Sundlaugin fyllist á ný og bæjarbúar fagna Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2024 13:15 Íbúar á Þingeyri þurfa að bíða í einhverja daga enn áður en þeir stinga sér til sunds. Einhverja daga tekur að fylla laugina og ná réttu hitastigi. Ragnheiður Halla Byrjað er hleypa vatni ofan í sundlaugina á Þingeyri á ný þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Nýr dúkur hefur verið lagður þar sem sá eldri lak og segir starfsmaður sundlaugarinnar að bæjarbúar fagni innilega. „Þetta er mikill gleðidagur. Sundlaugin er eins og félagsmiðstöð hérna í bænum. Heitu pottarnir og sánan hafa verið opin og hefur eldra fólkið komið á morgnana og aðrir eftir vinnu. En börnin hafa ekki komist í laugina síðan 16. október þegar lauginni var lokað,“ segir Ragnheiður Halla Ingadóttir, starfsmaður sundlaugarinnar, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður Halla Fréttir bárust af því í haust loka hafi þurft lauginni eftir að grunur kviknaði um leka. Kom í ljós að dúkurinn væri ónýtur enda kominn til ára sinna. Könnun leiddi þá í ljós að vatnsyfirborðið lækkaði um 25 sentimetra á einum sólarhring. Tekur einhverja daga að fylla laugina Ragnheiður Halla segir að einhverja daga komi til með að taka að fylla laugina og sömuleiðis að ná réttu hitastigi. „En þetta lítur svakalega vel út og við erum öll mjög spennt að komast aftur ofan í laugina okkar.“ Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins eða árið 1996 og því orðinn 28 ára gamall. Almennt hefur verið talað um að endingartími sé um tuttugu ár. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar væru um tólf milljónir króna. Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Sundlaugar Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49 Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
„Þetta er mikill gleðidagur. Sundlaugin er eins og félagsmiðstöð hérna í bænum. Heitu pottarnir og sánan hafa verið opin og hefur eldra fólkið komið á morgnana og aðrir eftir vinnu. En börnin hafa ekki komist í laugina síðan 16. október þegar lauginni var lokað,“ segir Ragnheiður Halla Ingadóttir, starfsmaður sundlaugarinnar, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður Halla Fréttir bárust af því í haust loka hafi þurft lauginni eftir að grunur kviknaði um leka. Kom í ljós að dúkurinn væri ónýtur enda kominn til ára sinna. Könnun leiddi þá í ljós að vatnsyfirborðið lækkaði um 25 sentimetra á einum sólarhring. Tekur einhverja daga að fylla laugina Ragnheiður Halla segir að einhverja daga komi til með að taka að fylla laugina og sömuleiðis að ná réttu hitastigi. „En þetta lítur svakalega vel út og við erum öll mjög spennt að komast aftur ofan í laugina okkar.“ Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins eða árið 1996 og því orðinn 28 ára gamall. Almennt hefur verið talað um að endingartími sé um tuttugu ár. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar væru um tólf milljónir króna. Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla
Sundlaugar Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49 Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49
Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46