„Ég á ekkert DNA í syni mínum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2024 09:01 Eva er orðin nokkuð vön spurningum og athugasemdum frá hinum og þessum varðandi uppruna sonar hennar. En hún er ávallt fús til að svara þeim. Vísir/Vilhelm Aðalbjörgu Evu Sigurðardóttur dreymdi um að verða móðir alla tíð. Hún stóð á fertugu, einhleyp og barnlaus, og hún vissi að ef hún ætlaði að láta drauminn um barn verða að veruleika þá gæti hún ekki beðið. Ferlið sem leiddi til þess að sonur hennar, Sigurður Hrafn, kom í heiminn reyndist hins vegar langt, sársaukafullt og kostnaðarsamt. Í júlí árið 1979 kom fyrsta IVF barnið í heiminn og árið 1984 varð fyrsti frosni fósturvísirinn að barni. Árlega fæðast um það bil 500 þúsund börn með hjálp tæknifrjóvgunar. Sigurður Hrafn, eða Siggi eins og hann er alltaf kallaður, er eitt af þeim börnum. „Ég er týpan sem ætlaði sér alltaf að verða móðir. Mig langaði alltaf að eignast börn, alveg frá því ég var barn sjálf, það var bara þannig,“ segir Aðalbjörg Eva, eða Eva eins og hún er alltaf kölluð. Áður en hún hóf það ferli að eignast barn ein hafði hún verið í tveimur langtímasamböndum þar sem hún hafði reynt að eignast barn, án árangurs. Hún rifjar upp eitt skipti þar sem hún sat við matarborðið heima hjá foreldrum sínum. „Pabbi leit á mig og sagði: „Eva, þú átt bara að eiga börn. Ég get ekki hugsað til þess að þú eigir ekki barn.“ Skrítin upplifun að velja sæðisgjafa Árið 2021 byrjaði Eva á því að leita til Livio og gekkst í kjölfarið undir nokkrar glasameðferðir sem skiluðu engum árangri. Henni var tjáð að um „óútskýra ófrjósemi“ væri að ræða. Ljóst var að hún myndi þurfa bæði á sæðis-og eggjagjöf að halda ef hún ætlaði að eiga einhvern möguleika á að eignast barn. Á einhverjum tímapunkti nefndi læknir hjá Livio við Evu, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún gæti kannað það að gangast undir meðferð í Grikklandi. „Og staðan var bara þannig að ég var tilbúin að skoða allt. Ég vildi ekki þurfa að bíða í eitt og hálft ár, upp á von og óvön, eftir eggjagjöf. Það var búið að segja við mig að ég ætti bara að bíða og reyna aftur, en samt voru bara 15 prósent líkur á að þetta myndi takast, vegna þess að ég var orðin fertug. Og ég gat ekki hugsað mér að bíða.“ Ég vildi hámarka möguleikann á að eignast barn, og ég var tilbúin að gera nánast hvað sem er til þess. Og mig langaði ekki að reyna aftur heima á Íslandi. Eva fór á stúfana og var í kjölfarið bent á Serum-læknastöðina í Aþenu, en nokkur fjöldi Íslendinga hefur leitað þangað undanfarin ár með góðum árangri. „Og það liðu ekki nema tveir eða þrír dagar þar til ég hafði samband og í kjölfarið sendi ég þeim heilsufarsupplýsingar og slíkt og fór í fjarviðtal í gegnum netið.“ Áður en meðferðin gat hafist úti í Grikklandi þurfti Eva að fara í gegnum það ferli að velja hentugan sæðisgjafa frá Evrópska sæðisbankanum. Það var óneitanleg skrítin og sérstök reynsla að sitja fyrir framan tölvuskjá og fletta í gegnum „safnið.“ „Maður fær að sjá mynd af sæðisgjafanum þegar hann var barn, maður getur líka fengið að heyra upptöku af röddinni hans, og meira að segja fengið að sjá rithandarsýni. Svo fær maður auðvitað alla sjúkrasöguna hans og fjölskyldunnar hans í smáatriðum. Aðspurð um hvort hún hafi verið með einhver sérstök skilyrði varðandi sæðisgjafann svarar Eva neitandi. Hún valdi einnig að fá einungis takmarkaðar upplýsingar um gjafann. „Mér fannst ég bara ekki þurfa á því að halda. Það eina sem ég horfði til var menntunin hans, og að það væru engir geðsjúkdómar í ættinni. Það nægði mér alveg.“ Eva segir erfitt að lýsa því hversu mikið lífið hefur breyst eftir að hún varð loksins móðir.Vísir/Vilhelm Erfitt og dýrt ferli Nokkrum vikum seinna var Eva mætt út til Grikklands og þar tóku við allskyns rannsóknir og skoðanir. Hún segist hafa upplifað talsverðan mun á vinnubrögðum stofunnar í Grikklandi og hér heima. „Það var miklu betur haldið utan um mann, fannst mér. Ég gat fengið svör við öllum spurningum sem ég hafði, og aðhaldið var meira en það sem ég hafði upplifað heima á Íslandi. Það var rosalega vel hugsað um mann og það mætti manni nærgætni, hlýja og skilningur.“ IVF ferlinu fylgdi stíf lyfjagjöf, sem tók sinn toll á líkamann. „Það tók mikið af lyfjum, sterum, hormónum, sýklalyfjum og blóðþynnandi svo eitthvað sé nefnt. Mikið af sprautum og töflum sem ég myndi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að leggja á sig. Þetta var sturlað erfitt og rosalega dýrt,“ segir Eva en hún fékk meðal annars aðstoð frá foreldrum sínum til að fjármagna meðferðirnar. „Ég fékk líka mikinn fjárhagslegan stuðning frá Júlíu móðursystur minni. Ég á allri fjölskyldunni minni mikið að þakka," segir hún. Mig langaði svo oft að gefast upp en ég gerði það ekki. Það þarf sterkan líkama og haus til það fara í gengum IVF ferli. Hvort sem fólk gerir þetta í parasamböndum eða konur geri þetta einar. Sérstaklega af því að það er svo mikil óvissa, og svo margar spurningar. Þá er erfitt að vera einn í þessu. Þurfti að halda sterkt í vonina Eva þurfti á endanum að fara tvisvar út til Grikklands áður en hún varð ófrísk. Fyrri IVF meðferðin gekk ekki upp og Eva þurfti að fara aftur heim til Íslands til að ganga í gegnum aðgerð á legi. „Eftir mikið pepp og stuðning frá fólkinu mínu þá taldi ég í mig kjark og ákvað að reyna í síðasta sinn,“ segir hún en í seinna skiptið tók hún Áslaugu föðursystur sína og kæra vinkonu með sér út til stuðnings. „Lyfin fóru mjög illa í mig, mikið verr en í fyrri meðferðinni úti í Grikklandi enda búið að hækka bæði stera- og hormónaskammtinn,“ segir hún og bætir við að á þessum tímapunkti hafi hún verið nokkuð vondauf. „Það væru helber ósannindi að segja að ég hafi verið á góðum stað líkamlega og andlega þegar þessi vegferð hófst. Þetta er auðvitað svakalega mikið álag á líkamann, þetta er svo mikið inngrip, og allt hormónakerfið fer í rugl.“ Eva tekur fram að vissulega hafi hún verið svo heppin að hafa notið ótakmarkaðs stuðnings frá fjölskyldu og vinum í gegnum þetta allt saman. „En svo vildi maður ekki alltaf vera að íþyngja fólkinu í kringum sig, maður vildi ekki vera byrði á þeim.“ Hún minnist þess að þegar hún var komin nokkra daga inn í seinni IVF meðferðina í Grikklandi hafi hún skrifað í dagbókina sína að hún væri að hugsa um að hætta við allt saman. Segja þetta gott og gefa drauminn um barn uppá bátinn. „Ég var líka svo brunnin eftir fyrstu misheppnuðu meðferðina. Ég fór niður í mjög dimman dal. Af hverju er þetta ekki að ganga hjá mér?Er ég ekki þess virði að verða mamma? Af hverju fæ ég ekki að verða mamma eins og allar aðrar konur? Er ég ekki nógu mikil kona?“ Þann 27.október gekkst Eva síðan undir aðgerð þar sem tveir frosnir, fimm daga gamlir fósturvísar voru settir upp. Tæpum tveimur vikum seinna, þegar hún var komin aftur heim til Íslands, tók hún þungunarpróf. „Og það var neikvætt. Og ég sökk auðvitað langt niður, og dagurinn var erfiður. En síðan um nóttina tók ég annað próf og þá kom í ljós að ég var bara blússandi ólétt! Einhvern veginn tókst mér greinilega að taka fyrra óléttuprófið vitlaust,“ segir hún hlæjandi. „Ég var að gista heima hjá frænku minni og ég rauk strax fram og vakti alla fjölskylduna og nánast gólaði: „Ég er ólétt!“ Pabbi og bróðir minn og konan hans voru svo vakin líka með símhringingu þarna klukkan fimm um morguninn.“ Þráin var sterk Meðgangan gekk að sögn Evu nokkuð vel, þrátt fyrir svolitla erfiðleika fyrstu mánuðina. „Lyfjameðferðin reyndist mér reyndar erfið svo það var mikill léttir þegar ég hætti á lyfjunum í byrjun febrúar.“ Þann 11.júlí 2022 rættist síðan langþráður draumur Evu þegar Sigurður Hrafn fæddist. Gleðin var ólýsanleg. „Ást við fyrstu sýn“ eins og Eva orðar það. „Ég hafði Jórunni mágkonu mína mér við hlið í keisaranum og foreldar mínir voru með mér fyrir norðan í tvær vikur þegar hann var kominn í heiminn. Jórunn var eins og klettur við hliðina á okkur uppá fæðingadeild og dekraði svoleiðis við okkur. Hún tók pabba hlutverkið alla leið og efast ég um að nokkur karlmaður komist með tærnar þar sem hún hefur hælana þegar kemur að umönnun á sængurlegu!“ segir hún. „Mér finnst eins og lífið hafi fengið lit á þessum degi fyrir ári síðan þegar ég fékk bláan bálreiðan dreng á brjóstið sem var alls ekki á þeim buxunum að koma í heiminn á þessum degi en mamma ræður og í heiminn var hann mættur. Hann var fljótur að jafna sig og var hin rólegasti eftir stutta stund. Það er nokkuð einkennandi fyrir hans skapgerð.“ Myndiru ganga aftur í gegnum þetta ferli? „Það er auðvelt að segja nei, og mig langar að segja nei, ég hefði ekki getað gengið í gegnum þetta allt aftur. Ég held að flestir sem hafa gengið í gegnum svona ferli myndu segja það sama. En ég held að það hefði samt alltaf blundað í mér að reyna aftur. Þetta var bara svo stór partur af mér, að verða móðir, þráin var svo ótrúlega sterk, að ég hefði örugglega endað á því að gefa þessu annan séns. Eins og er stundum sagt: Vonin er manns besti vinur en getur líka verið manns helsti óvinur.“ Verðlaunin eru þau bestu en þegar illa gengur þá eru fáir sem skilja hjartasárið og örvæntinguna sem af því hlýst. Ég ber svo mikla virðingu fyrir öllum sem neyðast í þessa vegferð. Hún segir það nánast draumi líkast hversu vel allt hefur gengið eftir að Siggi kom í heiminn. „Ég segi alltaf að Siggi sé sérhannaður einstaklingur fyrir einstæða mömmu á besta aldri. Hann er algjör „Denni dæmalausi.“ Stanslaust að klifra á öllu og hoppandi niður. Algjör sprellari og fjörkálfur og er fyrir löngu búinn að bræða hjörtu allra í fjölskyldunni. Ég hef þráð að verða mamma síðan ég var mjög ung kona en þar sem það átti bara fyrir mér að liggja að eiga eitt barn þá er ég mjög þakklát fyrir að fá hann á þessum tímapunkti. Hann á mömmu sem hefur upplifað gleði og hamingju en líka erfiðleika sem enginn ætti að þurfa að upplifa og hún hefur sigrast á þeim. Það mun gera mig að betri móður. Ég gef mig alla í að vera mamma hans. Það er ekkert mikilvægara, það er ekkert meira áríðandi en að koma honum sem best út í lífið.“ Hún rifjar upp eftirminnilegt atvik þegar Siggi var átta mánaða gamall. Mæðginin fóru saman út að borða á Pítuna. Eldri maður gaf sig á tal við þau og fór að spjalla við Sigga. „Hann tyllir sér hjá okkur og talar um hversu gaman það er að sjá svona falleg og glöð börn. Hann segist vera níræður maður og einstaklega lánsamur í lífinu. Hann eigi fjögur börn, sextán barnabörn og enn fleiri barnabarnabörn. Við förum að ræða um þá gleði sem börn færa manni og hversu mikilvægt það sé að færast foreldrahlutverkið vel úr hendi. Hann spyr mig hvort ég eigi mann sem ég neita. Hann segir: „Þú,svona falleg kona þarft að finnaástina.“ Svo bendir hann á glæsilega konu sem situr og horfir til okkar og veifar og segir að þessa konu hafi hann átt í rúm sextíu ár og hann elski hana alltaf jafn mikið. Hann stendur upp og kveður okkur og labbar til hennar. Þegar þau eru að fara út labba þau til okkar og hann setur þúsund krónur á borðið og segir: „Leyfðu mér að gefa honum Sigurði litla þetta. Megi allt gott fylgja ykkur fallegu mæðginum.“ Hann segist heita Sæmi Rokk og að„svona gamall maður eins og hann þekki gott fólk þegar hann sér það.“ Hann tók svo í höndina á konunni sinni og þau gengu út í kvöldið.“ Eva er sjálfstæð móðir og er stolt af því.Aðsend Margar spurningar Eva er orðin nokkuð vön spurningum og athugasemdum frá hinum og þessum varðandi uppruna sonar hennar. „En ég hef alltaf verið mjög opin og ófeimin við að ræða þetta. Mér finnst bara gaman að segja fólki söguna af því hvernig Siggi varð til. En það er mörgum sem finnst þetta skrítið. Ég hef fengið svona athugasemdir eins og: Hvernig ætlaru að hafa þetta? Ertu bara ein með hann? Á hann ekki að eiga pabba? Fólk er mjög upptekið af því, að það sé enginn pabbi í spilinu. En fyrir mér breytir það engu. Það er vissulega staðreynd að ég á ekkert DNA í syni mínum, ég á bara blóðið. En ég bjó hann til, út frá þessum litla frumuklasa. Hann var inni í mér í níu mánuði. Og þegar ég horfi á hann þá sé ég til dæmis fullt af töktum frá pabba mínum, og mér líka.“ Hún bendir á að fyrir mörgum sé það kappsmál að börnin þeirra séu búin til úr þeirra eigin erfðaefni, og því sé fólk tilbúið að leggja ýmislegt á sig í barneignarferlinu. „Ef ég hefði verið rosalega ákveðin í því að nota mín eigin egg, mitt eigið DNA, þá er ekkert víst að þetta hefði gengið upp hjá mér. En fyrir sumum er það mikilvægt. Sæðisgjafinn og eggjagjafinn eru ekki foreldrar hans, þau eru frumugjafar. Og ég er mamma hans. Og þó að hann eigi ekki pabba, þá á hann yndislegan afa, og frænda, og fullt af karlkynsfyrirmyndum í kringum sig.“ Sigurður Hrafn er sannkallaður sprellikarl og gleðigjafi.Aðsend Mikilvægt að virða ræturnar „Siggi er engu að síður með grískt útlit, hann er dekkri en við hin og það er ekkert hægt að fela það. Og ég segi alltaf að hann sé hálfur Íslendingur og hálfur Grikki og ég er bara stolt af því. Hann á rætur í Grikklandi og ég ætla að virða það. Einn vinur minn sagði að í honum byggi viska Forn-Grikkja og hugrekki víkinganna. Ég vona að það sé eitthvað til í þessu hjá honum,“ segir Eva jafnframt. „Og ég ætla líka að sjá til þess að í framtíðinni muni hann fá að kynnast Grikklandi, ég ætla að fara með hann þangað, kynna hann fyrir landinu hans og þá munum við búa til minningar saman. Ég vil nefnilega ekki að það skapist hjá honum einhver togstreita þegar kemur að rótunum hans, eða að hann upplifi eins og ég hafi verið að fela eitthvað fyrir honum.“ Hún segir erfitt að lýsa því hversu mikið lífið hefur breyst eftir að hún varð loksins móðir. Hún er sjálfstæð móðir, og stolt af því. Hún er í raun bæði mamma og pabbi Sigga. „Við erum alltaf saman. Við erum fjölskylda, ég og hann. Síðan hann fæddist höfum við alltaf verið saman, fyrir utan tvær nætur. Ég er mikil útivistarkona og Siggi hefur gengið með mér mörg hundruð kílómetra bæði í vagni sem og á bakinu á mér. Hápunktur allra daga er þegar ég labba úr vinnunni að sækja hann og hann tekur á móti mér með opinn faðminn og bros á vör. Ég elska að vera mamma. Það er allt eins og það á að vera.“ Eva bætir við að ófrjósemi sé enn í dag töluvert tabú. „Það er svo erfitt að vera í þessari stöðu. Lengst fram eftir aldri þá gerir maður sjálfur, og samfélagið, ráð fyrir því að þetta muni bara gerast eðlilega, það sé bara sjálfsagt mál að verða ólétt og eignast barn. Ég veit ekki hversu oft ég hef fengið að heyra í gegnum tíðina: „Bíddu bara róleg“ eða „Slakaðu bara á, þetta kemur hjá þér“ eða „Þetta kemur þegar það á að koma.“ En þegar maður er í þessari stöðu, komin á ákveðinn aldur og tíminn er að renna út, þá er þetta eitthvað sem maður vill síst af öllu heyra. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að opna þessa umræðu. Það er svo mikilvægt að vita að maður er ekki einn.“ Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tækni Frjósemi Helgarviðtal Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Í júlí árið 1979 kom fyrsta IVF barnið í heiminn og árið 1984 varð fyrsti frosni fósturvísirinn að barni. Árlega fæðast um það bil 500 þúsund börn með hjálp tæknifrjóvgunar. Sigurður Hrafn, eða Siggi eins og hann er alltaf kallaður, er eitt af þeim börnum. „Ég er týpan sem ætlaði sér alltaf að verða móðir. Mig langaði alltaf að eignast börn, alveg frá því ég var barn sjálf, það var bara þannig,“ segir Aðalbjörg Eva, eða Eva eins og hún er alltaf kölluð. Áður en hún hóf það ferli að eignast barn ein hafði hún verið í tveimur langtímasamböndum þar sem hún hafði reynt að eignast barn, án árangurs. Hún rifjar upp eitt skipti þar sem hún sat við matarborðið heima hjá foreldrum sínum. „Pabbi leit á mig og sagði: „Eva, þú átt bara að eiga börn. Ég get ekki hugsað til þess að þú eigir ekki barn.“ Skrítin upplifun að velja sæðisgjafa Árið 2021 byrjaði Eva á því að leita til Livio og gekkst í kjölfarið undir nokkrar glasameðferðir sem skiluðu engum árangri. Henni var tjáð að um „óútskýra ófrjósemi“ væri að ræða. Ljóst var að hún myndi þurfa bæði á sæðis-og eggjagjöf að halda ef hún ætlaði að eiga einhvern möguleika á að eignast barn. Á einhverjum tímapunkti nefndi læknir hjá Livio við Evu, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún gæti kannað það að gangast undir meðferð í Grikklandi. „Og staðan var bara þannig að ég var tilbúin að skoða allt. Ég vildi ekki þurfa að bíða í eitt og hálft ár, upp á von og óvön, eftir eggjagjöf. Það var búið að segja við mig að ég ætti bara að bíða og reyna aftur, en samt voru bara 15 prósent líkur á að þetta myndi takast, vegna þess að ég var orðin fertug. Og ég gat ekki hugsað mér að bíða.“ Ég vildi hámarka möguleikann á að eignast barn, og ég var tilbúin að gera nánast hvað sem er til þess. Og mig langaði ekki að reyna aftur heima á Íslandi. Eva fór á stúfana og var í kjölfarið bent á Serum-læknastöðina í Aþenu, en nokkur fjöldi Íslendinga hefur leitað þangað undanfarin ár með góðum árangri. „Og það liðu ekki nema tveir eða þrír dagar þar til ég hafði samband og í kjölfarið sendi ég þeim heilsufarsupplýsingar og slíkt og fór í fjarviðtal í gegnum netið.“ Áður en meðferðin gat hafist úti í Grikklandi þurfti Eva að fara í gegnum það ferli að velja hentugan sæðisgjafa frá Evrópska sæðisbankanum. Það var óneitanleg skrítin og sérstök reynsla að sitja fyrir framan tölvuskjá og fletta í gegnum „safnið.“ „Maður fær að sjá mynd af sæðisgjafanum þegar hann var barn, maður getur líka fengið að heyra upptöku af röddinni hans, og meira að segja fengið að sjá rithandarsýni. Svo fær maður auðvitað alla sjúkrasöguna hans og fjölskyldunnar hans í smáatriðum. Aðspurð um hvort hún hafi verið með einhver sérstök skilyrði varðandi sæðisgjafann svarar Eva neitandi. Hún valdi einnig að fá einungis takmarkaðar upplýsingar um gjafann. „Mér fannst ég bara ekki þurfa á því að halda. Það eina sem ég horfði til var menntunin hans, og að það væru engir geðsjúkdómar í ættinni. Það nægði mér alveg.“ Eva segir erfitt að lýsa því hversu mikið lífið hefur breyst eftir að hún varð loksins móðir.Vísir/Vilhelm Erfitt og dýrt ferli Nokkrum vikum seinna var Eva mætt út til Grikklands og þar tóku við allskyns rannsóknir og skoðanir. Hún segist hafa upplifað talsverðan mun á vinnubrögðum stofunnar í Grikklandi og hér heima. „Það var miklu betur haldið utan um mann, fannst mér. Ég gat fengið svör við öllum spurningum sem ég hafði, og aðhaldið var meira en það sem ég hafði upplifað heima á Íslandi. Það var rosalega vel hugsað um mann og það mætti manni nærgætni, hlýja og skilningur.“ IVF ferlinu fylgdi stíf lyfjagjöf, sem tók sinn toll á líkamann. „Það tók mikið af lyfjum, sterum, hormónum, sýklalyfjum og blóðþynnandi svo eitthvað sé nefnt. Mikið af sprautum og töflum sem ég myndi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að leggja á sig. Þetta var sturlað erfitt og rosalega dýrt,“ segir Eva en hún fékk meðal annars aðstoð frá foreldrum sínum til að fjármagna meðferðirnar. „Ég fékk líka mikinn fjárhagslegan stuðning frá Júlíu móðursystur minni. Ég á allri fjölskyldunni minni mikið að þakka," segir hún. Mig langaði svo oft að gefast upp en ég gerði það ekki. Það þarf sterkan líkama og haus til það fara í gengum IVF ferli. Hvort sem fólk gerir þetta í parasamböndum eða konur geri þetta einar. Sérstaklega af því að það er svo mikil óvissa, og svo margar spurningar. Þá er erfitt að vera einn í þessu. Þurfti að halda sterkt í vonina Eva þurfti á endanum að fara tvisvar út til Grikklands áður en hún varð ófrísk. Fyrri IVF meðferðin gekk ekki upp og Eva þurfti að fara aftur heim til Íslands til að ganga í gegnum aðgerð á legi. „Eftir mikið pepp og stuðning frá fólkinu mínu þá taldi ég í mig kjark og ákvað að reyna í síðasta sinn,“ segir hún en í seinna skiptið tók hún Áslaugu föðursystur sína og kæra vinkonu með sér út til stuðnings. „Lyfin fóru mjög illa í mig, mikið verr en í fyrri meðferðinni úti í Grikklandi enda búið að hækka bæði stera- og hormónaskammtinn,“ segir hún og bætir við að á þessum tímapunkti hafi hún verið nokkuð vondauf. „Það væru helber ósannindi að segja að ég hafi verið á góðum stað líkamlega og andlega þegar þessi vegferð hófst. Þetta er auðvitað svakalega mikið álag á líkamann, þetta er svo mikið inngrip, og allt hormónakerfið fer í rugl.“ Eva tekur fram að vissulega hafi hún verið svo heppin að hafa notið ótakmarkaðs stuðnings frá fjölskyldu og vinum í gegnum þetta allt saman. „En svo vildi maður ekki alltaf vera að íþyngja fólkinu í kringum sig, maður vildi ekki vera byrði á þeim.“ Hún minnist þess að þegar hún var komin nokkra daga inn í seinni IVF meðferðina í Grikklandi hafi hún skrifað í dagbókina sína að hún væri að hugsa um að hætta við allt saman. Segja þetta gott og gefa drauminn um barn uppá bátinn. „Ég var líka svo brunnin eftir fyrstu misheppnuðu meðferðina. Ég fór niður í mjög dimman dal. Af hverju er þetta ekki að ganga hjá mér?Er ég ekki þess virði að verða mamma? Af hverju fæ ég ekki að verða mamma eins og allar aðrar konur? Er ég ekki nógu mikil kona?“ Þann 27.október gekkst Eva síðan undir aðgerð þar sem tveir frosnir, fimm daga gamlir fósturvísar voru settir upp. Tæpum tveimur vikum seinna, þegar hún var komin aftur heim til Íslands, tók hún þungunarpróf. „Og það var neikvætt. Og ég sökk auðvitað langt niður, og dagurinn var erfiður. En síðan um nóttina tók ég annað próf og þá kom í ljós að ég var bara blússandi ólétt! Einhvern veginn tókst mér greinilega að taka fyrra óléttuprófið vitlaust,“ segir hún hlæjandi. „Ég var að gista heima hjá frænku minni og ég rauk strax fram og vakti alla fjölskylduna og nánast gólaði: „Ég er ólétt!“ Pabbi og bróðir minn og konan hans voru svo vakin líka með símhringingu þarna klukkan fimm um morguninn.“ Þráin var sterk Meðgangan gekk að sögn Evu nokkuð vel, þrátt fyrir svolitla erfiðleika fyrstu mánuðina. „Lyfjameðferðin reyndist mér reyndar erfið svo það var mikill léttir þegar ég hætti á lyfjunum í byrjun febrúar.“ Þann 11.júlí 2022 rættist síðan langþráður draumur Evu þegar Sigurður Hrafn fæddist. Gleðin var ólýsanleg. „Ást við fyrstu sýn“ eins og Eva orðar það. „Ég hafði Jórunni mágkonu mína mér við hlið í keisaranum og foreldar mínir voru með mér fyrir norðan í tvær vikur þegar hann var kominn í heiminn. Jórunn var eins og klettur við hliðina á okkur uppá fæðingadeild og dekraði svoleiðis við okkur. Hún tók pabba hlutverkið alla leið og efast ég um að nokkur karlmaður komist með tærnar þar sem hún hefur hælana þegar kemur að umönnun á sængurlegu!“ segir hún. „Mér finnst eins og lífið hafi fengið lit á þessum degi fyrir ári síðan þegar ég fékk bláan bálreiðan dreng á brjóstið sem var alls ekki á þeim buxunum að koma í heiminn á þessum degi en mamma ræður og í heiminn var hann mættur. Hann var fljótur að jafna sig og var hin rólegasti eftir stutta stund. Það er nokkuð einkennandi fyrir hans skapgerð.“ Myndiru ganga aftur í gegnum þetta ferli? „Það er auðvelt að segja nei, og mig langar að segja nei, ég hefði ekki getað gengið í gegnum þetta allt aftur. Ég held að flestir sem hafa gengið í gegnum svona ferli myndu segja það sama. En ég held að það hefði samt alltaf blundað í mér að reyna aftur. Þetta var bara svo stór partur af mér, að verða móðir, þráin var svo ótrúlega sterk, að ég hefði örugglega endað á því að gefa þessu annan séns. Eins og er stundum sagt: Vonin er manns besti vinur en getur líka verið manns helsti óvinur.“ Verðlaunin eru þau bestu en þegar illa gengur þá eru fáir sem skilja hjartasárið og örvæntinguna sem af því hlýst. Ég ber svo mikla virðingu fyrir öllum sem neyðast í þessa vegferð. Hún segir það nánast draumi líkast hversu vel allt hefur gengið eftir að Siggi kom í heiminn. „Ég segi alltaf að Siggi sé sérhannaður einstaklingur fyrir einstæða mömmu á besta aldri. Hann er algjör „Denni dæmalausi.“ Stanslaust að klifra á öllu og hoppandi niður. Algjör sprellari og fjörkálfur og er fyrir löngu búinn að bræða hjörtu allra í fjölskyldunni. Ég hef þráð að verða mamma síðan ég var mjög ung kona en þar sem það átti bara fyrir mér að liggja að eiga eitt barn þá er ég mjög þakklát fyrir að fá hann á þessum tímapunkti. Hann á mömmu sem hefur upplifað gleði og hamingju en líka erfiðleika sem enginn ætti að þurfa að upplifa og hún hefur sigrast á þeim. Það mun gera mig að betri móður. Ég gef mig alla í að vera mamma hans. Það er ekkert mikilvægara, það er ekkert meira áríðandi en að koma honum sem best út í lífið.“ Hún rifjar upp eftirminnilegt atvik þegar Siggi var átta mánaða gamall. Mæðginin fóru saman út að borða á Pítuna. Eldri maður gaf sig á tal við þau og fór að spjalla við Sigga. „Hann tyllir sér hjá okkur og talar um hversu gaman það er að sjá svona falleg og glöð börn. Hann segist vera níræður maður og einstaklega lánsamur í lífinu. Hann eigi fjögur börn, sextán barnabörn og enn fleiri barnabarnabörn. Við förum að ræða um þá gleði sem börn færa manni og hversu mikilvægt það sé að færast foreldrahlutverkið vel úr hendi. Hann spyr mig hvort ég eigi mann sem ég neita. Hann segir: „Þú,svona falleg kona þarft að finnaástina.“ Svo bendir hann á glæsilega konu sem situr og horfir til okkar og veifar og segir að þessa konu hafi hann átt í rúm sextíu ár og hann elski hana alltaf jafn mikið. Hann stendur upp og kveður okkur og labbar til hennar. Þegar þau eru að fara út labba þau til okkar og hann setur þúsund krónur á borðið og segir: „Leyfðu mér að gefa honum Sigurði litla þetta. Megi allt gott fylgja ykkur fallegu mæðginum.“ Hann segist heita Sæmi Rokk og að„svona gamall maður eins og hann þekki gott fólk þegar hann sér það.“ Hann tók svo í höndina á konunni sinni og þau gengu út í kvöldið.“ Eva er sjálfstæð móðir og er stolt af því.Aðsend Margar spurningar Eva er orðin nokkuð vön spurningum og athugasemdum frá hinum og þessum varðandi uppruna sonar hennar. „En ég hef alltaf verið mjög opin og ófeimin við að ræða þetta. Mér finnst bara gaman að segja fólki söguna af því hvernig Siggi varð til. En það er mörgum sem finnst þetta skrítið. Ég hef fengið svona athugasemdir eins og: Hvernig ætlaru að hafa þetta? Ertu bara ein með hann? Á hann ekki að eiga pabba? Fólk er mjög upptekið af því, að það sé enginn pabbi í spilinu. En fyrir mér breytir það engu. Það er vissulega staðreynd að ég á ekkert DNA í syni mínum, ég á bara blóðið. En ég bjó hann til, út frá þessum litla frumuklasa. Hann var inni í mér í níu mánuði. Og þegar ég horfi á hann þá sé ég til dæmis fullt af töktum frá pabba mínum, og mér líka.“ Hún bendir á að fyrir mörgum sé það kappsmál að börnin þeirra séu búin til úr þeirra eigin erfðaefni, og því sé fólk tilbúið að leggja ýmislegt á sig í barneignarferlinu. „Ef ég hefði verið rosalega ákveðin í því að nota mín eigin egg, mitt eigið DNA, þá er ekkert víst að þetta hefði gengið upp hjá mér. En fyrir sumum er það mikilvægt. Sæðisgjafinn og eggjagjafinn eru ekki foreldrar hans, þau eru frumugjafar. Og ég er mamma hans. Og þó að hann eigi ekki pabba, þá á hann yndislegan afa, og frænda, og fullt af karlkynsfyrirmyndum í kringum sig.“ Sigurður Hrafn er sannkallaður sprellikarl og gleðigjafi.Aðsend Mikilvægt að virða ræturnar „Siggi er engu að síður með grískt útlit, hann er dekkri en við hin og það er ekkert hægt að fela það. Og ég segi alltaf að hann sé hálfur Íslendingur og hálfur Grikki og ég er bara stolt af því. Hann á rætur í Grikklandi og ég ætla að virða það. Einn vinur minn sagði að í honum byggi viska Forn-Grikkja og hugrekki víkinganna. Ég vona að það sé eitthvað til í þessu hjá honum,“ segir Eva jafnframt. „Og ég ætla líka að sjá til þess að í framtíðinni muni hann fá að kynnast Grikklandi, ég ætla að fara með hann þangað, kynna hann fyrir landinu hans og þá munum við búa til minningar saman. Ég vil nefnilega ekki að það skapist hjá honum einhver togstreita þegar kemur að rótunum hans, eða að hann upplifi eins og ég hafi verið að fela eitthvað fyrir honum.“ Hún segir erfitt að lýsa því hversu mikið lífið hefur breyst eftir að hún varð loksins móðir. Hún er sjálfstæð móðir, og stolt af því. Hún er í raun bæði mamma og pabbi Sigga. „Við erum alltaf saman. Við erum fjölskylda, ég og hann. Síðan hann fæddist höfum við alltaf verið saman, fyrir utan tvær nætur. Ég er mikil útivistarkona og Siggi hefur gengið með mér mörg hundruð kílómetra bæði í vagni sem og á bakinu á mér. Hápunktur allra daga er þegar ég labba úr vinnunni að sækja hann og hann tekur á móti mér með opinn faðminn og bros á vör. Ég elska að vera mamma. Það er allt eins og það á að vera.“ Eva bætir við að ófrjósemi sé enn í dag töluvert tabú. „Það er svo erfitt að vera í þessari stöðu. Lengst fram eftir aldri þá gerir maður sjálfur, og samfélagið, ráð fyrir því að þetta muni bara gerast eðlilega, það sé bara sjálfsagt mál að verða ólétt og eignast barn. Ég veit ekki hversu oft ég hef fengið að heyra í gegnum tíðina: „Bíddu bara róleg“ eða „Slakaðu bara á, þetta kemur hjá þér“ eða „Þetta kemur þegar það á að koma.“ En þegar maður er í þessari stöðu, komin á ákveðinn aldur og tíminn er að renna út, þá er þetta eitthvað sem maður vill síst af öllu heyra. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að opna þessa umræðu. Það er svo mikilvægt að vita að maður er ekki einn.“
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tækni Frjósemi Helgarviðtal Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira