Nýliði í hópi Snorra Steins: Valdi Andra, Einar Þorstein og Þorstein Leó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2023 11:15 Andri Már Rúnarsson er óvænt í æfingahópi Íslands fyrir EM. Vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag tuttugu manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem fram fer í næsta mánuði. Snorri ætlar að fara með átján leikmenn út á Evrópumeistaramótið og þetta er því æfingahópur. Tveir leikmenn detta því út áður en Snorri velur lokahóp sinn fyrir mótið í janúar. Snorri valdi óvænt nýliða í hópinn því Andri Már Rúnarsson hjá þýska liðinu Leipzig er valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa enn ekki spilað landsleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og er í hópnum sem eru frábærar fréttir. Snorri talaði um það á fundinum að Elvar Örn Jónsson sé tæpur, að Magnús Óli Magnússon sé meiddur og Elvar Ásgeirsson gefi ekki kost á sér þar sem að kona hans á von á barni á sama tíma. Hann hafi hrifist af Andra í leikjum hans með unglingalandsliðinu og ákvað að gefa honum tækifæri þrátt fyrir enga reynslu. Erfiðasta ákvörðun Snorra var að fara bara út með tvo markmenn en Ágúst Elí Björgvinsson er ekki í hópnum. Ísland er í erfiðum riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi en fyrsti leikurinn er á móti Serbum. Aðeins tvö lið komast áfram í milliriðilinn. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki í gegn Austurríki 6. og 8. janúar í Vínarborg og Linz áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri hafði áður valið 35 manna úrtakshóp og það var því vitað að aðeins leikmennirnir á þeim lista kæmu til greina. Snorri getur valið sextán leikmenn til að hafa skýrslu á hverjum leik. Hann má síðan gera tvær breytingar á hópnum fyrir milliriðlana og svo aftur tvær breytingar fyrir leikina um sæti. EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35) EM 2024 í handbolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Sjá meira
Snorri ætlar að fara með átján leikmenn út á Evrópumeistaramótið og þetta er því æfingahópur. Tveir leikmenn detta því út áður en Snorri velur lokahóp sinn fyrir mótið í janúar. Snorri valdi óvænt nýliða í hópinn því Andri Már Rúnarsson hjá þýska liðinu Leipzig er valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa enn ekki spilað landsleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og er í hópnum sem eru frábærar fréttir. Snorri talaði um það á fundinum að Elvar Örn Jónsson sé tæpur, að Magnús Óli Magnússon sé meiddur og Elvar Ásgeirsson gefi ekki kost á sér þar sem að kona hans á von á barni á sama tíma. Hann hafi hrifist af Andra í leikjum hans með unglingalandsliðinu og ákvað að gefa honum tækifæri þrátt fyrir enga reynslu. Erfiðasta ákvörðun Snorra var að fara bara út með tvo markmenn en Ágúst Elí Björgvinsson er ekki í hópnum. Ísland er í erfiðum riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi en fyrsti leikurinn er á móti Serbum. Aðeins tvö lið komast áfram í milliriðilinn. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki í gegn Austurríki 6. og 8. janúar í Vínarborg og Linz áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri hafði áður valið 35 manna úrtakshóp og það var því vitað að aðeins leikmennirnir á þeim lista kæmu til greina. Snorri getur valið sextán leikmenn til að hafa skýrslu á hverjum leik. Hann má síðan gera tvær breytingar á hópnum fyrir milliriðlana og svo aftur tvær breytingar fyrir leikina um sæti. EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35)
EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35)
EM 2024 í handbolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Sjá meira