Keflavík að landa Danero sem gæti mætt gamla liðinu sínu í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 10:51 Danero Thomas hætti hjá Hamri í síðasta mánuði en gæti mögulega mætt liðinu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Körfuboltamaðurinn Danero Thomas hefur ákveðið að hætta við að leggja skóna á hilluna og allt útlit er fyrir að hann spili með Keflavík það sem eftir lifir leiktíðar. Danero hætti hjá botnliði Hamars fyrir áramót og lét þá hafa eftir sér að hann hygðist snúa sér að þjálfun. Pétur Ingvarsson, fyrrverandi þjálfari hans hjá Breiðabliki og nú þjálfari Keflavíkur, hefur hins vegar sannfært þennan reynslumikla leikmann um að halda áfram að spila. Pétur segir þó að ekki sé allt frágengið varðandi samning við Danero en að mögulegt sé að það takist í dag svo að hann verði með í leiknum við sitt gamla lið, Hamar, í Subway-deildinni í kvöld. „Við reyndum að benda honum á að Tom Brady hefði nú hætt nokkrum sinnum en alltaf snúið aftur,“ sagði Pétur léttur í bragði við Vísi. Danero tók þátt í öllum ellefu leikjum Hamars þetta tímabilið og skoraði tæp ellefu stig að meðaltali og tók sex fráköst. „Ég þjálfaði hann náttúrulega í tvö ár og veit að hann er „professional“ í öllu, og passar inn í þennan hóp,“ sagði Pétur en bætti við að það væri þó ljóst að Danero yrði í takmörkuðu hlutverki hjá Keflavík, sem er tveimur stigum frá toppi deildarinnar. Reynsla hans og leiðtogahæfileikar kæmu þó til með að reynast liðinu dýrmæt. Danero, sem er 37 ára gamall, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2012 þegar hann kom til KR. Hann er bandarískur en öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt og á að baki þrjá landsleiki fyrir Ísland. Danero lék eins og fyrr segir síðast með Hamri en hefur einnig leikið með Breiðabliki, ÍR, Tindastóli, Þór Akureyri, Fjölni, Val og KR. Subway-deild karla Hamar Keflavík ÍF Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Danero hætti hjá botnliði Hamars fyrir áramót og lét þá hafa eftir sér að hann hygðist snúa sér að þjálfun. Pétur Ingvarsson, fyrrverandi þjálfari hans hjá Breiðabliki og nú þjálfari Keflavíkur, hefur hins vegar sannfært þennan reynslumikla leikmann um að halda áfram að spila. Pétur segir þó að ekki sé allt frágengið varðandi samning við Danero en að mögulegt sé að það takist í dag svo að hann verði með í leiknum við sitt gamla lið, Hamar, í Subway-deildinni í kvöld. „Við reyndum að benda honum á að Tom Brady hefði nú hætt nokkrum sinnum en alltaf snúið aftur,“ sagði Pétur léttur í bragði við Vísi. Danero tók þátt í öllum ellefu leikjum Hamars þetta tímabilið og skoraði tæp ellefu stig að meðaltali og tók sex fráköst. „Ég þjálfaði hann náttúrulega í tvö ár og veit að hann er „professional“ í öllu, og passar inn í þennan hóp,“ sagði Pétur en bætti við að það væri þó ljóst að Danero yrði í takmörkuðu hlutverki hjá Keflavík, sem er tveimur stigum frá toppi deildarinnar. Reynsla hans og leiðtogahæfileikar kæmu þó til með að reynast liðinu dýrmæt. Danero, sem er 37 ára gamall, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2012 þegar hann kom til KR. Hann er bandarískur en öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt og á að baki þrjá landsleiki fyrir Ísland. Danero lék eins og fyrr segir síðast með Hamri en hefur einnig leikið með Breiðabliki, ÍR, Tindastóli, Þór Akureyri, Fjölni, Val og KR.
Subway-deild karla Hamar Keflavík ÍF Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira