Kvikumagnið heldur áfram að aukast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2024 11:04 Frá Grindavík og hrauninu sem rann að bænum og yfir Grindavíkurveg í janúar. Vísir/Vilhelm Áfram eru auknar líkur á eldgosi á Reykjanesi í og við Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu þar sem segir að virknin hafi haldist stöðug undanfarna daga. Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútur. Líklegast er að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast og hraði landriss helst nokkuð jafn. Í hættumati er ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á áhættuna sem felst í því að vera innan hættusvæða. Mögulegt er að kvikuhlaup verði án þess að til eldgoss komi. Línuritið sýnir samanburð á magni af kviku sem safnast hefur undir Svartsengi áður en kvika hleypur yfir í Sundhnúksgígaröðina. Staða kvikusöfnunar 28. febrúar er merkt með rauðu. Magnið er fengið með líkanreikningum byggt á GPS gögnum og er háð óvissu. Mismiklar breytingar geta einnig sést á milli daga. Fjólubláa línan sýnir magn kviku sem safnaðist áður en kvikugangurinn mikli sem liggur undir Grindavík myndaðist 10. nóvember. 8,5 til 9 milljónir rúmmetra af kviku Líkanreikningar sýna að í dag hafa um 8,5-9 milljónir rúmmetra af kviku safnast fyrir undir Svartsengi. Hraðinn á landrisinu hefur haldist nokkurn veginn sá sami síðust daga. Að öllu jöfnu hefur dregið úr hraða landriss þegar nálgast hefur eldgos. Samkvæmt líkanreikningum safnast um hálf milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi á sólarhring. Ef horft er til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 – 13 milljón rúmmetrum. Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hraða nást efri mörk í næstu viku. Áfram eru auknar líkur á eldgosi næstu daga. Líklegast er að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og gæti það hafist með mjög stuttum fyrirvara. Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands sem gefið var út í dag helst óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildir fram á þriðjudaginn 5. mars að öllu óbreyttu. Líklegar sviðsmyndir haldast einnig óbreyttar frá því sem var birt fyrr í vikunni. Veðurstofan tekur fram að þó hún hafi á þessu stigi ekki aukið hættustig á umbrotasvæðunum þá geta aðstæður þar breyst mjög hratt og án fyrirvara. Þau sem eiga erindi inn á hættusvæðin þurfa að vera meðvituð um slíkt. Í því hættumati sem Veðurstofan gefur út er ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á þá áhættu sem felst í að vera innan hættusvæða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútur. Líklegast er að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast og hraði landriss helst nokkuð jafn. Í hættumati er ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á áhættuna sem felst í því að vera innan hættusvæða. Mögulegt er að kvikuhlaup verði án þess að til eldgoss komi. Línuritið sýnir samanburð á magni af kviku sem safnast hefur undir Svartsengi áður en kvika hleypur yfir í Sundhnúksgígaröðina. Staða kvikusöfnunar 28. febrúar er merkt með rauðu. Magnið er fengið með líkanreikningum byggt á GPS gögnum og er háð óvissu. Mismiklar breytingar geta einnig sést á milli daga. Fjólubláa línan sýnir magn kviku sem safnaðist áður en kvikugangurinn mikli sem liggur undir Grindavík myndaðist 10. nóvember. 8,5 til 9 milljónir rúmmetra af kviku Líkanreikningar sýna að í dag hafa um 8,5-9 milljónir rúmmetra af kviku safnast fyrir undir Svartsengi. Hraðinn á landrisinu hefur haldist nokkurn veginn sá sami síðust daga. Að öllu jöfnu hefur dregið úr hraða landriss þegar nálgast hefur eldgos. Samkvæmt líkanreikningum safnast um hálf milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi á sólarhring. Ef horft er til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 – 13 milljón rúmmetrum. Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hraða nást efri mörk í næstu viku. Áfram eru auknar líkur á eldgosi næstu daga. Líklegast er að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og gæti það hafist með mjög stuttum fyrirvara. Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands sem gefið var út í dag helst óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildir fram á þriðjudaginn 5. mars að öllu óbreyttu. Líklegar sviðsmyndir haldast einnig óbreyttar frá því sem var birt fyrr í vikunni. Veðurstofan tekur fram að þó hún hafi á þessu stigi ekki aukið hættustig á umbrotasvæðunum þá geta aðstæður þar breyst mjög hratt og án fyrirvara. Þau sem eiga erindi inn á hættusvæðin þurfa að vera meðvituð um slíkt. Í því hættumati sem Veðurstofan gefur út er ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á þá áhættu sem felst í að vera innan hættusvæða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira