Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 10:26 Hilmar segir að það ætti ekki að koma Sigurði Inga á óvart að stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða. „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. „Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum,“ sagði Hilmar um stöðu þessa hóps. „Viðbrögðin hafa verið mjög sterk og það leynir sér ekki að það er mikil ánægja með umfjöllunina,“ sagði Hilmar í framhaldsviðtali í Bítinu í morgun. „En þessi svör frá ráðherranum... að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum.“ Hilmar er þarna að vísa til viðbragða ráðherra, sem Bítið ræddi við í framhaldinu af fyrra viðtalinu við Hilmar. Þar sagði Sigurður Ingi að stjórnvöld hefðu staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum í Grindavík. Lífeyrissjóðirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í annað en að greiða út lífeyri. Ráðherra sagði álitamál hvort þessi lagatúlkun væri rétt en að þingið og stjórnvöld þyrftu að skoða málið. „Lífeyrissjóðirnir voru mjög skýrir og hafa verið mjög skýrir í sínum skoðunum að þeir ætli ekki að fella niður vexti og verðbætur eins og bankarnir og Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að [stjórnvöld] væru að bíða eftir svörum áður en [þau] myndu stíga inn í. Svo kom þarna svarið minnir mig daginn eftir íbúafundinn og þá kom bara svarið hreint og beint að þeir ætluðu ekki að fara sömu leið og bankarnir, að fella niður vexti og verðbætur. Síðan hefur ekkert heyrst í ríkisstjórninni,“ sagði Hilmar í morgun. Hann segir fólk mjög hissa og ósátt og segist spyrja sig að því af hverju Sigurður Ingi telji eitthvað hafa breyst síðan þá. „Ég myndi halda það að ríkisstjórnin og Sigurður Ingi ættu að vera inni í þessum málum og hefðu átt að fylgjast með.“ Hilma segir það klárlega hafa verið skilning íbúa að ef svör lífeyrissjóðanna yrðu á þennan veg myndu stjórnvöld grípa til sinna ráða. Hvað varðar bæjaryfirvöld í Grindavík segir hann ekkert hafa heyrst frá þeim. „Nú er maður svolítið hræddur um að hún sofni umræðan,“ sagði hann spurður um framhaldið og hvatti fjölmiðla til að fylgja málinu eftir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lífeyrissjóðir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
„Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum,“ sagði Hilmar um stöðu þessa hóps. „Viðbrögðin hafa verið mjög sterk og það leynir sér ekki að það er mikil ánægja með umfjöllunina,“ sagði Hilmar í framhaldsviðtali í Bítinu í morgun. „En þessi svör frá ráðherranum... að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum.“ Hilmar er þarna að vísa til viðbragða ráðherra, sem Bítið ræddi við í framhaldinu af fyrra viðtalinu við Hilmar. Þar sagði Sigurður Ingi að stjórnvöld hefðu staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum í Grindavík. Lífeyrissjóðirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í annað en að greiða út lífeyri. Ráðherra sagði álitamál hvort þessi lagatúlkun væri rétt en að þingið og stjórnvöld þyrftu að skoða málið. „Lífeyrissjóðirnir voru mjög skýrir og hafa verið mjög skýrir í sínum skoðunum að þeir ætli ekki að fella niður vexti og verðbætur eins og bankarnir og Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að [stjórnvöld] væru að bíða eftir svörum áður en [þau] myndu stíga inn í. Svo kom þarna svarið minnir mig daginn eftir íbúafundinn og þá kom bara svarið hreint og beint að þeir ætluðu ekki að fara sömu leið og bankarnir, að fella niður vexti og verðbætur. Síðan hefur ekkert heyrst í ríkisstjórninni,“ sagði Hilmar í morgun. Hann segir fólk mjög hissa og ósátt og segist spyrja sig að því af hverju Sigurður Ingi telji eitthvað hafa breyst síðan þá. „Ég myndi halda það að ríkisstjórnin og Sigurður Ingi ættu að vera inni í þessum málum og hefðu átt að fylgjast með.“ Hilma segir það klárlega hafa verið skilning íbúa að ef svör lífeyrissjóðanna yrðu á þennan veg myndu stjórnvöld grípa til sinna ráða. Hvað varðar bæjaryfirvöld í Grindavík segir hann ekkert hafa heyrst frá þeim. „Nú er maður svolítið hræddur um að hún sofni umræðan,“ sagði hann spurður um framhaldið og hvatti fjölmiðla til að fylgja málinu eftir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lífeyrissjóðir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira