Ágúst: „Það er kannski svona okkar uppskrift“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. mars 2024 20:17 Valskonur eru komnar í úrslitaleik Powerade-bikarsins og fögnuðu vel í kvöld. vísir/Anton Valur mun leika til bikarúrslita kvenna á laugardaginn kemur. Varð það ljóst eftir öruggan sigur gegn ÍR í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 21-29 þar sem Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var markahæst með níu mörk. Ágúst Jóhannsson var að vonum sáttur með sitt lið beint eftir leik. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins, mér fannst við spila stóran kafla mjög vel. Varnarleikurinn góður, náðum að halda þeim í 21 marki, samt hefur markvarslan oft verið betri þannig að við eigum það aðeins inni fyrir laugardaginn. Náðum að keyra ágætlega á þær, sérstaklega svona framan af leik svo fórum við aðeins að hægja á þegar við sáum í hvað stemmdi. Spara aðeins orkuna og hvíla okkur en sigldum þessu bara örugglega. Bara sannfærandi sigur.“ Ágúst hrósaði þó frammistöðu ÍR-liðsins í leiknum en mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliði ÍR síðustu mánuði. „Mikið hrós til ÍR-liðsins. Mér finnst þær spila vel og þær voru óheppnar að missa Hönnu [Karen Ólafsdóttur] út snemma í leiknum. Þær voru erfiðar og bara virkilega flottur framgangur á þeirra leik.“ Varnarleikurinn var grunnur Vals að sigrinum með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir fremsta í stafni í þeim hluta leiksins. „Við spilum bara yfirleitt góða 6-0 vörn með stabíla markvörslu, það er kannski svona okkar uppskrift, og að keyra hraðaupphlaupinn. Við bara gerðum það vel sérstaklega í fyrri hálfleik, skorum 17 mörk og vorum komnar í góða stöðu í hálfleik. Maður vissi að fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni myndu svona skera úr um það, að halda þessu þannig þá er maður komin í góð mál.“ Aðspurður hvernig undirbúningi liðsins verður háttað fram að úrslitaleiknum á laugardag, þá sló Ágúst á létta strengi. „Núna æfum við rólega á morgun og ég ætla bara að hrynja í það. Nei, ég er að djóka. Við bara æfum rólega á morgun og fundum og svo bara ætlum við að vera tilbúin að mæta, hvort sem það er Stjarnan eða Selfoss, bara hvort tveggja verðugir andstæðingar,“ sagði Ágúst að lokum. Powerade-bikarinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Ágúst Jóhannsson var að vonum sáttur með sitt lið beint eftir leik. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins, mér fannst við spila stóran kafla mjög vel. Varnarleikurinn góður, náðum að halda þeim í 21 marki, samt hefur markvarslan oft verið betri þannig að við eigum það aðeins inni fyrir laugardaginn. Náðum að keyra ágætlega á þær, sérstaklega svona framan af leik svo fórum við aðeins að hægja á þegar við sáum í hvað stemmdi. Spara aðeins orkuna og hvíla okkur en sigldum þessu bara örugglega. Bara sannfærandi sigur.“ Ágúst hrósaði þó frammistöðu ÍR-liðsins í leiknum en mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliði ÍR síðustu mánuði. „Mikið hrós til ÍR-liðsins. Mér finnst þær spila vel og þær voru óheppnar að missa Hönnu [Karen Ólafsdóttur] út snemma í leiknum. Þær voru erfiðar og bara virkilega flottur framgangur á þeirra leik.“ Varnarleikurinn var grunnur Vals að sigrinum með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir fremsta í stafni í þeim hluta leiksins. „Við spilum bara yfirleitt góða 6-0 vörn með stabíla markvörslu, það er kannski svona okkar uppskrift, og að keyra hraðaupphlaupinn. Við bara gerðum það vel sérstaklega í fyrri hálfleik, skorum 17 mörk og vorum komnar í góða stöðu í hálfleik. Maður vissi að fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni myndu svona skera úr um það, að halda þessu þannig þá er maður komin í góð mál.“ Aðspurður hvernig undirbúningi liðsins verður háttað fram að úrslitaleiknum á laugardag, þá sló Ágúst á létta strengi. „Núna æfum við rólega á morgun og ég ætla bara að hrynja í það. Nei, ég er að djóka. Við bara æfum rólega á morgun og fundum og svo bara ætlum við að vera tilbúin að mæta, hvort sem það er Stjarnan eða Selfoss, bara hvort tveggja verðugir andstæðingar,“ sagði Ágúst að lokum.
Powerade-bikarinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira