Aukin skjálftavirkni og þolmörk að nálgast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 11:39 Benedikt G. Ófeigsson, fagstóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að gos geti í raun hafist henær sem er. vísir/arnar Skjálftavirkni við kvikuganginn á Reykjanesskaga hefur aukist sem bendir til þess að kvikumagnið sé komið að þolmörkum. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir áhyggjuefni að fólk sé að gista í Grindavík en vonar að það sé tilbúið að yfirgefa bæinn í flýti. Kvikumagnið undir Svartsengi stendur nú í um átta milljón rúmmetrum að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Það eru neðri mörkin miðað við það sem hlaupið hefur úr hólfinu í síðustu gosum „Þetta er að vaxa um svona hálfa milljón á dag þannnig að við nálgumst þetta „besta“ gildi miðað við matið á því sem fór út, sem er í kringum tíu. Það næst kannski á föstudag eða laugardag. Staðan er bara þannig núna að við getum búist við gosi hvenær sem er,“ segir Benedikt. Tvö hundruð Laugardalslaugar á dag Til að setja magnið sem streymir daglega inn í kvikuhólfið í samhengi má nefna að í innisundlaug Laugardalslaugar eru um 2.500 rúmmetrar af vatni. Því má segja að kvika sem myndi fylla tvö hundruð slíkar laugar bætist þar við á hverjum degi. Um þessar mundir er gist í um tíu húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Langlíklegast er talið að kvikan komi upp á svipuðum slóðum og síðast eða á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Talsvert var um skjálfta við kikuganginn í nótt og smáskjálftahrina á fjórða tímanum. „Það er eins og virknin sé aðeins að aukast í kringum þetta, sem bendir til þess að þetta sé að nálgast einhver brotmörk. Þetta er svona farið að nálgast þau mörk sem þetta þolir og þá fer að sjást aðeins meiri virkni í kringum þetta,“ segir Benedikt. Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútna. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er gist í um tíu húsum í Grindavík. „Það er alltaf aðeins áhyggjuefni að fólk sé að gista þarna en þetta er náttúrulega fólk sem veit hvað er að fara gerast og er tilbúið. Eins og þau hafa talað virðast þau klár í að fara hvenær sem er, hvort sem það sé að nóttu eða degi. Þannig ég vona bara að það sé staðan,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Kvikumagnið undir Svartsengi stendur nú í um átta milljón rúmmetrum að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Það eru neðri mörkin miðað við það sem hlaupið hefur úr hólfinu í síðustu gosum „Þetta er að vaxa um svona hálfa milljón á dag þannnig að við nálgumst þetta „besta“ gildi miðað við matið á því sem fór út, sem er í kringum tíu. Það næst kannski á föstudag eða laugardag. Staðan er bara þannig núna að við getum búist við gosi hvenær sem er,“ segir Benedikt. Tvö hundruð Laugardalslaugar á dag Til að setja magnið sem streymir daglega inn í kvikuhólfið í samhengi má nefna að í innisundlaug Laugardalslaugar eru um 2.500 rúmmetrar af vatni. Því má segja að kvika sem myndi fylla tvö hundruð slíkar laugar bætist þar við á hverjum degi. Um þessar mundir er gist í um tíu húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Langlíklegast er talið að kvikan komi upp á svipuðum slóðum og síðast eða á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Talsvert var um skjálfta við kikuganginn í nótt og smáskjálftahrina á fjórða tímanum. „Það er eins og virknin sé aðeins að aukast í kringum þetta, sem bendir til þess að þetta sé að nálgast einhver brotmörk. Þetta er svona farið að nálgast þau mörk sem þetta þolir og þá fer að sjást aðeins meiri virkni í kringum þetta,“ segir Benedikt. Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútna. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er gist í um tíu húsum í Grindavík. „Það er alltaf aðeins áhyggjuefni að fólk sé að gista þarna en þetta er náttúrulega fólk sem veit hvað er að fara gerast og er tilbúið. Eins og þau hafa talað virðast þau klár í að fara hvenær sem er, hvort sem það sé að nóttu eða degi. Þannig ég vona bara að það sé staðan,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira