Úlfar segir af eða á í þessari viku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. febrúar 2024 21:35 Úlfar Lúðvíksson mun framvegis meta hvort takmarka skuli aðgengi íbúa að Grindavík. vísir/einar Ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um brottflutning úr Grindavík vegna hættumats rennur úr gildi á miðnætti. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fær því vald á til að segja af eða á um aðgang að bænum í þessari viku, eða gera breytingar á fyrirkomulaginu. Ekki hefur náðst í Úlfar í kvöld en Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna staðfestir að fyrirkomulagið verði með sama hætti að minnsta kosti á morgun. Í tilkynningu Almannavarna sem gefin var út í kvöld kemur fram að unnið sé að því að meta áhættu í bænum, með því að jarðkanna götur og svæði í Grindavík. Til þess að meta áhættu af sprungum og sprunguopnunum sé unnið að jarðskoðun í Grindavík, meðal annars með kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. „Í dag, 18. febrúar 2024 er búið að jarðskoða hluta jarðvegs með jarðsjám og greina hluta þeirra gagna.“ „Í hættumati Veðurstofu frá 15. febrúar er talin hætta í Grindavík á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Þann 18. febrúar var unnið áhættumat vegna skyndilegra opnunar á sprungum í Grindavík, bæði þeim sem vitað er um og þeim sem kunna að vera huldar. Þá er jafnframt talin minni hætta á stærri jarðskjálftum,“ segir í tilkynningunni. „Niðurstaða áhættumats Almannavarnadeildar vegna sprunguhættu er á þann veg að áhættan fyrir dvöl og starfsemi í Grindavík sé ásættanleg m.a. með hliðsjón af þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hefur verið til.“ Óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi Í tilkynningunni er einnig farið yfir framkvæmdinni á jarðkönnuninni sem er skipt niður í eftirfarandi fasa: Fasi 1 – Tryggja öruggt aðgengi viðbragðsaðila sem eru að sinna verðmætabjörgun. Fasi 2 – Opnun Grindavíkur með áherslu á að hefja rekstur fyrirtækja. Fasi 3 – Opnun Grindavíkur með áherslu á framtíðar búsetu á svæðinu Í fasa 1 og 2 er áhersla lögð á jarðkönnun á götum og vegum svo aðilar geti ferðast um bæinn. Í fasa 3 er lögð áhersla á jarðkönnun í heildar skoðun á bænum sem byggir á rannsóknum í fasa 1 og 2 en nær þá yfir öll opin svæði. „Reiknað er með að ljúka fasa 1 og 2 fyrir miðjan mars. Fasi 3 hefst ekki fyrr en í vor þegar snjóa leysir,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi þessarar óvissu hafi hættuleg svæði verið girt af. Óljóst sé um ástand á hluta bæjarins hvað varðar sprungur og sprunguhreyfingar og er „fyrirséð að óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi og umgengni að þeim svæðum, samanber áhættumat og jarðvegsskoðun á hverjum tíma“. Alvarlegar brotalamir enn til staðar Í tilkynningunni er einnig fjallað um stöðuna á landrisi við Svartsengi sem heldur áfram, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Ekki er hægt að segja til um hvað það þýðir en talið er að um næstu mánaðarmót nái kvikumagn svipuðu rúmmáli og 18. desember 2023, 14. janúar og 8. febrúar 2024 þegar eldgos hófust. Kvikuhlaup sem endað gæti í eldgosi er því yfirvofandi. Alvarlegar brotalamir eru enn til staðar í innviðum Grindavíkur varðandi vegi, götur og opin svæði, heitt vatn og neysluvatn, rafmagn, fráveitu og fjarskipti. Veður getur haft áhrif á vöktunargetu til vegna hættuatburða og það sem getur leitt af sér lengri viðbragðs- og rýmingartíma í hættuástandi,“ segir í tilkynningunni. Fyrirmælin ekki framlengd, samkvæmt framansögðu Aðgengi að svæðinu verði háð „eðli málsins samkvæmt“ og minnt á það sem fyrr segir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum meti nú áhættuna. Í lok tilkynningar segir: „Áfram verður unnið að markvissu og reglubundnu mati á stöðu jarðvegs og annnarra mála og á grundvelli þess séu teknar ákvarðanir um frekari mótvægisaðgerðir gegn þeirri áhættu sem til staðar er, jafnvel þær sem kunna að fela í sér takmarkanir eða skilyrði um för eða viðbúnað. Þá er mikilvægt að íbúar og fyrirtæki sem hafa starfsemi í bænum standi að traustu skipulagi öryggismála og viðbragðs. Jafnframt skal uppfylla lögbundnar skyldur hvað varðar vinnuöryggi, brunavarnir o.fl. Með vísun til uppfærðs áhættumats, stöðu rannsókna, mótvægisaðgerða sem gripið hefur verið til sem og fyrirhugaðra mótvægisaðgerða á grundvellli sviðsábyrgðar er niðurstaðan sú að ríkislögreglustjóri mun ekki framlengja fyrirmæli um brottflutning skv. 24. gr laga um almannavarnir nr. 82/2008. Framangreind ákvörðun er að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fyrirtækin komin að þolmörkum og mikilvægt að opna bæinn Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. 14. febrúar 2024 12:40 Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Ekki hefur náðst í Úlfar í kvöld en Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna staðfestir að fyrirkomulagið verði með sama hætti að minnsta kosti á morgun. Í tilkynningu Almannavarna sem gefin var út í kvöld kemur fram að unnið sé að því að meta áhættu í bænum, með því að jarðkanna götur og svæði í Grindavík. Til þess að meta áhættu af sprungum og sprunguopnunum sé unnið að jarðskoðun í Grindavík, meðal annars með kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. „Í dag, 18. febrúar 2024 er búið að jarðskoða hluta jarðvegs með jarðsjám og greina hluta þeirra gagna.“ „Í hættumati Veðurstofu frá 15. febrúar er talin hætta í Grindavík á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Þann 18. febrúar var unnið áhættumat vegna skyndilegra opnunar á sprungum í Grindavík, bæði þeim sem vitað er um og þeim sem kunna að vera huldar. Þá er jafnframt talin minni hætta á stærri jarðskjálftum,“ segir í tilkynningunni. „Niðurstaða áhættumats Almannavarnadeildar vegna sprunguhættu er á þann veg að áhættan fyrir dvöl og starfsemi í Grindavík sé ásættanleg m.a. með hliðsjón af þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hefur verið til.“ Óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi Í tilkynningunni er einnig farið yfir framkvæmdinni á jarðkönnuninni sem er skipt niður í eftirfarandi fasa: Fasi 1 – Tryggja öruggt aðgengi viðbragðsaðila sem eru að sinna verðmætabjörgun. Fasi 2 – Opnun Grindavíkur með áherslu á að hefja rekstur fyrirtækja. Fasi 3 – Opnun Grindavíkur með áherslu á framtíðar búsetu á svæðinu Í fasa 1 og 2 er áhersla lögð á jarðkönnun á götum og vegum svo aðilar geti ferðast um bæinn. Í fasa 3 er lögð áhersla á jarðkönnun í heildar skoðun á bænum sem byggir á rannsóknum í fasa 1 og 2 en nær þá yfir öll opin svæði. „Reiknað er með að ljúka fasa 1 og 2 fyrir miðjan mars. Fasi 3 hefst ekki fyrr en í vor þegar snjóa leysir,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi þessarar óvissu hafi hættuleg svæði verið girt af. Óljóst sé um ástand á hluta bæjarins hvað varðar sprungur og sprunguhreyfingar og er „fyrirséð að óhjákvæmilegt verði að takmarka aðgengi og umgengni að þeim svæðum, samanber áhættumat og jarðvegsskoðun á hverjum tíma“. Alvarlegar brotalamir enn til staðar Í tilkynningunni er einnig fjallað um stöðuna á landrisi við Svartsengi sem heldur áfram, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Ekki er hægt að segja til um hvað það þýðir en talið er að um næstu mánaðarmót nái kvikumagn svipuðu rúmmáli og 18. desember 2023, 14. janúar og 8. febrúar 2024 þegar eldgos hófust. Kvikuhlaup sem endað gæti í eldgosi er því yfirvofandi. Alvarlegar brotalamir eru enn til staðar í innviðum Grindavíkur varðandi vegi, götur og opin svæði, heitt vatn og neysluvatn, rafmagn, fráveitu og fjarskipti. Veður getur haft áhrif á vöktunargetu til vegna hættuatburða og það sem getur leitt af sér lengri viðbragðs- og rýmingartíma í hættuástandi,“ segir í tilkynningunni. Fyrirmælin ekki framlengd, samkvæmt framansögðu Aðgengi að svæðinu verði háð „eðli málsins samkvæmt“ og minnt á það sem fyrr segir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum meti nú áhættuna. Í lok tilkynningar segir: „Áfram verður unnið að markvissu og reglubundnu mati á stöðu jarðvegs og annnarra mála og á grundvelli þess séu teknar ákvarðanir um frekari mótvægisaðgerðir gegn þeirri áhættu sem til staðar er, jafnvel þær sem kunna að fela í sér takmarkanir eða skilyrði um för eða viðbúnað. Þá er mikilvægt að íbúar og fyrirtæki sem hafa starfsemi í bænum standi að traustu skipulagi öryggismála og viðbragðs. Jafnframt skal uppfylla lögbundnar skyldur hvað varðar vinnuöryggi, brunavarnir o.fl. Með vísun til uppfærðs áhættumats, stöðu rannsókna, mótvægisaðgerða sem gripið hefur verið til sem og fyrirhugaðra mótvægisaðgerða á grundvellli sviðsábyrgðar er niðurstaðan sú að ríkislögreglustjóri mun ekki framlengja fyrirmæli um brottflutning skv. 24. gr laga um almannavarnir nr. 82/2008. Framangreind ákvörðun er að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fyrirtækin komin að þolmörkum og mikilvægt að opna bæinn Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. 14. febrúar 2024 12:40 Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Fyrirtækin komin að þolmörkum og mikilvægt að opna bæinn Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. 14. febrúar 2024 12:40
Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52