Það varð fljótt tilhlökkunarefni að koma þar við, Matthías gaf sér alltaf tíma til að spjalla við sendilinn unga.“ Nokkru síðar fór Birta að skrifa í blaðið hans og alltaf hvatti Matthías hana til dáða: „Gaf góð ráð og sýndi háskólanámi mínu sérstakan áhuga. Ég minnist Matthíasar með mikilli hlýju og sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessa góða manns.“ Tók viðtal við sjálfan konung viðtalanna Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur segir vel mega tala um endalok tímaskeiðs þegar Matthías Johannessen skáld og ritstjóri falli frá því að hann hafði geysileg áhrif hér á landi meðan hann stýrði Morgunblaðinu – og það gerði hann í næstum því hálfa öld. „Hann stóð fyrir því að losa blaðið undan einokunaráhrifum Sjálfstæðisflokksins og opnaði það fyrir röddum fólks með alls konar skoðanir. Með því gerði hann blaðið að stórveldi en seigdrap vissulega um leið önnur dagblöð,“ skrifar Silja í eftirmælum á Facebook-síðu sinni. Silja segir að Matthías hafi ekki viljað ráða sig á blaðið og 1066 og hafi raunar verið frekar dónalegur við sig, sagðist ekki gera annað heilu sumrin en að kenna hálfvitum! „Þegar ég kvartaði undan þessu við ritstjórann minn sumarið eftir, Margréti Heinreksdóttur góðvinkonu hans, sagði hún mér til skýringar að hann hefði haldið að ég væri þrettán ára grislingur með mikilmennskubrjálæði! Silja tók viðtal við Matthías sem sjálfur var konungur viðtalanna.vísir/vilhelm Reyndar var ég í gallabuxum og með hárið í tveim fléttum þegar ég kom í viðtalið til hans, ekki beint eins og virðulegur háskólanemi.“ Silja segir, eins og svo margir aðrir, að Matthías hafi verið frægur fyrir viðtöl sín sem komu bæði í Mogga og mörgum heilum bókum. „Það var því fyrirkvíðanlegt að taka viðtal við hann en það gerði ég fyrir 3. hefti TMM 1996, „Kónguló sem spinnur inn í tómið“ og skemmti mér konunglega. Viðtalið er líka ágætt, held ég.“
Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira