„Sem kvenmaður þá þarftu að sýna þig“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. mars 2024 20:01 Konurnar sem rætt var við sögðust allar hafa upplifað neikvæða orðræðu af einhverju tagi gagnvart kyni sínu í samskiptum við aðra spilara í gegnum tölvuleiki á netinu. Sú orðræða einkennist af kvenfyrirlitningu og kynbundnu áreiti. Vísir/Vilhelm „Ég skil það svo vel að stelpur þori ekki að taka eitthvað svona auka skref eða auglýsa sig mikið í þessu. Það er eitthvað svo innbyggt í manni að maður eigi ekki að gera þetta. Þetta er „strákaleikur,“ segir 25 ára íslensk kona sem er reglulega að „streyma“ og spila tölvuleiki og hefur skapað sér gott orðspor innan íslenska tölvuleikjaiðnaðarins sem streymari á Twitch streymisveitunni. Algengt er að ungir kvenkyns tölvuleikjaspilarar upplifi neikvæða orðræðu gagnvart kyni sínu í samskiptum við aðra spilara í gegnum tölvuleiki á netinu. Sú orðræða einkennist af kvenfyrirlitningu og kynbundnu áreiti. Þær upplifa jafnframt hótanir um nauðgun, svívirðingar og lítillækkandi athugasemdir. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem Linda Ósk Viktorsdóttir framkvæmdi í tengslum við lokaverkefni sitt til BA-gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands en í tengslum við rannsóknina ræddi hún við fimm ungar konur á aldrinum 18 til 25 ára sem eiga það sameiginlegt að spila, streyma og tala opinberlega um tölvuleiki. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort konur á Íslandi upplifi neikvæða orðræðu á borð við kvenfyrirlitningu vegna kyns síns innan tölvuleikjamenningarinnar, og einnig hvort þær upplifðu kynlífsvæðingu sem kvenkyns tölvuleikjaspilarar. Niðurstöður sýndu fram meðal annars fram á kynbundna orðræðu sem einkenndist af kvenfyrirlitningu, kynbundnu og kynferðislegu áreiti, klám- og kynlífsvæðingu streymisveita. Líkt og fram kemur í ritgerð Lindu hefur tölvuleikjaiðnaðurinn stækkað til muna vegna tækniframfara og tilkomu Internetsins, og orðinn hluti af dægurmenningunni. Hægt er að færa áhugamál sitt um tölvuleiki yfir í atvinnumennsku rafíþrótta og hefur tölvuleikjamenning á Íslandi ekki farið varhluta af því. Haldin eru rafíþróttamót hér á landi ásamt alls konar viðburðum tengdum tölvuleikjum. Kvenfyrirlitning og klámvæðing „Það var á mjög venjulegum degi þar sem ég var að skoða TikTok og rakst á eitt myndband af stelpu sem var að spila tölvuleik með strákum á netinu. Hún var að sýna hvernig þeir töluðu við hana, sem var á mjög neikvæðan hátt, ásamt því að sýna hvernig hún varði sig gagnvart þeim. Þá kom upp sú hugmynd hvort konur hér á landi væru líka að upplifa slíkt viðmót,“ segir Linda í samtali við Vísi. Líkt og Linda bendir á hefur tölvuleikjamenning á Íslandi lítið verið rannsökuð, og hvað þá upplifun kvenna sem tölvuleikjaspilarar. Aðspurð segir hún að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki beinlínis komið henni á óvart. Líkt og Linda bendir á hefur tölvuleikjamenning á Íslandi lítið verið rannsökuð.Aðsend „Ég var með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig staða kvenna er í tölvuleikjaheiminum með vitneskju um femininsma og persónulega reynslu sem kona. Ég vildi í raun sjá hvort þær hugmyndir myndu standast, sem þær því miður gerðu. Aftur á móti kom það mér á óvart hversu orðljótir sumir voru gagnvart viðmælendunum og hvað þær hafa þurft að ganga í gegnum eingöngu til að geta ræktað áhugamál sitt.“ Hvað er að þínu mati áhugaverðast við niðurstöðurnar, er eitthvað sérstakt sem þér finnst standa upp úr? „Ég tók eftir ákveðinni þversögn klámvæðingar og feðraveldisins inn á Twitch; hvernig konur nýta sér kvenfyrirlitninguna og klámvæðinguna sér í hag en á móti kemur er að þær eru einnig að ýta undir ríkjandi hugmyndir. Einnig fannst mér mjög áhugavert að sjá bjargráð viðmælendanna og hvernig það endurspeglar einstaklingsábyrgð þolenda en ekki sem samfélagslegt vandamál sem kynbundið áreiti er.“ Beðin um brjóstamyndir Kvenfyrirlitning og kynbundið áreiti var áberandi hjá viðmælendum Lindu. Þrjár úr hópnum segja frá hvernig kynbundið áreiti lýsir sér í athugasemdum á borð við „Farðu aftur í eldhúsið“ og „Þú átt ekki að spila tölvuleiki því þú ert kvenmaður.“ Ein þeirra bætir við að athugasemdir líkt og „Auðvitað náðir þú þessu ekki, þú ert kona“ eða „Ég vona að þér verði nauðgað“ væru einnig algengar. Ein úr hópnum, sem gefið er nafnið Viktoría, er 21 árs og byrjaði að spila tölvuleiki í kringum sex ára aldurinn. Hún stefnir á atvinnumennsku í rafíþróttum og keppir nú þegar í nokkrum leikjum á rafíþróttamótum á Íslandi. Að sögn Viktoríu er tölvuleikjamenningin „hræðileg“ þegar kemur að framkomu gagnvart kvenkyns tölvuleikjaspilurum. Karlmenn hafa beðið um brjóstamyndir frá henni og spurt hvort hún væri með stór brjóst. Önnur úr hópnum, Arna, segir það ekki skipta máli hvort henni gangi vel eða illa í tölvuleiknum; hún mun hvort sem er verða fyrir áreiti frá karlmönnum eingöngu vegna kyns síns. Önnur kona, sem nefnd er Birna, segir að áreiti sé ekki beint að kyni stráka og ekki nokkurn tímann gerðar neinar athugasemdir um kyn þeirra. Að hennar sögn er tölvuleikjamenningin gagnvart konum ótrúlega neikvæð þar sem karlmenn telja sig vera æðri konum og líta niður á þær. Þriðja konan, Sóley, telur aðrar stelpur vera hræddar við að byrja að spila tölvuleiki vegna þess að netheimurinn getur verið neikvæður og harkalegur. „Þú ert að spila online, með fullt af strákum, eiginlega aðallega bara strákum, og þeir drulla yfir þig ef það gengur ekki vel,“ segir hún og tekur dæmi um andstyggileg viðurnefni á borð við „bitch“ og „whore.“ Hún nefnir einnig á að margar stelpur hafi neyðst til að breyta notendanafni sínu og passa að sýna ekki neinn kvenleika í gegnum leikinn: „Það eru svo ótrúlega margar stelpur sem ég þekki sem hafa þurft að breyta nafninu sínu.“ Önnur kona úr hópnum, Arna segist hata að segja að það skipti máli hverju stelpur klæðast þegar þær eru að „streyma.“ Slíkt sé einfaldlega hluti af menningunni. Með því að kynlífsvæða sjálfa sig fá konurnar mun frekari athygli á streymisveitum. Hún minnist einnig á svokallað heitapotta streymi (e. hot tub streaming) en það er sérflokkur inn á Twitch streymisveitunni. „Það eru stelpur sem eru að stream-a úr heitapotti og sitja bara í pottinum allan daginn af því að þá eru þær með afsökun fyrir að vera sem fáklæddastar,“ segir hún og bætir við á öðrum stað. „Sem kvenmaður þá þarftu að sýna þig.“ Áhugavert að skoða einnig viðhorf karla Í niðurstöðum Lindu kemur fram að reynsla kvenna af kynbundu og kynferðislegu áreiti af höndum karlmanna hafi tíðkast öldum saman og það komi því ekki á óvart að slíkt yfirfærist á tölvuleikjaheiminn. „Þrátt fyrir mótspyrnu finna konur aftur á móti líka fyrir samþykki og finnast þær vera velkomnar af öðrum spilurum. Þessi atriði virðast hafa meira vægi heldur en mótlætið sem þær verða fyrir því þær eru alls ekki hættar að spila og stefna ekki á að hætta á næstunni.“ Linda tekur fram að rannsóknin hafi þó ákveðnar takmarkanir að því leyti að úrtaksstærðin er lítil og því ekki hægt að alhæfa um allar upplifanir íslenskra kvenna sem spila tölvuleiki. Hún bendir einnig á að það gæti verið áhugavert að skoða upplifun íslenskra karlmanna í samskiptum við aðra karlmenn eða við konur í gegnum tölvuleikjaspilun. Þá væri líka áhugavert að skoða viðhorf íslenskra karlmanna, sem spila tölvuleiki, gagnvart stöðu kvenna innan tölvuleikjamenningarinnar. „Hins vegar er klárt mál að þessi rannsókn er þarft innlegg í umræðuna um stöðu kvenna í íslenskri tölvuleikjamenningu og vonandi getur hún stuðlað að framtíðarrannsóknum, auknum stuðningi og fleiri úrræðum.“ Rafíþróttir Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Algengt er að ungir kvenkyns tölvuleikjaspilarar upplifi neikvæða orðræðu gagnvart kyni sínu í samskiptum við aðra spilara í gegnum tölvuleiki á netinu. Sú orðræða einkennist af kvenfyrirlitningu og kynbundnu áreiti. Þær upplifa jafnframt hótanir um nauðgun, svívirðingar og lítillækkandi athugasemdir. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem Linda Ósk Viktorsdóttir framkvæmdi í tengslum við lokaverkefni sitt til BA-gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands en í tengslum við rannsóknina ræddi hún við fimm ungar konur á aldrinum 18 til 25 ára sem eiga það sameiginlegt að spila, streyma og tala opinberlega um tölvuleiki. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort konur á Íslandi upplifi neikvæða orðræðu á borð við kvenfyrirlitningu vegna kyns síns innan tölvuleikjamenningarinnar, og einnig hvort þær upplifðu kynlífsvæðingu sem kvenkyns tölvuleikjaspilarar. Niðurstöður sýndu fram meðal annars fram á kynbundna orðræðu sem einkenndist af kvenfyrirlitningu, kynbundnu og kynferðislegu áreiti, klám- og kynlífsvæðingu streymisveita. Líkt og fram kemur í ritgerð Lindu hefur tölvuleikjaiðnaðurinn stækkað til muna vegna tækniframfara og tilkomu Internetsins, og orðinn hluti af dægurmenningunni. Hægt er að færa áhugamál sitt um tölvuleiki yfir í atvinnumennsku rafíþrótta og hefur tölvuleikjamenning á Íslandi ekki farið varhluta af því. Haldin eru rafíþróttamót hér á landi ásamt alls konar viðburðum tengdum tölvuleikjum. Kvenfyrirlitning og klámvæðing „Það var á mjög venjulegum degi þar sem ég var að skoða TikTok og rakst á eitt myndband af stelpu sem var að spila tölvuleik með strákum á netinu. Hún var að sýna hvernig þeir töluðu við hana, sem var á mjög neikvæðan hátt, ásamt því að sýna hvernig hún varði sig gagnvart þeim. Þá kom upp sú hugmynd hvort konur hér á landi væru líka að upplifa slíkt viðmót,“ segir Linda í samtali við Vísi. Líkt og Linda bendir á hefur tölvuleikjamenning á Íslandi lítið verið rannsökuð, og hvað þá upplifun kvenna sem tölvuleikjaspilarar. Aðspurð segir hún að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki beinlínis komið henni á óvart. Líkt og Linda bendir á hefur tölvuleikjamenning á Íslandi lítið verið rannsökuð.Aðsend „Ég var með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig staða kvenna er í tölvuleikjaheiminum með vitneskju um femininsma og persónulega reynslu sem kona. Ég vildi í raun sjá hvort þær hugmyndir myndu standast, sem þær því miður gerðu. Aftur á móti kom það mér á óvart hversu orðljótir sumir voru gagnvart viðmælendunum og hvað þær hafa þurft að ganga í gegnum eingöngu til að geta ræktað áhugamál sitt.“ Hvað er að þínu mati áhugaverðast við niðurstöðurnar, er eitthvað sérstakt sem þér finnst standa upp úr? „Ég tók eftir ákveðinni þversögn klámvæðingar og feðraveldisins inn á Twitch; hvernig konur nýta sér kvenfyrirlitninguna og klámvæðinguna sér í hag en á móti kemur er að þær eru einnig að ýta undir ríkjandi hugmyndir. Einnig fannst mér mjög áhugavert að sjá bjargráð viðmælendanna og hvernig það endurspeglar einstaklingsábyrgð þolenda en ekki sem samfélagslegt vandamál sem kynbundið áreiti er.“ Beðin um brjóstamyndir Kvenfyrirlitning og kynbundið áreiti var áberandi hjá viðmælendum Lindu. Þrjár úr hópnum segja frá hvernig kynbundið áreiti lýsir sér í athugasemdum á borð við „Farðu aftur í eldhúsið“ og „Þú átt ekki að spila tölvuleiki því þú ert kvenmaður.“ Ein þeirra bætir við að athugasemdir líkt og „Auðvitað náðir þú þessu ekki, þú ert kona“ eða „Ég vona að þér verði nauðgað“ væru einnig algengar. Ein úr hópnum, sem gefið er nafnið Viktoría, er 21 árs og byrjaði að spila tölvuleiki í kringum sex ára aldurinn. Hún stefnir á atvinnumennsku í rafíþróttum og keppir nú þegar í nokkrum leikjum á rafíþróttamótum á Íslandi. Að sögn Viktoríu er tölvuleikjamenningin „hræðileg“ þegar kemur að framkomu gagnvart kvenkyns tölvuleikjaspilurum. Karlmenn hafa beðið um brjóstamyndir frá henni og spurt hvort hún væri með stór brjóst. Önnur úr hópnum, Arna, segir það ekki skipta máli hvort henni gangi vel eða illa í tölvuleiknum; hún mun hvort sem er verða fyrir áreiti frá karlmönnum eingöngu vegna kyns síns. Önnur kona, sem nefnd er Birna, segir að áreiti sé ekki beint að kyni stráka og ekki nokkurn tímann gerðar neinar athugasemdir um kyn þeirra. Að hennar sögn er tölvuleikjamenningin gagnvart konum ótrúlega neikvæð þar sem karlmenn telja sig vera æðri konum og líta niður á þær. Þriðja konan, Sóley, telur aðrar stelpur vera hræddar við að byrja að spila tölvuleiki vegna þess að netheimurinn getur verið neikvæður og harkalegur. „Þú ert að spila online, með fullt af strákum, eiginlega aðallega bara strákum, og þeir drulla yfir þig ef það gengur ekki vel,“ segir hún og tekur dæmi um andstyggileg viðurnefni á borð við „bitch“ og „whore.“ Hún nefnir einnig á að margar stelpur hafi neyðst til að breyta notendanafni sínu og passa að sýna ekki neinn kvenleika í gegnum leikinn: „Það eru svo ótrúlega margar stelpur sem ég þekki sem hafa þurft að breyta nafninu sínu.“ Önnur kona úr hópnum, Arna segist hata að segja að það skipti máli hverju stelpur klæðast þegar þær eru að „streyma.“ Slíkt sé einfaldlega hluti af menningunni. Með því að kynlífsvæða sjálfa sig fá konurnar mun frekari athygli á streymisveitum. Hún minnist einnig á svokallað heitapotta streymi (e. hot tub streaming) en það er sérflokkur inn á Twitch streymisveitunni. „Það eru stelpur sem eru að stream-a úr heitapotti og sitja bara í pottinum allan daginn af því að þá eru þær með afsökun fyrir að vera sem fáklæddastar,“ segir hún og bætir við á öðrum stað. „Sem kvenmaður þá þarftu að sýna þig.“ Áhugavert að skoða einnig viðhorf karla Í niðurstöðum Lindu kemur fram að reynsla kvenna af kynbundu og kynferðislegu áreiti af höndum karlmanna hafi tíðkast öldum saman og það komi því ekki á óvart að slíkt yfirfærist á tölvuleikjaheiminn. „Þrátt fyrir mótspyrnu finna konur aftur á móti líka fyrir samþykki og finnast þær vera velkomnar af öðrum spilurum. Þessi atriði virðast hafa meira vægi heldur en mótlætið sem þær verða fyrir því þær eru alls ekki hættar að spila og stefna ekki á að hætta á næstunni.“ Linda tekur fram að rannsóknin hafi þó ákveðnar takmarkanir að því leyti að úrtaksstærðin er lítil og því ekki hægt að alhæfa um allar upplifanir íslenskra kvenna sem spila tölvuleiki. Hún bendir einnig á að það gæti verið áhugavert að skoða upplifun íslenskra karlmanna í samskiptum við aðra karlmenn eða við konur í gegnum tölvuleikjaspilun. Þá væri líka áhugavert að skoða viðhorf íslenskra karlmanna, sem spila tölvuleiki, gagnvart stöðu kvenna innan tölvuleikjamenningarinnar. „Hins vegar er klárt mál að þessi rannsókn er þarft innlegg í umræðuna um stöðu kvenna í íslenskri tölvuleikjamenningu og vonandi getur hún stuðlað að framtíðarrannsóknum, auknum stuðningi og fleiri úrræðum.“
Rafíþróttir Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira