Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. febrúar 2024 08:01 Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl stefnir á að fara út til Egyptalands til að koma ættingjum sínum til bjargar. Það kostar sitt og því verða haldnir styrktartónleikar í Iðnó næsta laugardag. aðsend „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. „Þegar ég sá íslensku konurnar, sem fóru til Egyptalands og björguðu fjölskyldu þar frá Rafah, þá ákvað ég að kanna þetta. Ég heyrði í þeim og fékk upplýsingar frá fjölskyldu minni sem er stödd í Rafah. Það kemur í ljós að þetta kostar gígantískar upphæðir,“ segir Alexander í samtali við Vísi. Eins og áður segir verða styrktartónleikarnir haldnir næsta laugardag í Iðnó, og það er stórskotalið sem mætir til leiks ásamt Alexander Jarl; Birnir, Floni, Clubdub, Daniil, Kzoba og Krabba Mane. „Ég hef þetta, ég hef rappið og kollega í rappsenunni sem voru tilbúnir að gefa vinnuna sína sem ég er mjög þakklátur fyrir. Þetta er í grunninn það sem hipp hopp snýst um, þó það hafi aðeins farið af brautinni,“ bætir Alexander við. „Þú færð ekki svona line-up fyrir fimm og níu annars staðar.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana og miðasölu. Frá mótmælum á Austurvelli, þar sem krafist hefur verið fjölskyldusameiningar á grundvelli dvalarleyfa. aðsend Búið að reyna allt annað Alexander er sjálfur fæddur og uppalinn í Vesturbæ. Hann á íslenska móður en föður frá Palestínu. „Á sama tíma og konurnar fóru út hef ég verið í auknum samskiptum við fjölskylduna mína úti. Þau spurðu mig síðan hvort þau gætu komið til Íslands. Ég fór og heimsótti ömmu mína þegar ég var sex ára á Gasa-svæðið, en síðan hef ég bara hitt hana hjá pabba mínum sem er búsettur í Bandaríkjunum.“ Alexander hefur sömuleiðis verið í sambandi við föðurbróður sinn og fjölskyldu á netinu. „Þau hef ég ekki hitt í langan tíma. Þannig að það að þau séu að hafa samband við mig en ekki aðra ættingja þýðir að það er búið að reyna allt annað,“ segir Alexander sem fékk þær upplýsingar frá yfirvöldum hér að ættingjarnir þyrftu að sækja um dvalarleyfi fyrir komu, prenta það út sérstaklega og skila í frumriti. Alexander ásamt dóttur sinni Ronju, sem skírð er eftir frænku þeirra sem nú er stödd á Gasa-svæðinu.aðsend „Þau fara ekki að prenta út í flóttamannabúðum í Rafah, sem er verið að sprengja daglega.“ Til stendur að bjarga þeim ættingjum sem hafa vegabréf undir höndum. Ömmu hans Alexanders, föðurbróður, konu hans og börnum þeirra fimm. „Þau eru frá fjögurra ára og upp í sextán ára. Þau eiga öll vegabréf en svo eiga föðursystir mín, Ronja, og tvö börn ekki vegabréf. Og þá skilst mér að þær eigi í raun ekki séns. En planið er að koma þeim sem ég get yfir og það kostar einhverjar milljónir, þótt upphæðin sé óljós á þessu stigi. En þetta er byrjunin, og ef ég næ bara að safna fyrir einum þá gerum við það, eða komum þessu í hendur þeirra sem geta það úti.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Egyptaland Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
„Þegar ég sá íslensku konurnar, sem fóru til Egyptalands og björguðu fjölskyldu þar frá Rafah, þá ákvað ég að kanna þetta. Ég heyrði í þeim og fékk upplýsingar frá fjölskyldu minni sem er stödd í Rafah. Það kemur í ljós að þetta kostar gígantískar upphæðir,“ segir Alexander í samtali við Vísi. Eins og áður segir verða styrktartónleikarnir haldnir næsta laugardag í Iðnó, og það er stórskotalið sem mætir til leiks ásamt Alexander Jarl; Birnir, Floni, Clubdub, Daniil, Kzoba og Krabba Mane. „Ég hef þetta, ég hef rappið og kollega í rappsenunni sem voru tilbúnir að gefa vinnuna sína sem ég er mjög þakklátur fyrir. Þetta er í grunninn það sem hipp hopp snýst um, þó það hafi aðeins farið af brautinni,“ bætir Alexander við. „Þú færð ekki svona line-up fyrir fimm og níu annars staðar.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana og miðasölu. Frá mótmælum á Austurvelli, þar sem krafist hefur verið fjölskyldusameiningar á grundvelli dvalarleyfa. aðsend Búið að reyna allt annað Alexander er sjálfur fæddur og uppalinn í Vesturbæ. Hann á íslenska móður en föður frá Palestínu. „Á sama tíma og konurnar fóru út hef ég verið í auknum samskiptum við fjölskylduna mína úti. Þau spurðu mig síðan hvort þau gætu komið til Íslands. Ég fór og heimsótti ömmu mína þegar ég var sex ára á Gasa-svæðið, en síðan hef ég bara hitt hana hjá pabba mínum sem er búsettur í Bandaríkjunum.“ Alexander hefur sömuleiðis verið í sambandi við föðurbróður sinn og fjölskyldu á netinu. „Þau hef ég ekki hitt í langan tíma. Þannig að það að þau séu að hafa samband við mig en ekki aðra ættingja þýðir að það er búið að reyna allt annað,“ segir Alexander sem fékk þær upplýsingar frá yfirvöldum hér að ættingjarnir þyrftu að sækja um dvalarleyfi fyrir komu, prenta það út sérstaklega og skila í frumriti. Alexander ásamt dóttur sinni Ronju, sem skírð er eftir frænku þeirra sem nú er stödd á Gasa-svæðinu.aðsend „Þau fara ekki að prenta út í flóttamannabúðum í Rafah, sem er verið að sprengja daglega.“ Til stendur að bjarga þeim ættingjum sem hafa vegabréf undir höndum. Ömmu hans Alexanders, föðurbróður, konu hans og börnum þeirra fimm. „Þau eru frá fjögurra ára og upp í sextán ára. Þau eiga öll vegabréf en svo eiga föðursystir mín, Ronja, og tvö börn ekki vegabréf. Og þá skilst mér að þær eigi í raun ekki séns. En planið er að koma þeim sem ég get yfir og það kostar einhverjar milljónir, þótt upphæðin sé óljós á þessu stigi. En þetta er byrjunin, og ef ég næ bara að safna fyrir einum þá gerum við það, eða komum þessu í hendur þeirra sem geta það úti.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Egyptaland Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira