Risatíðindi úr F1: Hamilton sagður á leið í Ferrari Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 10:23 Lewis Hamilton virðist eiga að taka sæti Carlos Sainz hjá Ferrari. Getty/Qian Jun Ein stærstu félagaskipti í sögu Formúlu 1 kappakstursins virðast vera í pípunum því talið er að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton sé að ganga til liðs við Ferrari. Á vef Motorsport.com segir að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. BBC tekur undir þennan fréttaflutning og segir að mögulega verði tilkynnt um samning á milli Hamiltons og Ferrari í dag. Ferrari hefur lengi haft augastað á Hamilton en hann hefur hingað til viljað halda sig við Mercedes enda talið það vænlegri kost til að fjölga heimsmeistaratitlum. Eftir tvö erfið tímabil með Mercedes er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. BREAKING Lewis Hamilton set to move to Ferrari in bombshell switch Tap to read more — Mail Sport (@MailSport) February 1, 2024 Hamilton skrifaði í fyrra undir samning við Mercedes sem sagður var gilda árin 2024 og 2025 en nú virðist sem að seinna árið hafi verið valkvætt. Ítalski miðillinn formu1a.uno segir að möguleikinn á að fá Hamilton sé ástæðan fyrir því hvað það hafi dregist hjá Ferrari að endursemja við Carlos Sainz, en samningur hans rennur út í lok þessa árs. Greint var frá nýjum samningi við Charles Leclerc fyrir nokkrum dögum. Spænski miðillinn AS segir aðeins eftir að ganga frá smáatriðum en að ljóst sé að Hamilton ætli sér að reyna við áttunda heimsmeistaratitilinn sem fulltrúi Ferrari. Þá sé ljóst að hinn spænski Sainz þurfi að finna sér nýtt lið og nefnir blaðið Audi, Mercedes og Aston Martin sem bestu kosti. Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Á vef Motorsport.com segir að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. BBC tekur undir þennan fréttaflutning og segir að mögulega verði tilkynnt um samning á milli Hamiltons og Ferrari í dag. Ferrari hefur lengi haft augastað á Hamilton en hann hefur hingað til viljað halda sig við Mercedes enda talið það vænlegri kost til að fjölga heimsmeistaratitlum. Eftir tvö erfið tímabil með Mercedes er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. BREAKING Lewis Hamilton set to move to Ferrari in bombshell switch Tap to read more — Mail Sport (@MailSport) February 1, 2024 Hamilton skrifaði í fyrra undir samning við Mercedes sem sagður var gilda árin 2024 og 2025 en nú virðist sem að seinna árið hafi verið valkvætt. Ítalski miðillinn formu1a.uno segir að möguleikinn á að fá Hamilton sé ástæðan fyrir því hvað það hafi dregist hjá Ferrari að endursemja við Carlos Sainz, en samningur hans rennur út í lok þessa árs. Greint var frá nýjum samningi við Charles Leclerc fyrir nokkrum dögum. Spænski miðillinn AS segir aðeins eftir að ganga frá smáatriðum en að ljóst sé að Hamilton ætli sér að reyna við áttunda heimsmeistaratitilinn sem fulltrúi Ferrari. Þá sé ljóst að hinn spænski Sainz þurfi að finna sér nýtt lið og nefnir blaðið Audi, Mercedes og Aston Martin sem bestu kosti.
Akstursíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira