Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2023 16:35 Kvöldstund með Heiðari snyrti hefur fengið nýjan titil og heitir nú Lúna. Tyrfingur segir að það eina sem breytt hafi verið sé titillinn. Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. Það nánast þyrmir yfir Tyrfing þegar hann er inntur eftir því hvað hafi ráðið því að jólaleikrit Borgarleikhússins heitir nú Lúna en það verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. „Þetta hefur verið mjög skrautlegt,“ segir Tyrfingur og dæsir. „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ segir Tyrfingur. Hann segir að þau í leikhúsinu hafi rætt þetta fram og til baka, hvort það væri vert að skipta um titil á verkinu. „En þegar hann lagði þetta til, einhver einn maður úti í bæ sem er í þjáningu með einhverja minningu, þá segir maður bara: Upp með hendur, Séra Gvendur. En kannski er þetta einhver vitleysa í manni,“ segir Tyrfingur. Tyrfingur segir að þau í leikhúsinu hafi verið fegin þegar hann féllst á að skipta um titil en maðurinn hringdi í þau þar. „Leikhúsið má alveg eiga það að það var ekki að skikka mig til eins né neins. Þetta var bara samtal og niðurstaða.“ Tyrfingur segir að aðeins titli verksins hafi verið breytt en engu í sjálfu verkinu, það heiti nú Lúna í höfuðið á annarri aðalpersónunni og það fari ágætlega á því. „Þetta er kannski ekki söluvænn titill enn hann er alveg réttur á verkið. Það er hátungl í verkinu. Það var allt í lagi.“ Þetta er flókið mál. Meðan listirnar eigi auðvitað ekki að taka við skipunum fólks úti í bæ, á misjafnlega gáfulegum forsendum, þá séu þetta breyttir tímar. „Svo getur maður líka dáðst að fólki sem lætur í sér heyra, er ekki eitt að þjást heima hjá sér þannig að þetta er líka heilbrigðismerki,“ segir Tyrfingur. Leikhús Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Það nánast þyrmir yfir Tyrfing þegar hann er inntur eftir því hvað hafi ráðið því að jólaleikrit Borgarleikhússins heitir nú Lúna en það verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. „Þetta hefur verið mjög skrautlegt,“ segir Tyrfingur og dæsir. „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ segir Tyrfingur. Hann segir að þau í leikhúsinu hafi rætt þetta fram og til baka, hvort það væri vert að skipta um titil á verkinu. „En þegar hann lagði þetta til, einhver einn maður úti í bæ sem er í þjáningu með einhverja minningu, þá segir maður bara: Upp með hendur, Séra Gvendur. En kannski er þetta einhver vitleysa í manni,“ segir Tyrfingur. Tyrfingur segir að þau í leikhúsinu hafi verið fegin þegar hann féllst á að skipta um titil en maðurinn hringdi í þau þar. „Leikhúsið má alveg eiga það að það var ekki að skikka mig til eins né neins. Þetta var bara samtal og niðurstaða.“ Tyrfingur segir að aðeins titli verksins hafi verið breytt en engu í sjálfu verkinu, það heiti nú Lúna í höfuðið á annarri aðalpersónunni og það fari ágætlega á því. „Þetta er kannski ekki söluvænn titill enn hann er alveg réttur á verkið. Það er hátungl í verkinu. Það var allt í lagi.“ Þetta er flókið mál. Meðan listirnar eigi auðvitað ekki að taka við skipunum fólks úti í bæ, á misjafnlega gáfulegum forsendum, þá séu þetta breyttir tímar. „Svo getur maður líka dáðst að fólki sem lætur í sér heyra, er ekki eitt að þjást heima hjá sér þannig að þetta er líka heilbrigðismerki,“ segir Tyrfingur.
Leikhús Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira