Taka stutt hlé frá leikhúsinu fyrir ferðalög til Perú og Keníu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 07:01 María Reyndal og Kristbjörg Kjeld ræddu við blaðamann um lífið, leiklistina og spennandi ferðalög. Vísir/Vilhelm „Það er svo gaman að fá að vera umkringd ungu fólki og fólki á öllum aldri. Það er enginn munur á okkur þannig, við erum öll manneskjur,“ segir stórleikkonan Kristbjörg Kjeld. Hún fer með hlutverk í leikritinu Með Guð í vasanum í leikstjórn Maríu Reyndal. Kristbjörg, sem verður 89 ára í sumar, er á leið til Perú í lok mánaðarins og fer sýningin því í pásu fram á vor. Blaðamaður ræddi við Kristbjörgu og Maríu um lífið og leiklistina. Listin gott tæki til að skilja lífið María og Kristbjörg eiga fallegt samband, bæði sem samstarfskonur og góðar vinkonur og eru báðar miklir reynsluboltar í heimi leiklistarinnar. Þær unnu fyrst saman fyrir áratugi síðan í útvarpsleikritinu Best í heimi sem María skrifaði ásamt Hávari Sigurjónssyni og fjallaði um innflytjendur á Íslandi. „Ég lék tengdamömmu eins innflytjandans, Kim frá Tælandi. Karakterinn var að reyna að vera almennileg en það skein alltaf í gegn hvað hún var mikill rasisti,“ segir Kristbjörg. María Reyndal og Kristbjörg Kjeld unnu fyrst saman fyrir áratugi síðan. Vísir/Vilhelm Þær sammælast um að leiklistin hafi alltaf reynst þeim vel við að nálgast erfið umfjöllunarefni og þróast sem einstaklingar. „María er sérfræðingur í að búa til leikrit þar sem hlutirnir er á línunni. Hún dæmir aldrei og það er svo flott hvernig hún gerir það. Hvernig hún nær að vera báðum megin og skoða alla anga, kafa ofan í allar hliðar málefnisins,“ segir Kristbjörg og segir María þá: „Mér finnst það mjög spennandi. Í sjónvarpsmyndinni Mannasiðum er ég að fjalla um mjög viðkvæm málefni, dreng sem er ásakaður um að hafa misnotað stúlku. Ég beini sjónum að fjölskyldu hans og hans lífi í kringum það en mér finnst listin oft vera gott tæki til að skoða málefni út frá nýjum sjónarhornum. Flestir eru að reyna að gera sitt besta en samt misstígum við okkur mis illa. Við getum skoðað svolítið mennskuna og allar hliðar hennar í gegnum listina og leikhúsið. Við erum náttúrulega að vinna með þetta í verkinu Með Guð í vasanum,“ segir María en þess má til gamans geta að Mannasiðir hlaut Edduverðlaunin fyrir Leikið sjónvarpsefni ársins á sínum tíma. María Reyndal útskrifaðist úr leiklist fyrir um 25 árum og hefur komið að fjöldanum öllum af verkefnum. Hún skrifaði og leikstýrði meðal annars sjónvarpsmyndinni Mannasiðir sem hlaut Edduverðlaunin. Vísir/Vilhelm „Gríðarlega mikil gjöf að fá að vinna með Kristbjörgu“ Þegar blaðamaður spyr þær nánar út í þeirra samstarf er gagnkvæm virðing alveg ljós. „Ég veit að Kristbjörg vill ekkert heyra þetta lof,“ segir María hlæjandi og Kristbjörg svarar: „Nei alls ekki. Reyndu að tempra það.“ „Ég reyni að láta þig ekki heyra það þó þú sért við hliðina á mér,“ svarar María þá kímin. „En það er svo gríðarlega mikil gjöf fyrir okkur öll að fá að vinna með Kristbjörgu. Þessi yndislegi, sterki hópur sem kemur að verkinu er á öllum aldri. Leikhúsið er svo skemmtilegur vinnustaður að þessu leyti, við erum bara öll saman að vinna og það er svo gaman að fá inn allar raddir og skapa saman listaverk. Ég naut til dæmis dyggrar aðstoðar Sveins Ólafs Gunnarssonar við handritagerðina sem jafnframt leikur í verkinu. Kristbjörg er með svo gríðarlega reynslu af lífinu og hún er fulltrúi þeirrar kynslóðar sem við erum að fjalla um í verkinu. Bæði er það rosalegur hagur fyrir okkur leikhópinn og inn í efnið í sýningunni. Svo er hún bara svo sjúklega skemmtileg.“ Kristbjörg Kjeld er ein þekktasta og reynslumesta leikkona landsins. Vísir/Vilhelm „Hryllileg“ tilhugsun að vera bara í kringum einn aldurshópi Í verkinu Með Guð í vasanum fer Katla Margrét Þorgeirsdóttir með aðalhlutverk og leikur á móti Kristbjörgu og fleirum en hér má sjá nánari upplýsingar um sýninguna. Lífið í leikhúsinu er sannarlega fjölbreytt og segja þær báðar að það sé mikil gjöf að umkringja sig fjölbreyttum hópi fólks. „Það er bara svo gaman að fá að vera með ungu fólki og fólki á öllum aldri. Það er enginn munur þannig, við erum bara öll manneskjur, við erum að tala sama málið og það hafa allir eitthvað fram að færa. Það er mjög svo mótandi. Ég gæti ekki hugsað mér að vera bara með einhverjum einum aldurshópi. Mér fyndist það bara hryllilegt. Ég læri alveg helling af þessu unga fólki. Það er til svo mikið af ungu fólki sem eru bara snillingar. Mér finnst þetta unga fólk alveg ótrúlega talenterað og ég hugsa stundum þegar ég er að horfa á það: Guð minn góður hvað þau eru flink. Þetta var svo miklu einhæfara þegar ég var ung,“ segir Kristbjörg og tekur María undir. „Mér finnst til dæmis mín börn komin ótrúlega langt andlega miðað við mig þegar ég var á þeirra aldri. Við þroskumst svo hratt núna. Það er mjög spennandi sem höfundur að nálgast þennan hraða, reyna að ná utan um samtímann og skilja hvað við erum að fara í gegnum. Það sem okkur þótti í lagi í gær getur verið orðið úrelt í dag og það er spennandi, áhugavert og áskorun.“ María Reyndal og Kristbjörg Kjeld hafa báðar mjög gaman að því að umkringja sig fjölbreyttum hópi fólks. Vísir/Vilhelm Elskar að fanga tímann í augnabliki leikhússins Eiginmaður Maríu er fornleifafræðingur og skoðar því tímann í allt öðru samhengi en hún. „Það er svolítið annar vinkill þegar maður skoðar söguna í stóru samhengi, árþúsunda samhengi eða okkur í samanburði við alheiminn og stjörnuþokuna. Hvernig við sem pláneta erum lítið sandkorn og við vitum bara um líf á þessu litla sandkorni. Samt getum við verið að berjast og í stríði og látið alls kyns óþarfa vitleysu yfirtaka líf okkar.“ Tíminn getur sannarlega verið abstrakt eftir því hvernig maður skoðar hann en segist María elska að geta fangað tímann í augnabliki leikhússins. „Það er svo fallegt að því leyti að það er ekki í gær eða á morgun og það er ekki hægt að sækja það á netinu. Leikhúsið er bara hér og nú fyrir það fólk sem er að upplifa það hér og nú. Við sameinumst þar í einhverri núvitund sem er mjög falleg og skiptir máli fyrir samtímann okkar.“ María og Kristbjörg segja hlutverk áhorfenda mjög mikilvægt í leikhúsinu. Vísir/Vilhelm Engin sýning eins Talið berst þá að áhorfendum og sammælast María og Kristbjörg um það hversu veigamikið hlutverk áhorfendur spila. „Alveg gríðarlega mikið,“ segir Kristbjörg og bætir við: „Við vorum einmitt að tala um það í gær hvað salurinn er misjafn. Á einni sýningu getur skapast rosaleg stemning og á næstu sýningu er svo eitthvað allt annað í gangi.“ María bætir þá við að fólk sé svo ólíkt. „Sumir áhorfendur kannski hlæja og hlæja og gefa manni mjög mikið akkúrat í mómentinu en svo er ekkert endilega þar með sagt að þeir sem gefa minna af sér séu að nema þetta eitthvað grynnra eða verr. Fólk er bara svo misjafnt hvernig það tjáir tilfinningar sínar. Það getur verið alvarlegur salur og svo standandi lófaklapp í lok sýningar.“ Þó ítreka þær að salurinn hafi mikil áhrif og mikil þátttaka áhorfenda fíri upp í leikurunum. Kristbjörg segir að það sé mjög svo gefandi hluti af starfinu. „Það er alltaf verið að spyrja er ekki leiðinlegt að leika þetta hundrað sinnum? Það er nefnilega ekkert leiðinlegt. Því það eru alltaf nýir áhorfendur og önnur viðbrögð. Ný og ný sýning hverju sinni sem er aldrei eins.“ Kristbjörg Kjeld segir hverja leikhússýningu einstaka og henni leiðist aldrei. Vísir/Vilhelm Allt annað að vera kona í bransanum í dag Þær virðast hvorugar verða leiðar á starfi sínu og spyr blaðamaður út í það hvernig það sé að eldast í leikhússtarfinu. Kristbjörg svarar þá: „Ég get ekki sagt að ég hugsi mikið um það. Maður er bara alltaf á sínum tíma einhvern veginn, með í tímanum eins og hann er. Svo þegar maður fer að rifja eitthvað upp þá fattar maður að það var margt mjög öðruvísi hérna fyrir mörgum árum. En það er bara flott að eldast. Maður þakkar fyrir það.“ Hún segist ekki endilega hafa séð fyrir sér að vera alla ævina að leika á sviði en hún hafi heldur ekkert hugsað um það. „En mér fannst svo gaman að leika að mig langaði ekkert að gera neitt annað þegar ég var byrjuð að því. Ég prófaði að leikstýra og það gaf mér heilmikið en ég hef aldrei tímt því að hætta að leika. Ég hef alltaf verið að, með smá svona utanlandsferðum og svoleiðis hléum. Ég hef alltaf verið að, alveg non-stop. Ég kann heldur ekki að plana mikið, ég er ekki svoleiðis kona, ég bara læt hverjum degi nægja sína gleði.“ María útskrifaðist fyrir um 25 árum úr leiklistinni og segist sannarlega finna fyrir miklum mun á bransanum þá og nú. „Eftir útskrift fór strax að reyna að koma að mínum hugmyndum þó ég hafi kannski ekki strax farið að skrifa. En það er allt annað í dag að kynna hugmynd og fá hljómgrunn. Að einhverju leyti er það að ég er búin að skapa mér mitt nafn en að einhverju leyti er það líka að heimurinn er annar.“ María Reyndal og Kristbjörg Kjeld sammælast um að tímarnir hafi sannarlega breyst fyrir konur í bransanum. Vísir/Vilhelm Fjölbreyttar sögur kvenna og sögur um alla fyrir alla María segir að í dag sé sömuleiðis miklu meira pláss fyrir sögur kvenna. „Munurinn er mjög mikill. Þegar að ég var að taka mín fyrstu skref lenti maður oft á vegg en það urðu ákveðin vatnaskil þegar að Stöð 2 veðjaði á Stelpurnar árið 2005. Þar kynntumst við Katla Margrét einmitt sem var einstaklega mikil gæfa. En það er rosa munur á því hvernig menn í stjórnunarstöðum hlusta núna á að sögur kvenna hafi eitthvað fram á að færa. Það er bara svart og hvítt miðað við hvernig það var, er mín upplifun allavega. Flest af því sem ég hef verið að gera síðustu árin hefði örugglega ekki fengið hljómgrunn fyrir fimmtán árum síðan, það er bara þannig. Ég er að fjalla um eldri konur, konur að brjótast út úr hjónabandi, konur sem missa börn á meðgöngu, þetta eru flest allt sögur með konum í aðalhlutverki. Sem betur fer er markaðsfólkið búið að fatta ávinninginn í því að segja þessar sögur. Konur eru þær sem fara hvað mest á menningarviðburði landsins þannig að það er ágætt að þær fái líka verk út frá sjónarhól kvenna, eitthvað sem höfðar sérstaklega til þeirra heimsmyndar en ekki alltaf bara sögur karla. Svo erum við auðvitað bara að fjalla um sögur allra.“ María segir sömuleiðis að hugmyndin um þegar kona er í aðalhlutverki eða fjallað er um málefni tengd konum séu kvennasýningar séu ekki lengur ríkjandi. Nú sé þetta fyrir alla. Þá sé líka mikilvægt að segja sögur okkar allra, kvenna, innflytjenda og fatlaðra svo eitthvað sé nefnt. „Við sem erum í listum og menningu, okkur ber skylda til að reyna að breyta samfélaginu þá aðeins í þá átt sem við viljum frekar en að viðhalda alltaf fyrirframgefnum staðalhugmyndum.“ María Reyndal segir listina öfluga leið við að nálgast og skilja hlutina á nýjan hátt. Vísir/Vilhelm Krufning á samtímanum Kristbjörg segist sömuleiðis sjá jákvæða breytingu í hlutverkaskipan kvenna. „Í skrifum þá eru konur hvað sem er orðið í dag. Sem var bara ekki. Þær voru varla lögfræðingar. Ef það var læknir þá var það alltaf karl. Þetta er náttúrulega rosalega mikið búið að breytast.“ Talið berst þá að því hvort listin sé pólítísk en þær segja báðar að svo sé. „Listsköpun er listaverk fyrst og fremst en listin hefur kannski eitthvað að segja, þar með er hún orðin pólítísk,“ segir María og Kristbjörg bætir við: „Þetta er bara krufning á samtímanum. Þú ert að reyna að kryfja þetta eins samviskusamlega og þú getur án þess að blanda skoðunum inn, þetta er bara staðreyndarkrufning. Þess vegna eru þetta svolítil vísindi líka.“ Kristbjörg Kjeld lýsir leiklistinni sem einhvers konar staðreyndakrufningu. Vísir/Vilhelm Fimm vikna frí í Perú og ævintýri í Keníu og Tansaníu Það er sannarlega ýmislegt spennandi á döfinni hjá þeim stöllum en þær þurfa að stoppa tímabundið sýningar á Með Guð í vasanum því utanlandsferðir kalla. Sýningar fara svo aftur af stað í maí. „Ég er að fara til Perú og ætla að vera þar í fimm vikur,“ segir Kristbjörg glöð í bragði og bætir við: „Ég er að fara með systur minni, dóttir hennar býr þar og við erum að fara að heimsækja hana þar og hafa það huggulegt, bara að njóta. Ég fór nú þangað í kringum síðustu aldamót þar sem ég ferðaðist mikið um, svo ég ætla bara að láta það gott heita.“ Hún segist alla tíð hafa haft gaman að því að ferðast. „Ég var nú sjúk í námskeið í gamla daga, var alltaf að fara hingað og þangað, mér fannst ég ekki vita nógu mikið og elti ýmislegt. Svo þarf maður að vinna úr þessu öllu saman og það er um að gera að halda stöðugt áfram að þróast.“ Báðar virðast þær óhræddar við ævintýri lífsins og sammælast um að þurfa að fara einhvern tíma í ævintýraferð saman. María er einmitt að skipuleggja ferð til Keníu og Tansaníu. „Þar ætla ég að ferðast, leita að nýjum ævintýrum og aðeins að vinna fyrir Múltí Kúltí ferðir, sem er óhagnaðardrifin ferðaskrifstofa. Ég vil alltaf bæta mig og læra eitthvað nýtt. Ég er svo spennt fyrir einhverju nýju að ég fæ bara tár í augun og er að springa úr spenningi yfir einhverju sem ég veit ekki hvernig verður.“ María Reyndal elskar að ferðast, leita að nýjum ævintýrum og upplifa lífið. Hún er á leið í mikla ævintýraferð og sömuleiðis Kristbjörg. Vísir/Vilhelm Ekki með Guð í vasanum Titill sýningarinnar Með Guð í vasanum fær blaðamann þá til að spyrja vinkonurnar hvort þær myndu segja að þær væru með Guð í vasanum? „Mamma mín er nú á því að það geti enginn sagt að hann sé með Guð í vasanum, það sé nú bara hroki,“ svarar María og bætir við: „En ég held að við séum báðar mjög lánsamar við Kristbjörg og heillastjarna yfir okkur báðum. Ég er kannski með guð með mér þó ég sé ekki með hann í vasanum. Í gegnum mömmu mína og svona.“ „Já, ég trúi á einhvern æðri mátt sem er gott að vera nálægt,“ segir Kristbjörg þá. María og Kristbjörg virðast sækja innblástur í alla anga lífsins, þar með talið nærumhverfið. Kristbjörg segir að það sé merkilegt að stundum átti hún sig ekki á því fyrr en eftir á hvaðan innblásturinn kemur. „Ég man eftir nokkrum dæmum. Til dæmis þegar ég var að leika í verkinu Stundarfriður eftir manninn minn Guðmund Steinsson þá kom svo sterkt upp hjá mér kona sem ég hafði þekkt sem var svolítið hégómleg. Þegar hún er að leggja á borð fyrir jólin þá segir hún í öngum sínum: Ohhh ég gleymdi. Þá gleymdi hún bara einhverri smá servíettu sem skipti engu máli en setti hana alveg út af laginu. Það eru ýmis smáatriði svona sem getur allt í einu komið upp hjá manni. Þetta hefur allt saman sest að hjá manni,“ segir Kristbjörg. Saman fram í rauðan dauðann Með Guð í vasanum er að hluta til byggt á eigin reynslu hjá Maríu Reyndal og segir í grófum dráttum frá konu sem glímir við heilabilun. „Verkefnin eru mis persónuleg hjá manni. Með Guð í vasanum er að hluta til byggt á eigin reynslu en svo skrifaði ég til dæmis Mannasiði sem er ekkert tengt mér. Þá leitar maður annarra leiða til að fá innblástur og skilja viðfangsefnið.“ Það eru með sanni spennandi tímar framundan hjá bæði Maríu og Kristbjörgu sem halda ótrauðar áfram að þróast og upplifa lífið og mæta svo fílefldar aftur í leikhúsið í vor. Það er algjörlega ljóst að samstarfi þeirra lýkur þó ekki með þessu verkefni. „Ég verð með Maríu fram í rauðan dauðann,“ segir Kristbjörg ákveðin og glöð að lokum. Leikhús Menning Geðheilbrigði Ferðalög Ástin og lífið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Blaðamaður ræddi við Kristbjörgu og Maríu um lífið og leiklistina. Listin gott tæki til að skilja lífið María og Kristbjörg eiga fallegt samband, bæði sem samstarfskonur og góðar vinkonur og eru báðar miklir reynsluboltar í heimi leiklistarinnar. Þær unnu fyrst saman fyrir áratugi síðan í útvarpsleikritinu Best í heimi sem María skrifaði ásamt Hávari Sigurjónssyni og fjallaði um innflytjendur á Íslandi. „Ég lék tengdamömmu eins innflytjandans, Kim frá Tælandi. Karakterinn var að reyna að vera almennileg en það skein alltaf í gegn hvað hún var mikill rasisti,“ segir Kristbjörg. María Reyndal og Kristbjörg Kjeld unnu fyrst saman fyrir áratugi síðan. Vísir/Vilhelm Þær sammælast um að leiklistin hafi alltaf reynst þeim vel við að nálgast erfið umfjöllunarefni og þróast sem einstaklingar. „María er sérfræðingur í að búa til leikrit þar sem hlutirnir er á línunni. Hún dæmir aldrei og það er svo flott hvernig hún gerir það. Hvernig hún nær að vera báðum megin og skoða alla anga, kafa ofan í allar hliðar málefnisins,“ segir Kristbjörg og segir María þá: „Mér finnst það mjög spennandi. Í sjónvarpsmyndinni Mannasiðum er ég að fjalla um mjög viðkvæm málefni, dreng sem er ásakaður um að hafa misnotað stúlku. Ég beini sjónum að fjölskyldu hans og hans lífi í kringum það en mér finnst listin oft vera gott tæki til að skoða málefni út frá nýjum sjónarhornum. Flestir eru að reyna að gera sitt besta en samt misstígum við okkur mis illa. Við getum skoðað svolítið mennskuna og allar hliðar hennar í gegnum listina og leikhúsið. Við erum náttúrulega að vinna með þetta í verkinu Með Guð í vasanum,“ segir María en þess má til gamans geta að Mannasiðir hlaut Edduverðlaunin fyrir Leikið sjónvarpsefni ársins á sínum tíma. María Reyndal útskrifaðist úr leiklist fyrir um 25 árum og hefur komið að fjöldanum öllum af verkefnum. Hún skrifaði og leikstýrði meðal annars sjónvarpsmyndinni Mannasiðir sem hlaut Edduverðlaunin. Vísir/Vilhelm „Gríðarlega mikil gjöf að fá að vinna með Kristbjörgu“ Þegar blaðamaður spyr þær nánar út í þeirra samstarf er gagnkvæm virðing alveg ljós. „Ég veit að Kristbjörg vill ekkert heyra þetta lof,“ segir María hlæjandi og Kristbjörg svarar: „Nei alls ekki. Reyndu að tempra það.“ „Ég reyni að láta þig ekki heyra það þó þú sért við hliðina á mér,“ svarar María þá kímin. „En það er svo gríðarlega mikil gjöf fyrir okkur öll að fá að vinna með Kristbjörgu. Þessi yndislegi, sterki hópur sem kemur að verkinu er á öllum aldri. Leikhúsið er svo skemmtilegur vinnustaður að þessu leyti, við erum bara öll saman að vinna og það er svo gaman að fá inn allar raddir og skapa saman listaverk. Ég naut til dæmis dyggrar aðstoðar Sveins Ólafs Gunnarssonar við handritagerðina sem jafnframt leikur í verkinu. Kristbjörg er með svo gríðarlega reynslu af lífinu og hún er fulltrúi þeirrar kynslóðar sem við erum að fjalla um í verkinu. Bæði er það rosalegur hagur fyrir okkur leikhópinn og inn í efnið í sýningunni. Svo er hún bara svo sjúklega skemmtileg.“ Kristbjörg Kjeld er ein þekktasta og reynslumesta leikkona landsins. Vísir/Vilhelm „Hryllileg“ tilhugsun að vera bara í kringum einn aldurshópi Í verkinu Með Guð í vasanum fer Katla Margrét Þorgeirsdóttir með aðalhlutverk og leikur á móti Kristbjörgu og fleirum en hér má sjá nánari upplýsingar um sýninguna. Lífið í leikhúsinu er sannarlega fjölbreytt og segja þær báðar að það sé mikil gjöf að umkringja sig fjölbreyttum hópi fólks. „Það er bara svo gaman að fá að vera með ungu fólki og fólki á öllum aldri. Það er enginn munur þannig, við erum bara öll manneskjur, við erum að tala sama málið og það hafa allir eitthvað fram að færa. Það er mjög svo mótandi. Ég gæti ekki hugsað mér að vera bara með einhverjum einum aldurshópi. Mér fyndist það bara hryllilegt. Ég læri alveg helling af þessu unga fólki. Það er til svo mikið af ungu fólki sem eru bara snillingar. Mér finnst þetta unga fólk alveg ótrúlega talenterað og ég hugsa stundum þegar ég er að horfa á það: Guð minn góður hvað þau eru flink. Þetta var svo miklu einhæfara þegar ég var ung,“ segir Kristbjörg og tekur María undir. „Mér finnst til dæmis mín börn komin ótrúlega langt andlega miðað við mig þegar ég var á þeirra aldri. Við þroskumst svo hratt núna. Það er mjög spennandi sem höfundur að nálgast þennan hraða, reyna að ná utan um samtímann og skilja hvað við erum að fara í gegnum. Það sem okkur þótti í lagi í gær getur verið orðið úrelt í dag og það er spennandi, áhugavert og áskorun.“ María Reyndal og Kristbjörg Kjeld hafa báðar mjög gaman að því að umkringja sig fjölbreyttum hópi fólks. Vísir/Vilhelm Elskar að fanga tímann í augnabliki leikhússins Eiginmaður Maríu er fornleifafræðingur og skoðar því tímann í allt öðru samhengi en hún. „Það er svolítið annar vinkill þegar maður skoðar söguna í stóru samhengi, árþúsunda samhengi eða okkur í samanburði við alheiminn og stjörnuþokuna. Hvernig við sem pláneta erum lítið sandkorn og við vitum bara um líf á þessu litla sandkorni. Samt getum við verið að berjast og í stríði og látið alls kyns óþarfa vitleysu yfirtaka líf okkar.“ Tíminn getur sannarlega verið abstrakt eftir því hvernig maður skoðar hann en segist María elska að geta fangað tímann í augnabliki leikhússins. „Það er svo fallegt að því leyti að það er ekki í gær eða á morgun og það er ekki hægt að sækja það á netinu. Leikhúsið er bara hér og nú fyrir það fólk sem er að upplifa það hér og nú. Við sameinumst þar í einhverri núvitund sem er mjög falleg og skiptir máli fyrir samtímann okkar.“ María og Kristbjörg segja hlutverk áhorfenda mjög mikilvægt í leikhúsinu. Vísir/Vilhelm Engin sýning eins Talið berst þá að áhorfendum og sammælast María og Kristbjörg um það hversu veigamikið hlutverk áhorfendur spila. „Alveg gríðarlega mikið,“ segir Kristbjörg og bætir við: „Við vorum einmitt að tala um það í gær hvað salurinn er misjafn. Á einni sýningu getur skapast rosaleg stemning og á næstu sýningu er svo eitthvað allt annað í gangi.“ María bætir þá við að fólk sé svo ólíkt. „Sumir áhorfendur kannski hlæja og hlæja og gefa manni mjög mikið akkúrat í mómentinu en svo er ekkert endilega þar með sagt að þeir sem gefa minna af sér séu að nema þetta eitthvað grynnra eða verr. Fólk er bara svo misjafnt hvernig það tjáir tilfinningar sínar. Það getur verið alvarlegur salur og svo standandi lófaklapp í lok sýningar.“ Þó ítreka þær að salurinn hafi mikil áhrif og mikil þátttaka áhorfenda fíri upp í leikurunum. Kristbjörg segir að það sé mjög svo gefandi hluti af starfinu. „Það er alltaf verið að spyrja er ekki leiðinlegt að leika þetta hundrað sinnum? Það er nefnilega ekkert leiðinlegt. Því það eru alltaf nýir áhorfendur og önnur viðbrögð. Ný og ný sýning hverju sinni sem er aldrei eins.“ Kristbjörg Kjeld segir hverja leikhússýningu einstaka og henni leiðist aldrei. Vísir/Vilhelm Allt annað að vera kona í bransanum í dag Þær virðast hvorugar verða leiðar á starfi sínu og spyr blaðamaður út í það hvernig það sé að eldast í leikhússtarfinu. Kristbjörg svarar þá: „Ég get ekki sagt að ég hugsi mikið um það. Maður er bara alltaf á sínum tíma einhvern veginn, með í tímanum eins og hann er. Svo þegar maður fer að rifja eitthvað upp þá fattar maður að það var margt mjög öðruvísi hérna fyrir mörgum árum. En það er bara flott að eldast. Maður þakkar fyrir það.“ Hún segist ekki endilega hafa séð fyrir sér að vera alla ævina að leika á sviði en hún hafi heldur ekkert hugsað um það. „En mér fannst svo gaman að leika að mig langaði ekkert að gera neitt annað þegar ég var byrjuð að því. Ég prófaði að leikstýra og það gaf mér heilmikið en ég hef aldrei tímt því að hætta að leika. Ég hef alltaf verið að, með smá svona utanlandsferðum og svoleiðis hléum. Ég hef alltaf verið að, alveg non-stop. Ég kann heldur ekki að plana mikið, ég er ekki svoleiðis kona, ég bara læt hverjum degi nægja sína gleði.“ María útskrifaðist fyrir um 25 árum úr leiklistinni og segist sannarlega finna fyrir miklum mun á bransanum þá og nú. „Eftir útskrift fór strax að reyna að koma að mínum hugmyndum þó ég hafi kannski ekki strax farið að skrifa. En það er allt annað í dag að kynna hugmynd og fá hljómgrunn. Að einhverju leyti er það að ég er búin að skapa mér mitt nafn en að einhverju leyti er það líka að heimurinn er annar.“ María Reyndal og Kristbjörg Kjeld sammælast um að tímarnir hafi sannarlega breyst fyrir konur í bransanum. Vísir/Vilhelm Fjölbreyttar sögur kvenna og sögur um alla fyrir alla María segir að í dag sé sömuleiðis miklu meira pláss fyrir sögur kvenna. „Munurinn er mjög mikill. Þegar að ég var að taka mín fyrstu skref lenti maður oft á vegg en það urðu ákveðin vatnaskil þegar að Stöð 2 veðjaði á Stelpurnar árið 2005. Þar kynntumst við Katla Margrét einmitt sem var einstaklega mikil gæfa. En það er rosa munur á því hvernig menn í stjórnunarstöðum hlusta núna á að sögur kvenna hafi eitthvað fram á að færa. Það er bara svart og hvítt miðað við hvernig það var, er mín upplifun allavega. Flest af því sem ég hef verið að gera síðustu árin hefði örugglega ekki fengið hljómgrunn fyrir fimmtán árum síðan, það er bara þannig. Ég er að fjalla um eldri konur, konur að brjótast út úr hjónabandi, konur sem missa börn á meðgöngu, þetta eru flest allt sögur með konum í aðalhlutverki. Sem betur fer er markaðsfólkið búið að fatta ávinninginn í því að segja þessar sögur. Konur eru þær sem fara hvað mest á menningarviðburði landsins þannig að það er ágætt að þær fái líka verk út frá sjónarhól kvenna, eitthvað sem höfðar sérstaklega til þeirra heimsmyndar en ekki alltaf bara sögur karla. Svo erum við auðvitað bara að fjalla um sögur allra.“ María segir sömuleiðis að hugmyndin um þegar kona er í aðalhlutverki eða fjallað er um málefni tengd konum séu kvennasýningar séu ekki lengur ríkjandi. Nú sé þetta fyrir alla. Þá sé líka mikilvægt að segja sögur okkar allra, kvenna, innflytjenda og fatlaðra svo eitthvað sé nefnt. „Við sem erum í listum og menningu, okkur ber skylda til að reyna að breyta samfélaginu þá aðeins í þá átt sem við viljum frekar en að viðhalda alltaf fyrirframgefnum staðalhugmyndum.“ María Reyndal segir listina öfluga leið við að nálgast og skilja hlutina á nýjan hátt. Vísir/Vilhelm Krufning á samtímanum Kristbjörg segist sömuleiðis sjá jákvæða breytingu í hlutverkaskipan kvenna. „Í skrifum þá eru konur hvað sem er orðið í dag. Sem var bara ekki. Þær voru varla lögfræðingar. Ef það var læknir þá var það alltaf karl. Þetta er náttúrulega rosalega mikið búið að breytast.“ Talið berst þá að því hvort listin sé pólítísk en þær segja báðar að svo sé. „Listsköpun er listaverk fyrst og fremst en listin hefur kannski eitthvað að segja, þar með er hún orðin pólítísk,“ segir María og Kristbjörg bætir við: „Þetta er bara krufning á samtímanum. Þú ert að reyna að kryfja þetta eins samviskusamlega og þú getur án þess að blanda skoðunum inn, þetta er bara staðreyndarkrufning. Þess vegna eru þetta svolítil vísindi líka.“ Kristbjörg Kjeld lýsir leiklistinni sem einhvers konar staðreyndakrufningu. Vísir/Vilhelm Fimm vikna frí í Perú og ævintýri í Keníu og Tansaníu Það er sannarlega ýmislegt spennandi á döfinni hjá þeim stöllum en þær þurfa að stoppa tímabundið sýningar á Með Guð í vasanum því utanlandsferðir kalla. Sýningar fara svo aftur af stað í maí. „Ég er að fara til Perú og ætla að vera þar í fimm vikur,“ segir Kristbjörg glöð í bragði og bætir við: „Ég er að fara með systur minni, dóttir hennar býr þar og við erum að fara að heimsækja hana þar og hafa það huggulegt, bara að njóta. Ég fór nú þangað í kringum síðustu aldamót þar sem ég ferðaðist mikið um, svo ég ætla bara að láta það gott heita.“ Hún segist alla tíð hafa haft gaman að því að ferðast. „Ég var nú sjúk í námskeið í gamla daga, var alltaf að fara hingað og þangað, mér fannst ég ekki vita nógu mikið og elti ýmislegt. Svo þarf maður að vinna úr þessu öllu saman og það er um að gera að halda stöðugt áfram að þróast.“ Báðar virðast þær óhræddar við ævintýri lífsins og sammælast um að þurfa að fara einhvern tíma í ævintýraferð saman. María er einmitt að skipuleggja ferð til Keníu og Tansaníu. „Þar ætla ég að ferðast, leita að nýjum ævintýrum og aðeins að vinna fyrir Múltí Kúltí ferðir, sem er óhagnaðardrifin ferðaskrifstofa. Ég vil alltaf bæta mig og læra eitthvað nýtt. Ég er svo spennt fyrir einhverju nýju að ég fæ bara tár í augun og er að springa úr spenningi yfir einhverju sem ég veit ekki hvernig verður.“ María Reyndal elskar að ferðast, leita að nýjum ævintýrum og upplifa lífið. Hún er á leið í mikla ævintýraferð og sömuleiðis Kristbjörg. Vísir/Vilhelm Ekki með Guð í vasanum Titill sýningarinnar Með Guð í vasanum fær blaðamann þá til að spyrja vinkonurnar hvort þær myndu segja að þær væru með Guð í vasanum? „Mamma mín er nú á því að það geti enginn sagt að hann sé með Guð í vasanum, það sé nú bara hroki,“ svarar María og bætir við: „En ég held að við séum báðar mjög lánsamar við Kristbjörg og heillastjarna yfir okkur báðum. Ég er kannski með guð með mér þó ég sé ekki með hann í vasanum. Í gegnum mömmu mína og svona.“ „Já, ég trúi á einhvern æðri mátt sem er gott að vera nálægt,“ segir Kristbjörg þá. María og Kristbjörg virðast sækja innblástur í alla anga lífsins, þar með talið nærumhverfið. Kristbjörg segir að það sé merkilegt að stundum átti hún sig ekki á því fyrr en eftir á hvaðan innblásturinn kemur. „Ég man eftir nokkrum dæmum. Til dæmis þegar ég var að leika í verkinu Stundarfriður eftir manninn minn Guðmund Steinsson þá kom svo sterkt upp hjá mér kona sem ég hafði þekkt sem var svolítið hégómleg. Þegar hún er að leggja á borð fyrir jólin þá segir hún í öngum sínum: Ohhh ég gleymdi. Þá gleymdi hún bara einhverri smá servíettu sem skipti engu máli en setti hana alveg út af laginu. Það eru ýmis smáatriði svona sem getur allt í einu komið upp hjá manni. Þetta hefur allt saman sest að hjá manni,“ segir Kristbjörg. Saman fram í rauðan dauðann Með Guð í vasanum er að hluta til byggt á eigin reynslu hjá Maríu Reyndal og segir í grófum dráttum frá konu sem glímir við heilabilun. „Verkefnin eru mis persónuleg hjá manni. Með Guð í vasanum er að hluta til byggt á eigin reynslu en svo skrifaði ég til dæmis Mannasiði sem er ekkert tengt mér. Þá leitar maður annarra leiða til að fá innblástur og skilja viðfangsefnið.“ Það eru með sanni spennandi tímar framundan hjá bæði Maríu og Kristbjörgu sem halda ótrauðar áfram að þróast og upplifa lífið og mæta svo fílefldar aftur í leikhúsið í vor. Það er algjörlega ljóst að samstarfi þeirra lýkur þó ekki með þessu verkefni. „Ég verð með Maríu fram í rauðan dauðann,“ segir Kristbjörg ákveðin og glöð að lokum.
Leikhús Menning Geðheilbrigði Ferðalög Ástin og lífið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira