„Vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:44 Ívar lét dómarana heyra það eftir leik Vísir/Hulda Margrét Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ómyrkur í máli í garð dómaranna eftir tap hans manna í Keflavík, 100-86. Alls voru dæmdar 25 villur á Blika í kvöld en aðeins tólf á heimamenn og þeir voru villulausir í fjórða leikhluta þar til í blálokin. Blikar voru nokkuð sprækir framan af leik og leiddu í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér undir lokin þrátt fyrir að gefast aldrei upp. „Okkur vantaði held ég bara Everage í lokin. Okkur vantaði svona smá sóknarógn í lokin. Það var eiginlega bara munurinn. Plús það að við fáum hvað 26-7 villur en þeir tólf. Þeir voru ekki komnir með eina villu þegar það var ein og hálf mínúta eftir að fjórða leikhluta, þá var ekki búið að dæma eina villu á Keflavík. Það er margt sem ég skil ekki en þetta var ótrúlegt.“ Þessi skakka tölfræði í villunum vakti einnig athygli blaðamanns sem og sú staðreynd að heimamenn vældu nær látlaust í dómurnum yfir því að fá fleiri villur dæmdar á gestina. Ívar sagði að það væri einföld skýring á pirringi Keflvíkinga, þeir væru bara of góðu vanir á heimavelli. „Þeir eru vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík. Ég vildi að dómaranir kæmu í Smárann og dæmdu svona eins og þeir dæma hér. Ef þeir dæma villurnar öðru megin þá verða þeir að dæma þær hinumegin líka. Þetta er alveg galið! Ég held að þetta sé sama dómaratríó og var að klúðra síðasta leik hjá Álftanesi, þetta er ekki boðlegt.“ Eftir að hafa látið gamminn geysa um dómgæsluna róaðist Ívar þó fljótt og viðurkenndi að dómgæslan hefði sennilega ekki kostað þá sigurinn þegar öllu var á botninn hvolft. „En við erum ekki að tapa þar endilega en það hefði kannski hjálpað okkur að fá eina tvær villur. Okkur vantaði bara smá sóknarógn í fjórða leikhluta, við vorum að ströggla aðeins í sókninni. Eiginlega allan leikinn vorum við búnir að spila mjög vel saman þar sem við fengum þá til að fara úr sínum varnarstöðum en svo kemur kannski aðeins þreyta í lokin og þá vantar okkur kannski aðeins smá gæði þar.“ Herslumuninn skorti „Með örlítið betri leik hér í fjórða leikhluta hefðum við getað gert eitthvað en því miður. Heilt yfir stoltur af strákunum og mér finnst þeir vera í mikilli framför. Við erum að spila fullt af íslenskum strákum í kvöld á móti atvinnumannaliði. Þetta er nokkurn veginn atvinnumannadeild svo að ég get ekki verið að afsaka mig með því. Við vissum í hvað við vorum að fara og ég er ánægður með okkar framfarir og vona að við stígum næsta skref. Ég tel að við séum á góðri vegferð. Við eigum Val næst og ég held að við „mötsum“ ágætlega upp á móti þeim. Við þurfum bara að koma grimmir í þann leik.“ Blikar lönduðu sínum fyrsta sigri í síðstu umferð og Ívar tók undir greiningu blaðamanns sem sagði að það væri allt annar bragur á liðinu en í upphafi móts. „Við erum líka búnir að vera í meiðslum. Ég er ekki búinn að vera í einum leik í vetur með fullt lið. Við vorum með Árna og Snorra út í byrjun, svo missum við Everage sem var búinn að vera meiddur líka í byrjun. Everage kemur örugglega inn í næsta leik og hann mun pottþétt hjálpa okkur gríðarlega mikið.“ Ívar lauk viðtalinu á að stappa stálinu í sína menn og sagði að þeir færu í alla leiki til að vinna, þar á meðal þennan þó það hafi ekki gengið eftir að þessu sinni. „Þannig að ég er bara spenntur að sjá hvernig við verðum með fullt lið. Við þurfum náttúrulega bara að fara að vinna fleiri leiki. Við ætluðum okkur sigur hér, það er engin launung að við ætluðum okkur að koma hér og vinna. Ég geri þá kröfu að við förum hvert sem er og við ætlum að vinna og við ætlum að vinna á fimmtudaginn líka.“ Körfubolti Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Blikar voru nokkuð sprækir framan af leik og leiddu í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér undir lokin þrátt fyrir að gefast aldrei upp. „Okkur vantaði held ég bara Everage í lokin. Okkur vantaði svona smá sóknarógn í lokin. Það var eiginlega bara munurinn. Plús það að við fáum hvað 26-7 villur en þeir tólf. Þeir voru ekki komnir með eina villu þegar það var ein og hálf mínúta eftir að fjórða leikhluta, þá var ekki búið að dæma eina villu á Keflavík. Það er margt sem ég skil ekki en þetta var ótrúlegt.“ Þessi skakka tölfræði í villunum vakti einnig athygli blaðamanns sem og sú staðreynd að heimamenn vældu nær látlaust í dómurnum yfir því að fá fleiri villur dæmdar á gestina. Ívar sagði að það væri einföld skýring á pirringi Keflvíkinga, þeir væru bara of góðu vanir á heimavelli. „Þeir eru vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík. Ég vildi að dómaranir kæmu í Smárann og dæmdu svona eins og þeir dæma hér. Ef þeir dæma villurnar öðru megin þá verða þeir að dæma þær hinumegin líka. Þetta er alveg galið! Ég held að þetta sé sama dómaratríó og var að klúðra síðasta leik hjá Álftanesi, þetta er ekki boðlegt.“ Eftir að hafa látið gamminn geysa um dómgæsluna róaðist Ívar þó fljótt og viðurkenndi að dómgæslan hefði sennilega ekki kostað þá sigurinn þegar öllu var á botninn hvolft. „En við erum ekki að tapa þar endilega en það hefði kannski hjálpað okkur að fá eina tvær villur. Okkur vantaði bara smá sóknarógn í fjórða leikhluta, við vorum að ströggla aðeins í sókninni. Eiginlega allan leikinn vorum við búnir að spila mjög vel saman þar sem við fengum þá til að fara úr sínum varnarstöðum en svo kemur kannski aðeins þreyta í lokin og þá vantar okkur kannski aðeins smá gæði þar.“ Herslumuninn skorti „Með örlítið betri leik hér í fjórða leikhluta hefðum við getað gert eitthvað en því miður. Heilt yfir stoltur af strákunum og mér finnst þeir vera í mikilli framför. Við erum að spila fullt af íslenskum strákum í kvöld á móti atvinnumannaliði. Þetta er nokkurn veginn atvinnumannadeild svo að ég get ekki verið að afsaka mig með því. Við vissum í hvað við vorum að fara og ég er ánægður með okkar framfarir og vona að við stígum næsta skref. Ég tel að við séum á góðri vegferð. Við eigum Val næst og ég held að við „mötsum“ ágætlega upp á móti þeim. Við þurfum bara að koma grimmir í þann leik.“ Blikar lönduðu sínum fyrsta sigri í síðstu umferð og Ívar tók undir greiningu blaðamanns sem sagði að það væri allt annar bragur á liðinu en í upphafi móts. „Við erum líka búnir að vera í meiðslum. Ég er ekki búinn að vera í einum leik í vetur með fullt lið. Við vorum með Árna og Snorra út í byrjun, svo missum við Everage sem var búinn að vera meiddur líka í byrjun. Everage kemur örugglega inn í næsta leik og hann mun pottþétt hjálpa okkur gríðarlega mikið.“ Ívar lauk viðtalinu á að stappa stálinu í sína menn og sagði að þeir færu í alla leiki til að vinna, þar á meðal þennan þó það hafi ekki gengið eftir að þessu sinni. „Þannig að ég er bara spenntur að sjá hvernig við verðum með fullt lið. Við þurfum náttúrulega bara að fara að vinna fleiri leiki. Við ætluðum okkur sigur hér, það er engin launung að við ætluðum okkur að koma hér og vinna. Ég geri þá kröfu að við förum hvert sem er og við ætlum að vinna og við ætlum að vinna á fimmtudaginn líka.“
Körfubolti Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira