Tók morðið upp á símann: „Í myndunum mínum deyja alltaf allir“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. febrúar 2024 19:44 Kviðdómur fann Smith sekan í dómstól í Anchorage í vikunni. Vísir/Getty Karlmaður frá Suður-Afríku, Brian Steven Smith, var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur og fjölmörg kynferðisbrot gegn konunum báðum sem báðar voru frumbyggjar frá Alaska. Lögregla komst á snoðir um brot mannsins eftir að kona stal símanum hans og afhenti lögreglu í kjölfarið minnislykil með myndböndum og myndum úr honum. Kathleen Henry myrti hann árið 2019 og Veronicu Abouchuk, annað hvort 2018 eða 2019. Báðar voru þær frá smábæjum í Anchorage og höfðu báðar verið heimilislausar á einum tímapunkti. Á minnislyklinum var að finna myndbönd af því þegar hann pyntaði Henry á hótelherbergi og myrti. Í myndbandinu má heyra hann segja frá því sem gerist og því sem hann gerir. Andlit Smith sést aldrei en í myndbandinu hvetur hann hana til að deyja á milli þess sem hann ber hana og kyrkir. Myndböndin eru tekin á tveggja daga tímabili í september árið 2019. „Í myndunum mínum deyja alltaf allir,“ segir hann og spyr hvað áhangendur hans mun eiginlega halda og að fólk þurfi að vita þegar það er verið að „raðmyrða það“. Ók með hana látna í tvo daga Í frétt AP um málið kemur fram að aðeins kviðdómarar fengu að sjá myndböndin en hljóðið heyrðist út í sal. Í myndböndunum mátti heyra Henry reyna að anda áður en hún loks lést. Fram kom í máli saksóknara að Smith hefði ekið með lík hennar í skotti bíls síns í tvo daga áður en hann losaði sig við það á sveitavegi suður af Anchorage. Síðustu myndirnar á minnislyklinum sem lögregla fékk voru af konunni í skotti bílsins. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi Smith að hafa myrt Abouchuk. Hann sagðist hafa tekið hana upp í bíl sinn þegar eiginkona hans var ekki í bænum. Hún hafi lyktað en neitað að fara í sturtu eins og hann bað hana um. Þá hafi hann farið í uppnám, sótt byssu í bílskúr sinn og losað sig svo við líkið. Hann sagði lögreglu hvar hann hafði skilið líkið eftir en lögregla fann við leit höfuðkúpu með sári eftir byssuskot. Engin dauðarefsing í Alaska Í umfjöllun AP um málið segir að Smith hafi ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann var fundinn sekur í dómstóli í Anchorage fyrir helgi. Alls voru ákærurnar fjórtán fyrir bæði morðin og kynferðisbrotin. Enn á eftir að kveða upp dóm og því liggur ekki fyrir hversu lengi hann þarf að afplána fyrir brot sín. Kveðinn verður upp dómur í júlí en í frétt AP segir að dauðarefsingin sé ekki notuð í Alaska. Samkvæmt lögum getur hann átt yfir höfði sér dóm allt frá 30 árum til 99 árum fyrir morðið á Abouchuk. Konan sem rændi símanum af Smith starfar við vændi og rændi símanum úr flutningabíl hans. Eftir að hafa séð efnið í símanum setti hún það á minnislykil og afhendi lögreglu. Hún var lykilvitni í málinu. Eftir að Smith var handtekinn viðurkenndi hann að hafa myrt aðra konu sem einnig var af frumbyggjaættum. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Kathleen Henry myrti hann árið 2019 og Veronicu Abouchuk, annað hvort 2018 eða 2019. Báðar voru þær frá smábæjum í Anchorage og höfðu báðar verið heimilislausar á einum tímapunkti. Á minnislyklinum var að finna myndbönd af því þegar hann pyntaði Henry á hótelherbergi og myrti. Í myndbandinu má heyra hann segja frá því sem gerist og því sem hann gerir. Andlit Smith sést aldrei en í myndbandinu hvetur hann hana til að deyja á milli þess sem hann ber hana og kyrkir. Myndböndin eru tekin á tveggja daga tímabili í september árið 2019. „Í myndunum mínum deyja alltaf allir,“ segir hann og spyr hvað áhangendur hans mun eiginlega halda og að fólk þurfi að vita þegar það er verið að „raðmyrða það“. Ók með hana látna í tvo daga Í frétt AP um málið kemur fram að aðeins kviðdómarar fengu að sjá myndböndin en hljóðið heyrðist út í sal. Í myndböndunum mátti heyra Henry reyna að anda áður en hún loks lést. Fram kom í máli saksóknara að Smith hefði ekið með lík hennar í skotti bíls síns í tvo daga áður en hann losaði sig við það á sveitavegi suður af Anchorage. Síðustu myndirnar á minnislyklinum sem lögregla fékk voru af konunni í skotti bílsins. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi Smith að hafa myrt Abouchuk. Hann sagðist hafa tekið hana upp í bíl sinn þegar eiginkona hans var ekki í bænum. Hún hafi lyktað en neitað að fara í sturtu eins og hann bað hana um. Þá hafi hann farið í uppnám, sótt byssu í bílskúr sinn og losað sig svo við líkið. Hann sagði lögreglu hvar hann hafði skilið líkið eftir en lögregla fann við leit höfuðkúpu með sári eftir byssuskot. Engin dauðarefsing í Alaska Í umfjöllun AP um málið segir að Smith hafi ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann var fundinn sekur í dómstóli í Anchorage fyrir helgi. Alls voru ákærurnar fjórtán fyrir bæði morðin og kynferðisbrotin. Enn á eftir að kveða upp dóm og því liggur ekki fyrir hversu lengi hann þarf að afplána fyrir brot sín. Kveðinn verður upp dómur í júlí en í frétt AP segir að dauðarefsingin sé ekki notuð í Alaska. Samkvæmt lögum getur hann átt yfir höfði sér dóm allt frá 30 árum til 99 árum fyrir morðið á Abouchuk. Konan sem rændi símanum af Smith starfar við vændi og rændi símanum úr flutningabíl hans. Eftir að hafa séð efnið í símanum setti hún það á minnislykil og afhendi lögreglu. Hún var lykilvitni í málinu. Eftir að Smith var handtekinn viðurkenndi hann að hafa myrt aðra konu sem einnig var af frumbyggjaættum.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira