Búslóðinni pakkað á sex klukkutímum Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. febrúar 2024 11:17 Andrea var mætt klukkan 8.30 í morgun til Grindavíkur en hún hefur bara sex klukkutíma til að tæma húsið sitt. Samsett Andrea Ævarsdóttir er ein þúsunda Grindvíkinga sem er í Grindavík í dag að tæma húsið sitt. „Ég er hér á Túngötunni og er að pakka niður allri búslóðinni minni til þess að fara með hana í geymslu,“ segir Andrea og að hún hafi ákveðið það strax í desember að flytja úr bænum. Hún hefur búið í bænum í tæp níu ár og hefur alltaf liðið vel. „Já, alveg rosalega vel. Grindavík er dásamlegt samfélag. Heldur rosalega vel utan um mann og þegar ég flutti hingað, þá var mér tekið mjög vel. Ég er búin að eiga hérna æðisleg níu ár og þetta er alveg ótrúlega erfitt. Ég vildi óska þess að ég gæti átt heima áfram í þessu samfélagi og íbúðinni minni en ég get ekki hugsað mér að eiga áfram heima á þessu svæði,“ segir Andrea. „Ég ákvað það í desember að ég myndi ekki treysta mér til þess að búa við þessar aðstæður lengur. Þannig ég er bara alfarin úr Grindavík.“ Vinir og ættingjar Andreu aðstoða hana við flutningana í dag. Mynd/Andrea Ævarsdóttir Var eitthvað sérstakt sem gerði útslagið? „Þetta er bara búið að vera, eldgosið alltaf að færast nær og nær og svo slysið með Lúðvík heitinn. Ég held að ég myndi aldrei treysta mér til þess að vera úti á ferðinni eða hleypa strákunum mínum gangandi milli húsa liggur við. Þannig þetta er bara komið nóg,“ segir Andrea. Tólf tæma húsið Hún er með tólf manns með sér í dag til að tæma húsið alveg. Hún segist hafa fengið þrjá klukkutíma síðasta þriðjudag til að tæma og hafi þá náð að tæma eldhúsið. „Síðan áttum við að fara á fimmtudaginn en þá riðlaðist allt út af leiðindaveðri. Þannig þegar ég fékk að vita að ég gæti farið inn í dag, þá hóaði ég í alla vini mína og barnsfaðir minn, hann fékk sendibíl. Það eru örugglega tólf manns hérna að hjálpa mér,“ segir hún en þau voru mætt inn í Grindavík um klukkan hálf níu í morgun. Samkvæmt skipulagi almannavarna fær fólk sex klukkutíma í verðmætabjörgun í dag og er farið inn í tveimur hollum. Andrea verður því að vera búin klukkan 14 í dag. „Við vorum komin inn í bæ fyrir klukkan hálf níu. Erum að verða búin að pakka öllu lauslegu og erum byrjuð að flytja búslóðina inn í sendibíl. Þannig að þetta skotgengur og ég reikna með að við verðum búin að öllu fyrir klukkan tvö.“ Hvernig er tilfinningin? Hvernig líður þér með þetta allt saman? „Þetta er náttúrulega fáránlegt. Venjulega þegar maður flytur, þá hefur maður einhverja daga eða vikur jafnvel til þess að fara í gegnum dótið sitt, ætla ég að eiga þetta, ætla ég að gefa þetta áfram eða má henda þessu. Nú er þetta í rauninni þannig að það fer allt í kassa, það fer ekkert út án þess að vera í pappakassa því þetta er á leið í geymslu. Við erum ekki að fara í gegnum neitt heldur hella úr skúffum ofan í kassa. Það er ekkert skipulag því þetta eru bara sex klukkutímar sem við fáum. Og þó við séum tólf manns þá eru þetta tólf manns sem þekkja ekkert endilega mínar eigur. Þó þetta séu vinir mínir og fjölskylda. Það er fáránlegt að maður fái bara sex klukkutíma til þess að taka allt sem ég á og koma því í burtu.“ Björgunarsveitarfólk tryggja öryggi fólks í Grindavík á meðan verðmætabjörguninni stendur. Mynd/Andrea Ævarsdóttir Hvernig er orkan í bænum, ertu búin að ræða við fleiri íbúa sem eru að ná í eigur? „Nei, ekki í dag. Það eru fleiri á Túngötunni en kannski vegna þess að þorrablót Grindvíkinga var í gær, þá eru færri í bænum heldur en ég hefði haldið,“ segir hún að lokum. Andrea er með stóran flutningabíl til að geta tæmt húsið. Mynd/Andrea Ævarsdóttir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gengur vel að undirbúa verðmætabjörgun í Grindavík Lögreglustjóri segir viðbragðsaðila á fullu við að undirbúa vitjanir Grindvíkinga á heimilum sínum á morgun. Grindvíkingum verður hleypt inn í bæinn á morgun og á mánudag til að sækja verðmæti. Samskiptastjóri almannavarna segir í boði að samnýta bíla. 3. febrúar 2024 15:39 Fá að fara heim á sunnudag og mánudag vegna breytts hætttumats Vegna aukinna líkna á eldgosi við Grindavík og styttri fyrirvara samkvæmt hættumatskorti Veðurstofu Íslands þá hafa almannavarnir ákveðið að Grindvíkingar fái aðgang að íbúðarhúsnæðum sínum fyrr, eða í sex klukkustundir á sunnudag og mánudag. 3. febrúar 2024 00:29 Gætu þurft að grípa til skömmtunar á heitu vatni í öðrum sveitarfélögum Grindavík er án kalds neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar og er dreifikerfið talið verulega laskað. Stofnlögn heitavatns frá Svartsengi er sömuleiðis ónýt og er notast við leka lögn í staðinn. Hugsanlega þurfi að grípa til skömmtunar í öðrum sveitarfélögum vegna þessa. 2. febrúar 2024 18:49 Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. 2. febrúar 2024 12:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ég er hér á Túngötunni og er að pakka niður allri búslóðinni minni til þess að fara með hana í geymslu,“ segir Andrea og að hún hafi ákveðið það strax í desember að flytja úr bænum. Hún hefur búið í bænum í tæp níu ár og hefur alltaf liðið vel. „Já, alveg rosalega vel. Grindavík er dásamlegt samfélag. Heldur rosalega vel utan um mann og þegar ég flutti hingað, þá var mér tekið mjög vel. Ég er búin að eiga hérna æðisleg níu ár og þetta er alveg ótrúlega erfitt. Ég vildi óska þess að ég gæti átt heima áfram í þessu samfélagi og íbúðinni minni en ég get ekki hugsað mér að eiga áfram heima á þessu svæði,“ segir Andrea. „Ég ákvað það í desember að ég myndi ekki treysta mér til þess að búa við þessar aðstæður lengur. Þannig ég er bara alfarin úr Grindavík.“ Vinir og ættingjar Andreu aðstoða hana við flutningana í dag. Mynd/Andrea Ævarsdóttir Var eitthvað sérstakt sem gerði útslagið? „Þetta er bara búið að vera, eldgosið alltaf að færast nær og nær og svo slysið með Lúðvík heitinn. Ég held að ég myndi aldrei treysta mér til þess að vera úti á ferðinni eða hleypa strákunum mínum gangandi milli húsa liggur við. Þannig þetta er bara komið nóg,“ segir Andrea. Tólf tæma húsið Hún er með tólf manns með sér í dag til að tæma húsið alveg. Hún segist hafa fengið þrjá klukkutíma síðasta þriðjudag til að tæma og hafi þá náð að tæma eldhúsið. „Síðan áttum við að fara á fimmtudaginn en þá riðlaðist allt út af leiðindaveðri. Þannig þegar ég fékk að vita að ég gæti farið inn í dag, þá hóaði ég í alla vini mína og barnsfaðir minn, hann fékk sendibíl. Það eru örugglega tólf manns hérna að hjálpa mér,“ segir hún en þau voru mætt inn í Grindavík um klukkan hálf níu í morgun. Samkvæmt skipulagi almannavarna fær fólk sex klukkutíma í verðmætabjörgun í dag og er farið inn í tveimur hollum. Andrea verður því að vera búin klukkan 14 í dag. „Við vorum komin inn í bæ fyrir klukkan hálf níu. Erum að verða búin að pakka öllu lauslegu og erum byrjuð að flytja búslóðina inn í sendibíl. Þannig að þetta skotgengur og ég reikna með að við verðum búin að öllu fyrir klukkan tvö.“ Hvernig er tilfinningin? Hvernig líður þér með þetta allt saman? „Þetta er náttúrulega fáránlegt. Venjulega þegar maður flytur, þá hefur maður einhverja daga eða vikur jafnvel til þess að fara í gegnum dótið sitt, ætla ég að eiga þetta, ætla ég að gefa þetta áfram eða má henda þessu. Nú er þetta í rauninni þannig að það fer allt í kassa, það fer ekkert út án þess að vera í pappakassa því þetta er á leið í geymslu. Við erum ekki að fara í gegnum neitt heldur hella úr skúffum ofan í kassa. Það er ekkert skipulag því þetta eru bara sex klukkutímar sem við fáum. Og þó við séum tólf manns þá eru þetta tólf manns sem þekkja ekkert endilega mínar eigur. Þó þetta séu vinir mínir og fjölskylda. Það er fáránlegt að maður fái bara sex klukkutíma til þess að taka allt sem ég á og koma því í burtu.“ Björgunarsveitarfólk tryggja öryggi fólks í Grindavík á meðan verðmætabjörguninni stendur. Mynd/Andrea Ævarsdóttir Hvernig er orkan í bænum, ertu búin að ræða við fleiri íbúa sem eru að ná í eigur? „Nei, ekki í dag. Það eru fleiri á Túngötunni en kannski vegna þess að þorrablót Grindvíkinga var í gær, þá eru færri í bænum heldur en ég hefði haldið,“ segir hún að lokum. Andrea er með stóran flutningabíl til að geta tæmt húsið. Mynd/Andrea Ævarsdóttir
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gengur vel að undirbúa verðmætabjörgun í Grindavík Lögreglustjóri segir viðbragðsaðila á fullu við að undirbúa vitjanir Grindvíkinga á heimilum sínum á morgun. Grindvíkingum verður hleypt inn í bæinn á morgun og á mánudag til að sækja verðmæti. Samskiptastjóri almannavarna segir í boði að samnýta bíla. 3. febrúar 2024 15:39 Fá að fara heim á sunnudag og mánudag vegna breytts hætttumats Vegna aukinna líkna á eldgosi við Grindavík og styttri fyrirvara samkvæmt hættumatskorti Veðurstofu Íslands þá hafa almannavarnir ákveðið að Grindvíkingar fái aðgang að íbúðarhúsnæðum sínum fyrr, eða í sex klukkustundir á sunnudag og mánudag. 3. febrúar 2024 00:29 Gætu þurft að grípa til skömmtunar á heitu vatni í öðrum sveitarfélögum Grindavík er án kalds neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar og er dreifikerfið talið verulega laskað. Stofnlögn heitavatns frá Svartsengi er sömuleiðis ónýt og er notast við leka lögn í staðinn. Hugsanlega þurfi að grípa til skömmtunar í öðrum sveitarfélögum vegna þessa. 2. febrúar 2024 18:49 Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. 2. febrúar 2024 12:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Gengur vel að undirbúa verðmætabjörgun í Grindavík Lögreglustjóri segir viðbragðsaðila á fullu við að undirbúa vitjanir Grindvíkinga á heimilum sínum á morgun. Grindvíkingum verður hleypt inn í bæinn á morgun og á mánudag til að sækja verðmæti. Samskiptastjóri almannavarna segir í boði að samnýta bíla. 3. febrúar 2024 15:39
Fá að fara heim á sunnudag og mánudag vegna breytts hætttumats Vegna aukinna líkna á eldgosi við Grindavík og styttri fyrirvara samkvæmt hættumatskorti Veðurstofu Íslands þá hafa almannavarnir ákveðið að Grindvíkingar fái aðgang að íbúðarhúsnæðum sínum fyrr, eða í sex klukkustundir á sunnudag og mánudag. 3. febrúar 2024 00:29
Gætu þurft að grípa til skömmtunar á heitu vatni í öðrum sveitarfélögum Grindavík er án kalds neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar og er dreifikerfið talið verulega laskað. Stofnlögn heitavatns frá Svartsengi er sömuleiðis ónýt og er notast við leka lögn í staðinn. Hugsanlega þurfi að grípa til skömmtunar í öðrum sveitarfélögum vegna þessa. 2. febrúar 2024 18:49
Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. 2. febrúar 2024 12:15