Landsbankinn selur hlutinn í Keahótelum sem tekinn var upp í skuldir Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2023 21:25 Keahótel rekur alls tíu hótel á landinu, þar á meðal Hótel Borg. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur auglýst 35 prósent hlut sinn í Keahótelum ehf. til sölu. Bankinn eignaðist hlutinn eftir endurskipulagningu félagsins sem fól í sér að skuldum við bankann var breytt í hlutafé. Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að Hömlur fyrirtæki ehf., dótturfélag Landsbankans, bjóði til sölu 35 prósent eignarhlut í hótelkeðjunni Keahótel ehf.. Söluferlið fari fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og sé opið öllum fjárfestum sem uppfylla ákveðin skilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu, svo sem um fjárhagslega getu. Keahótel sé ein stærsta hótelkeðja Íslands. Innan keðjunnar séu tíu hótel með 940 herbergjum og hótelin séu í Reykjavík, á Akureyri, í Grímsnesi, á Vík og Siglufirði. Eignaðist hlutinn í miðjum faraldrinum Landsbankinn eignaðist 35 prósent hlut í Keahótelum í desember árið 2020 þegar félagið, líkt og flestar hótelkeðjur, barðist í bökkum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Samkomulag náðist um endurskipulagningu Keahótela sem var sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu fólst að hluta skulda var breytt í hlutafé, að Landsbankinn eignaðist ríflega þriðjungs hlut í félaginu, og að þáverandi eigendahópur kæmi með nýtt fé inn í reksturinn. Frá því að Landsbankinn kom inn í hluthafahópinn hafa umsvif hótelkeðjunnar aukist nokkuð með kaupum á Sigló Hóteli árið 2022 og Hótel Grímsborgum í sumar. Erlendir fjárfestar eignuðust meirihluta í Keahótelum árið 2017 þegar bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Pt Capital Advisors keypti fimmtíu prósenta hlut í hótelkeðjunni og bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alsaka, 25 prósenta hlut. Hótel á Íslandi Landsbankinn Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Sesselja nýr forstjóri Genis Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að Hömlur fyrirtæki ehf., dótturfélag Landsbankans, bjóði til sölu 35 prósent eignarhlut í hótelkeðjunni Keahótel ehf.. Söluferlið fari fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og sé opið öllum fjárfestum sem uppfylla ákveðin skilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu, svo sem um fjárhagslega getu. Keahótel sé ein stærsta hótelkeðja Íslands. Innan keðjunnar séu tíu hótel með 940 herbergjum og hótelin séu í Reykjavík, á Akureyri, í Grímsnesi, á Vík og Siglufirði. Eignaðist hlutinn í miðjum faraldrinum Landsbankinn eignaðist 35 prósent hlut í Keahótelum í desember árið 2020 þegar félagið, líkt og flestar hótelkeðjur, barðist í bökkum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Samkomulag náðist um endurskipulagningu Keahótela sem var sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu fólst að hluta skulda var breytt í hlutafé, að Landsbankinn eignaðist ríflega þriðjungs hlut í félaginu, og að þáverandi eigendahópur kæmi með nýtt fé inn í reksturinn. Frá því að Landsbankinn kom inn í hluthafahópinn hafa umsvif hótelkeðjunnar aukist nokkuð með kaupum á Sigló Hóteli árið 2022 og Hótel Grímsborgum í sumar. Erlendir fjárfestar eignuðust meirihluta í Keahótelum árið 2017 þegar bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Pt Capital Advisors keypti fimmtíu prósenta hlut í hótelkeðjunni og bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alsaka, 25 prósenta hlut.
Hótel á Íslandi Landsbankinn Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Sesselja nýr forstjóri Genis Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira