Þýskaland lögleiðir kannabis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 23:13 Olaf Scholz kanslari Þýskalands ásamt Karl Lauterbacher heilbrigðisráðherra í þýska þinghúsinu. EPA/Clemens Bilan Löglegt verður að ganga um með allt að 25 grömm af kannabis í Þýskalandi frá og með fyrsta apríl. Einnig má rækta allt að þrjár kannabisplöntur og eiga fimmtíu grömm heima til einkanota. Nýju lögin voru samþykkt á þýska þinginu fyrir helgi og segir Karl Lauterbach heilbrigðisráðherra Þýskalands að ætlunin sé með þeim að draga úr umsvifum svarts grasmarkaðs og gæta betur kannabisnotkunar barna og ungs fólks. Hann segir orðræðu andstæðinga löggjafarinnar jafngilda því að „stinga höfðinu í sandinn.“ Grasneysla ungmenna hefur vaxið gífurlega í Þýskalandi unfanfarin ár og ofneysla efnisins getur haft skaðlegar afleiðingar á heilaþroska í för með sér. Kannabisefnin sem eru til sölu ólöglega í dag séu orðin töluvert sterkari en þau voru og erfitt að fylgjast með gæðum þessara efna sem ungt fólk og börn nota í svo ríkulegum mæli. Lögleiðing kannabisefna hefur verið til umræðu í Þýskalandi í mörg ár. Frumvarpiðvar að lokum samþykkt með 407 atkvæðum gegn 226. Samkvæmt umfjöllun Guardian nota um sjö milljón Þjóðverjar kannabis með reglulegu millibili og þar af margir í lækningaskyni. Kannabisnotkun barna verður áfram ólögleg sem og notkun efnisins í grennd við skóla og leikskóla. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa þróun og hefur landstjórn Bæjaralands hreyft mótbárum. Hinn íhaldssami Kristilegi demókrataflokkur sem er þar í meirihluta hefur til að mynda beðið ríkisstjórnina um að endurhugsa löggjöfina. Þessi nýja löggjöf gerir Þýskaland að þriðja Evrópusambandsríkinu til að lögleiða kannabis til einkanota á eftir Möltu og Lúxemborg. Þýskaland Kannabis Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Nýju lögin voru samþykkt á þýska þinginu fyrir helgi og segir Karl Lauterbach heilbrigðisráðherra Þýskalands að ætlunin sé með þeim að draga úr umsvifum svarts grasmarkaðs og gæta betur kannabisnotkunar barna og ungs fólks. Hann segir orðræðu andstæðinga löggjafarinnar jafngilda því að „stinga höfðinu í sandinn.“ Grasneysla ungmenna hefur vaxið gífurlega í Þýskalandi unfanfarin ár og ofneysla efnisins getur haft skaðlegar afleiðingar á heilaþroska í för með sér. Kannabisefnin sem eru til sölu ólöglega í dag séu orðin töluvert sterkari en þau voru og erfitt að fylgjast með gæðum þessara efna sem ungt fólk og börn nota í svo ríkulegum mæli. Lögleiðing kannabisefna hefur verið til umræðu í Þýskalandi í mörg ár. Frumvarpiðvar að lokum samþykkt með 407 atkvæðum gegn 226. Samkvæmt umfjöllun Guardian nota um sjö milljón Þjóðverjar kannabis með reglulegu millibili og þar af margir í lækningaskyni. Kannabisnotkun barna verður áfram ólögleg sem og notkun efnisins í grennd við skóla og leikskóla. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa þróun og hefur landstjórn Bæjaralands hreyft mótbárum. Hinn íhaldssami Kristilegi demókrataflokkur sem er þar í meirihluta hefur til að mynda beðið ríkisstjórnina um að endurhugsa löggjöfina. Þessi nýja löggjöf gerir Þýskaland að þriðja Evrópusambandsríkinu til að lögleiða kannabis til einkanota á eftir Möltu og Lúxemborg.
Þýskaland Kannabis Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira