Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 12:04 Einhverjir hafa dvalið í Grindavík síðustu daga. Vísir/Arnar Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. Þetta gildi þar til breytingar á hættumatskorti gefi tilefni til annars. Lögreglustjóri ráðleggur íbúum þó frá því að dvelja í bænum við núverandi aðstæður og ítrekar að eldgos geti hafist í nágrenni Grindavíkur með skömmum fyrirvara. Veðurstofan telur nú hættu á að hraun flæði inn í bæinn ef gos hefjist. „Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inni á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekur undir þetta og hvetur Grindvíkinga til að „leita allra leiða til að dvelja ekki í bænum fram yfir áramót.“ „Veðurstofan gaf í gær út nýtt hættumatskort, þar kom fram að þrátt fyrir að staðan í Grindavík og Svartsengi sé metin með sama hætti og í fyrra korti þ.e. „Töluverð hætta“ þá hefur hættan aukist,“ segir í tilkynningu almannavarna. Á bakvið kortið séu töluleg gildi sem hafi hækkað frá fyrra hættumatskorti en ekki nóg til að færa svæðin sem Grindavík og Svartsengi eru í upp um flokk. Núgildandi hættumatskort þar sem Grindavík er inn á svæði 4. Kortið gildir að óbreyttu til 5. janúar.Veðurstofa Íslands Björgunarsveitin í Grindavík ekki tiltæk Landris heldur áfram við Svartsengi og samkvæmt núgildandi hættumatskorti sem Veðurstofa Íslands gaf út í gær er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gosmengun. Að sögn lögreglustjóra sinnir lögregla áfram eftirliti í og við Grindavík allan sólarhringinn en björgunarsveitarmenn séu ekki til staðar. Hefjist gos í eða við Grindavík verði send út SMS-skilaboð í farsíma á svæðinu þar sem fólki sé sagt að rýma bæinn. Hefja uppbyggingu varnargarða Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að til stæði að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Fyrsti hluti þeirra á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar en þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. Uppfært hættumatskort sem birt var í gær er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks. Mat á hættustigi innan svæðanna hélst óbreytt frá fyrra korti en breyting var gerð á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá almannavörnum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Þetta gildi þar til breytingar á hættumatskorti gefi tilefni til annars. Lögreglustjóri ráðleggur íbúum þó frá því að dvelja í bænum við núverandi aðstæður og ítrekar að eldgos geti hafist í nágrenni Grindavíkur með skömmum fyrirvara. Veðurstofan telur nú hættu á að hraun flæði inn í bæinn ef gos hefjist. „Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inni á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekur undir þetta og hvetur Grindvíkinga til að „leita allra leiða til að dvelja ekki í bænum fram yfir áramót.“ „Veðurstofan gaf í gær út nýtt hættumatskort, þar kom fram að þrátt fyrir að staðan í Grindavík og Svartsengi sé metin með sama hætti og í fyrra korti þ.e. „Töluverð hætta“ þá hefur hættan aukist,“ segir í tilkynningu almannavarna. Á bakvið kortið séu töluleg gildi sem hafi hækkað frá fyrra hættumatskorti en ekki nóg til að færa svæðin sem Grindavík og Svartsengi eru í upp um flokk. Núgildandi hættumatskort þar sem Grindavík er inn á svæði 4. Kortið gildir að óbreyttu til 5. janúar.Veðurstofa Íslands Björgunarsveitin í Grindavík ekki tiltæk Landris heldur áfram við Svartsengi og samkvæmt núgildandi hættumatskorti sem Veðurstofa Íslands gaf út í gær er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gosmengun. Að sögn lögreglustjóra sinnir lögregla áfram eftirliti í og við Grindavík allan sólarhringinn en björgunarsveitarmenn séu ekki til staðar. Hefjist gos í eða við Grindavík verði send út SMS-skilaboð í farsíma á svæðinu þar sem fólki sé sagt að rýma bæinn. Hefja uppbyggingu varnargarða Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að til stæði að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Fyrsti hluti þeirra á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar en þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. Uppfært hættumatskort sem birt var í gær er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks. Mat á hættustigi innan svæðanna hélst óbreytt frá fyrra korti en breyting var gerð á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá almannavörnum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00
Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24
Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42