„Þungu fargi af manni létt“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. desember 2023 22:46 Ólafur Ólafsson hvetur Grindvíkinga til að fjölmenna á næsta leik sem er einmitt gegn Haukum á ný. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit VÍS-bikarsins eftir sigur á Haukum í sveiflukenndum leik. Lokatölur 88-80 þar sem heimamenn náðu að standa af sér áhlaup gestanna í lokin. Haukar voru að skjóta hreint ótrúlega fyrir utan í þessum leik en skotsýning þeirra fyrir utan línuna lagði grunninn að endurkomu þeirra og komust þeir raunar yfir þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að hann og hans menn hefðu mögulega gefið þeim aðeins of auðveld skot. „Við vorum að klikka á einhverjum skiptingum og svona og svo held ég að Finninn þeirra hafi ekki ekki hitt úr einu tveggjastiga skoti, þegar hann fór inn fyrir þriggjastiga línuna þá hitti hann bara hringinn en ef hann er fyrir utan hittir hann alltaf. Sigvaldi datt líka í gang, „Pittsarinn“, við þekkjum hann, vitum að hann hittir og var að gera það en var held ég bara orðinn þreyttur í lokinn.“ Grindvíkingar hafa aðeins landað einum sigri eftir að Grindavíkurbær var rýmdur þann 10. nóvember og sagði Ólafur að þessi sigur væri afskaplega mikilvægur fyrir sálarlíf leikmanna. „Mikill, mikill, mikill léttir að vinna núna. Þungu fargi af manni létt. Hjartað í manni er eitthvað svo létt núna. Það er eins og maður hafi verið að vinna bara einhvern bikar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var geggjað.“ Persónulegar tengingar Grindavíkur og Hauka Damier Pitts fór mikinn í liði Hauka í kvöld og varð stigahæstur með 24 stig en Pitts lék með Grindvíkingum í fyrra. Þá lék Daniel Mortensen með Haukum. Ólafur tók undir að sennilega hefði þessi leikur haft einhverja persónulega þýðingu fyrir Pitts. „Alveg pottþétt. Hann ætlaði örugglega að sanna eitthvað. En ég held að það sé einn eftir sem var með Mortensen í fyrra. En þeir eiga inni stóru mennina sína, eru með einn stóran mann. Við vorum ekki nógu fljótir að notfæra okkur það en um leið og við fórum að gera það það opnaðist fyrir skot og „cut“ og allt þetta. En eins og ég segi, ég er bara sáttur, fer sáttur á koddann!“ Liðin mætast á ný á fimmtudaginn. Eru Grindvíkingar núna búnir að læra inn á Hauka og tilbúnir að rústa þeim næst? „Eigum við ekki bara að segja það? Við vitum núna hvað við getum lagað og gert betur á móti þeim og mætum bara klárir fyrir síðasta leik fyrir jól og fara með einn sigur inn í jólin. Þá förum við sáttir í jólafrí.“ Grindvíkingar hafa verið að mæta vel í Smárann enda er stór hluti þeirra tímabundið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist reyndar vera eitthvað á reiki hvort leikur sé þar eða í Hafnarfirði en Ólafur sagði það engu máli skipta, að sjálfsögðu væri skyldumæting fyrir Grindvíkinga. „Ég held að hann sé samt í Ólafssalnum? Ég held að það sé búið að breyta því. En það er samt skyldumæting þangað! Það er bara næsti bær við. Hvet alla til að mæta og hafa gaman. Skemmta sér og svo eru jólatónleikar á eftir. Svo förum við bara bráðum heim!“ - Sagði Ólafur að lokum og endaði viðtalið á að taka blaðamann í eitt löðrandi sveitt bjarnarfaðmlag. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Sjá meira
Haukar voru að skjóta hreint ótrúlega fyrir utan í þessum leik en skotsýning þeirra fyrir utan línuna lagði grunninn að endurkomu þeirra og komust þeir raunar yfir þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að hann og hans menn hefðu mögulega gefið þeim aðeins of auðveld skot. „Við vorum að klikka á einhverjum skiptingum og svona og svo held ég að Finninn þeirra hafi ekki ekki hitt úr einu tveggjastiga skoti, þegar hann fór inn fyrir þriggjastiga línuna þá hitti hann bara hringinn en ef hann er fyrir utan hittir hann alltaf. Sigvaldi datt líka í gang, „Pittsarinn“, við þekkjum hann, vitum að hann hittir og var að gera það en var held ég bara orðinn þreyttur í lokinn.“ Grindvíkingar hafa aðeins landað einum sigri eftir að Grindavíkurbær var rýmdur þann 10. nóvember og sagði Ólafur að þessi sigur væri afskaplega mikilvægur fyrir sálarlíf leikmanna. „Mikill, mikill, mikill léttir að vinna núna. Þungu fargi af manni létt. Hjartað í manni er eitthvað svo létt núna. Það er eins og maður hafi verið að vinna bara einhvern bikar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var geggjað.“ Persónulegar tengingar Grindavíkur og Hauka Damier Pitts fór mikinn í liði Hauka í kvöld og varð stigahæstur með 24 stig en Pitts lék með Grindvíkingum í fyrra. Þá lék Daniel Mortensen með Haukum. Ólafur tók undir að sennilega hefði þessi leikur haft einhverja persónulega þýðingu fyrir Pitts. „Alveg pottþétt. Hann ætlaði örugglega að sanna eitthvað. En ég held að það sé einn eftir sem var með Mortensen í fyrra. En þeir eiga inni stóru mennina sína, eru með einn stóran mann. Við vorum ekki nógu fljótir að notfæra okkur það en um leið og við fórum að gera það það opnaðist fyrir skot og „cut“ og allt þetta. En eins og ég segi, ég er bara sáttur, fer sáttur á koddann!“ Liðin mætast á ný á fimmtudaginn. Eru Grindvíkingar núna búnir að læra inn á Hauka og tilbúnir að rústa þeim næst? „Eigum við ekki bara að segja það? Við vitum núna hvað við getum lagað og gert betur á móti þeim og mætum bara klárir fyrir síðasta leik fyrir jól og fara með einn sigur inn í jólin. Þá förum við sáttir í jólafrí.“ Grindvíkingar hafa verið að mæta vel í Smárann enda er stór hluti þeirra tímabundið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist reyndar vera eitthvað á reiki hvort leikur sé þar eða í Hafnarfirði en Ólafur sagði það engu máli skipta, að sjálfsögðu væri skyldumæting fyrir Grindvíkinga. „Ég held að hann sé samt í Ólafssalnum? Ég held að það sé búið að breyta því. En það er samt skyldumæting þangað! Það er bara næsti bær við. Hvet alla til að mæta og hafa gaman. Skemmta sér og svo eru jólatónleikar á eftir. Svo förum við bara bráðum heim!“ - Sagði Ólafur að lokum og endaði viðtalið á að taka blaðamann í eitt löðrandi sveitt bjarnarfaðmlag.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Sjá meira