„Erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2024 19:09 Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn. Vísir/Vilhelm „Mér líður ágætlega úr því sem komið var. Held að við verðum að vera glaðir með þetta eina stig,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik liðanna á EM. Ísland gerði jafntefli við Serbíu í leik sem erfitt er að setja í orð. Sóknarleikur Íslands hrökk aldrei í gírinn og var Serbía yfir þegar leikurinn var svo gott sem búinn. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst strákunum okkar að skora tvö mörk í blálokin og tryggja sér stig sem virtist ekki vera möguleiki, lokatölur 27-27. „Þetta leik ekkert frábærlega út. Við erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega. Vörnin og markvarslan dettur svo niður í seinni hálfleik og þá ná þeir þessu forskoti,“ bætti Snorri Steinn við um leikinn og hélt áfram. „Ég ætla líka að hrósa leikmönnunum. Það er meira en að segja það að snúa svona leik við og ná þessu stigi. Getur skipt öllu máli fyrir okkur, tilfinningin allt önnur en ef við hefðum tapað. Breytir því ekki að við þurfum að kíkja í eigin barm og vera heiðarlegir með að við vorum að ströggla sóknarlega. Serbar samt frábærir í dag, spiluðu dúndur vörn og eru með frábæran markmann.“ „Ég var mjög glaður með varnarleikinn og markvörsluna, lögðum áherslu á það – kannski full mikla áherslu. Hélt kannski að það væri meiri hausverkur heldur en hitt. Mögulega var þetta afraksturinn eða einfaldlega rangt metið hjá mér. Klárlega eitthvað sem við þurfum að laga, sérstaklega sóknarlega.“ „Ég á inni fullt af leikmönnum, gleymið því ekki. Menn geta líka spilað betur og ég hef fulla trú á því að það gerist,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi á sunnudag, 14. janúar. Klippa: Snorri Steinn eftir Serbíuleikinn Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Serbíu í leik sem erfitt er að setja í orð. Sóknarleikur Íslands hrökk aldrei í gírinn og var Serbía yfir þegar leikurinn var svo gott sem búinn. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst strákunum okkar að skora tvö mörk í blálokin og tryggja sér stig sem virtist ekki vera möguleiki, lokatölur 27-27. „Þetta leik ekkert frábærlega út. Við erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega. Vörnin og markvarslan dettur svo niður í seinni hálfleik og þá ná þeir þessu forskoti,“ bætti Snorri Steinn við um leikinn og hélt áfram. „Ég ætla líka að hrósa leikmönnunum. Það er meira en að segja það að snúa svona leik við og ná þessu stigi. Getur skipt öllu máli fyrir okkur, tilfinningin allt önnur en ef við hefðum tapað. Breytir því ekki að við þurfum að kíkja í eigin barm og vera heiðarlegir með að við vorum að ströggla sóknarlega. Serbar samt frábærir í dag, spiluðu dúndur vörn og eru með frábæran markmann.“ „Ég var mjög glaður með varnarleikinn og markvörsluna, lögðum áherslu á það – kannski full mikla áherslu. Hélt kannski að það væri meiri hausverkur heldur en hitt. Mögulega var þetta afraksturinn eða einfaldlega rangt metið hjá mér. Klárlega eitthvað sem við þurfum að laga, sérstaklega sóknarlega.“ „Ég á inni fullt af leikmönnum, gleymið því ekki. Menn geta líka spilað betur og ég hef fulla trú á því að það gerist,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi á sunnudag, 14. janúar. Klippa: Snorri Steinn eftir Serbíuleikinn
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Sjá meira