Agnar um þrettánda titilinn: „Alltaf nýtt ævintýri“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. mars 2024 19:37 Agnar Smári Jónsson starir á bikarinn Vísir/Hulda Margrét Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43. Þetta var 13 titillinn sem Agnar vinnur á ferlinum og að hans mati eru allir jafn mikilvægir. „Ég held að það hafi verið áherslurnar okkar sem kláruðu þetta. Hlaupa hratt en samt skynsamlega. Vörnin okkar var geðveik og þvílík færsla sem við fengum og Björgvin datt í gang. Við byrjuðum illa varnarlega og fengum litla markvörslu en við ræddum um það í hálfleik og þá kom færslan, markvarslan og hraðaupphlaupin,“ sagði Agnar Smári Jónsson um spilamennsku Vals. Agnar þekkir ÍBV liðið vel og sagði að hann vissi að þeir myndu koma til baka og að hans mati gerðu Eyjamenn það. „ÍBV kemur alltaf til baka og ég bjóst alltaf við því og þeir komu með áhlaup. En það var mögnuð einbeiting hjá okkur og við náðum alltaf að keyra í bakið á þeim og skora sem dró tennurnar úr þeim.“ „Mikið hrós á Eyjamenn. Það er árshátíð Vestmannaeyjabæjar og fólk er að fórna henni til að styðja sitt lið. Það má ekki gleyma okkar fólki og það var geðveik mæting hjá stuðningsmönnum Vals.“ Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sautján mörk og Agnar sagði að það hafi verið yndislegt að fylgjast með honum í þessum gír. „Þetta var yndislegt. Litli hitinn á gæjanum. Hann hætti ekki að skora og þegar þú ert kominn í þann ham þá hættirðu ekki.“ Agnar Smári Jónsson var ánægður með leikinnVísir/Hulda Margrét Agnar Smári hefur verið afar sigursæll sem leikmaður og þetta var þrettándi titillinn sem hann vinnur. Agnar vildi þó ekki bera þá saman og sagði að hver titill væri einstakur. „Þetta er alltaf jafn gaman. Maður þarf að hugsa þetta sem forréttindi og það er ekki sjálfgefið að fara í svona leiki.“ „Maður fórnar helling að komast í svona leiki og þess vegna má maður ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er alltaf nýtt ævintýri og þar er aldrei sama liðið sem maður gengur í gegnum þessa hluti með og maður þarf að sýna þeim sem hafa ekki farið í svona leiki virðingu og gefa sig allan í verkefnið,“ sagði Agnar Smári að lokum. Klippa: Agnar Smári um þrettánda titilinn Valur Powerade-bikarinn Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira
„Ég held að það hafi verið áherslurnar okkar sem kláruðu þetta. Hlaupa hratt en samt skynsamlega. Vörnin okkar var geðveik og þvílík færsla sem við fengum og Björgvin datt í gang. Við byrjuðum illa varnarlega og fengum litla markvörslu en við ræddum um það í hálfleik og þá kom færslan, markvarslan og hraðaupphlaupin,“ sagði Agnar Smári Jónsson um spilamennsku Vals. Agnar þekkir ÍBV liðið vel og sagði að hann vissi að þeir myndu koma til baka og að hans mati gerðu Eyjamenn það. „ÍBV kemur alltaf til baka og ég bjóst alltaf við því og þeir komu með áhlaup. En það var mögnuð einbeiting hjá okkur og við náðum alltaf að keyra í bakið á þeim og skora sem dró tennurnar úr þeim.“ „Mikið hrós á Eyjamenn. Það er árshátíð Vestmannaeyjabæjar og fólk er að fórna henni til að styðja sitt lið. Það má ekki gleyma okkar fólki og það var geðveik mæting hjá stuðningsmönnum Vals.“ Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sautján mörk og Agnar sagði að það hafi verið yndislegt að fylgjast með honum í þessum gír. „Þetta var yndislegt. Litli hitinn á gæjanum. Hann hætti ekki að skora og þegar þú ert kominn í þann ham þá hættirðu ekki.“ Agnar Smári Jónsson var ánægður með leikinnVísir/Hulda Margrét Agnar Smári hefur verið afar sigursæll sem leikmaður og þetta var þrettándi titillinn sem hann vinnur. Agnar vildi þó ekki bera þá saman og sagði að hver titill væri einstakur. „Þetta er alltaf jafn gaman. Maður þarf að hugsa þetta sem forréttindi og það er ekki sjálfgefið að fara í svona leiki.“ „Maður fórnar helling að komast í svona leiki og þess vegna má maður ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er alltaf nýtt ævintýri og þar er aldrei sama liðið sem maður gengur í gegnum þessa hluti með og maður þarf að sýna þeim sem hafa ekki farið í svona leiki virðingu og gefa sig allan í verkefnið,“ sagði Agnar Smári að lokum. Klippa: Agnar Smári um þrettánda titilinn
Valur Powerade-bikarinn Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira